Fréttablaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 38
SUMAR UNGA FÓLKSINS 29. MAÍ 2008 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● börn SUMAR UNGA FÓLKSINS Embla Diljá Challender er sex ára gömul og í 1. bekk. Hvað ætlar þú að gera í sumar? Ég ætla að fara til Akureyrar, í útilegur og til Ameríku, ég hef aldrei farið til Ameríku áður. Ég fer líka á fótboltanámskeið. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á sumrin? Mér finnst skemmtilegast að leika mér úti. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á veturna? Mér skemmtilegast að fara á sleða. Ætlar til Ameríku Emblu Diljá finnst fátt skemmtilegra en að vera úti að leika. FRETTABLAÐIÐ/ANTON Óli Gunnar Gestsson er fimm ára og byrjar í skóla næsta haust. Hvað ætlar þú að gera í sumar? Ég ætla að fara í útilegu upp í sveit, í sund og í bíó. Ég ætla líka að fara í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Ég fer svo til Kína, en mamma veit það ekki ennþá. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á sumrin? Það er að fara til útlanda og í útilegu. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á veturna? Að búa til snjókarl. Fer alla leið til Kína Óli Gunnar hefur hugsað sér að ferðast á milli heimsálfa í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Verslunin Spilavinir á Lang- holtsvegi 126 er engin venjuleg búð. Þar getur fólk spreytt sig í hinum ýmsu spilum og fimmtudagskvöld eru sérstök spilakvöld. Svanhildur Eva Stefánsdóttir, verslunarstjóri í Spilavinum, kveðst mikil áhugamanneskja um spil og það leynir sér held- ur ekki þegar litið er í kringum hana. Spilin virðast óteljandi en hún upplýsir að þau séu á þriðja hundrað svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. „Hér eru spil og púsl fyrir allan aldur, frá tveggja ára og upp úr. Spil til að læra á klukku, þekkja litina, þjálfa fínhreyfingar og auðvit- að skemmta sér,“ segir hún og sýnir líka svokölluð kænskuspil sem hún segir henta vel fyrir átta ára og eldri. „Í þeim þarf að hugsa leiki fram í tímann.“ Svo eru það stokkarnir með spil- unum 52. „Ef ég mætti taka eitt spil með mér mundi ég velja spilastokkinn. Honum fylgja endalausir möguleikar. Hvort sem menn eru einir, tveir, þrír, fjórir eða fleiri.“ Svanhildur telur spila- og kapla- reglur hafa verið í kafi síðustu ár. „Það hefur orðið rof í kunnátt- unni milli kynslóða. Tölvan kom og í dag kunna fáir krakkar að leggja kapal með spilum. Þessu vil ég breyta. Það fylgir því ákveðin ró að leggja kapal. Spila- bækur hafa ekki verið fáanlegar í verslunum en bókasafnið á svo- lítið af þeim.“ Sjálf kennir hún ýmis einföld spil á staðnum og á heimasíð- unni www.spila- vinir.is er nokkrum spilum lýst. Svanhildur kveðst hafa gaman af að fá fólk inn til sín að spila en hún vill líka koma spila áhuganum inn á heimilin. „Það er svo þægi- legt að taka í spil og það treystir fjölskyldu- og vinaböndin.“ - gun Gaman að taka í spil Svanhildur Eva kveðst taka spilastokk- inn fram yfir allt annað. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Margrét Stefánsdóttir er einbeitt á svip. Hér er stefnt á sigur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Nammispilið er vinsælt. Það er úr dúk og tré og hægt er að leika með það úti þegar veður er gott.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.