Fréttablaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 70
42 29. maí 2008 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Kl. 21 Djasshljómsveitin Svalbarði kemur fram á tónleikum djassklúbbsins Múlans á Domo, Þingholtsstræti 5, í kvöld kl. 21. Róbert Þórhallsson bassaleikari leiðir þá hljómsveitina, skipaða einvala liði tónlistarmanna, í magnaðri funk-djass-veislu. Aðgangseyrir á tónleikana er 1.000 kr., en námsmenn fá þó aðgang á 500 kr. „Hvað er í matinn?“ Þessi spurning heyrist daglega á flestum heim- ilum þjóðarinnar og því er löngu kominn tími til þess að rannsaka inntak hennar rækilega. Það gerir Minjasafnið á Akureyri einmitt með sýningu sem þar opnar á laugardag og fjallar um breytingar á matar- menningu kaupstaðarbúa Íslands síðan á 19. öld. Fjölbreytni í matar- gerð hefur mikið aukist, sérlega á nýliðnum árum, þó enn eimi eftir af matarhefðum forfeðranna. Í sýningu Minjasafnsins er gefin innsýn í íslensk eldhús með nokkurra áratuga millibili. Þannig er fyrst skyggnst inn í hlóðaeldhús þar sem litlar breyt- ingar urðu í úrvali og eldun matar svo öldum skipti. Næst er litast um í kokkhúsi frá um 1900, en þá er kolavélin komin til sögunnar og heimilisfólk neytir matar af diskum með hnífapörum í stað þess að borða úr aski í baðstofu. Í eldhúsi frá um 1950 er úrval rafmagnstækja komið til að létta lífið. Loks er eldhús frá um 1970; þá örlar á þeirri alþjóðlegu matarmenningu sem Íslendingar tileinkuðu sér síðar. Hakk og spaghettí varð vinsæll matur um þetta leyti og kjúklingur og franskar þóttu algjör lúxusfæða. Í tengslum við sýninguna safnar Minjasafnið á Akureyri munum tengdum matarhefð og eldhúsum. Starfsfólk safnins hvetur því gesti til að koma með slíka muni um leið og það skoðar sýninguna þar sem að ávallt má bæta áhugaverðum hlutum við. - vþ Borðað í nútímanum ELDAÐ Á GASI Rósa Sveinbjarnar- dóttir stendur við fyrstu gaseldavél- ina í Hleiðagarði í Saurbæjarhreppi. Öld er liðin frá því að hinn huggulegi bær Hafnar- fjörður fékk kaupstaðar- réttindi. Af því tilefni verður opnuð í kvöld kl. 20 sýning í Hafnarborg, menningar- og listastofnun bæjarins, á 200 ljósmynd- um frá Byggðasafni Hafnarfjarðar sem spanna sögu kaupstaðarins. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðar, og Björn Pétursson, forstöðumaður Byggðasafnsins, segja nokkur orð á opnuninni, en þau eru höfundar bókarinnar Hundrað sem kemur út í tilefni afmælisins. Bókin er samansafn texta og myndabrota úr langri og merkilegri sögu Hafnarfjarðarkaupstaðar. Brotin geta staðið ein og sér, en saman mynda þau örsögur úr bæjarlífinu. - vþ Ljósmyndir sem spanna hundrað ár LITIÐ UM ÖXL Hafnarfjörður árið 1908. > Ekki missa af … Tónleikum Camerarctica í Fríkirkju Hafnarfjarðar í kvöld kl. 21 sem leikur eina af perlum tónskáldsins W.A. Mozarts, Klarínettukvintettinn, auk verka í léttklassískum stíl eftir sam- tímamenn hans. Aðgangur að þeim er ókeypis í boði Hafnarfjarðarbæjar. - vþ Heimildarmyndin Steypa eftir þau Markús Andrésson og Ragn- heiði Gestsdóttur verður sýnd í Listasafni Reykjavíkur í Hafnar- húsinu í kvöld. Í myndinni er nokkrum íslenskum samtímalista- mönnum fylgt eftir yfir tveggja ára tímabil. Steypa var frumsýnd á Kvik- myndahátíð í Reykjavík í fyrra og hefur síðan þá ferðast á ýmsar kvikmyndahátíðir og verið vel tekið. Markús segir hvatann að gerð myndarinnar hafa verið sam- eiginlegan myndlistaráhuga leik- stjóranna. „Við höfum bæði mik- inn áhuga á myndlist; ég hef starfað sem sýningarstjóri og Ragnheiður er menntuð í sjón- rænni mannfræði þar sem heim- ildarmyndagerð skipar veigamik- inn sess. Því ákváðum við að gera mynd um unga íslenska listamenn og fylgja þeim eftir í dálítinn tíma. Þannig fjallar myndin ekki bara um samtímalist sem slíka heldur líka um ferlið að baki verk- unum, umhverfi listamannanna og áhrifavalda þeirra. Einnig veltir myndin upp spurningum um hvort íslensk samtímalist sé á einhvern hátt séríslensk og hvern- ig hún passar inn í alþjóðlegt umhverfi.“ Listafólkið sem fylgt er eftir í myndinni eru þau Ásmundur Ásmundsson, Gabríela Friðriks- dóttir, Margrét Blöndal, Huginn Arason, Unnar Auðarson, Gjörn- ingaklúbburinn og Katrín Sigurð- ardóttir. „Vinnan í kringum mynd- ina var að mestu leyti afar afslöppuð. Við leyfðum listamönn- unum sjálfum dálítið að ráða för varðandi það hvernig þau vildu koma fram í myndinni, þannig að vinnan fór ekki fram eingöngu á okkar forsendum, þó svo að við værum svo að sjálfsögðu einráð yfir eftirvinnsluferlinu. En þetta var gríðarlega mikið af efni sem við söfnuðum og þurftum svo að klippa niður og myndin er því eðlilega nokkuð brotakennd og dettur inn í líf og starf listamann- anna á mismunandi tímapunktum. Hún segir því ekki línulega sögu, en við ákváðum að vera ekkert að stressa okkur of mikið á sam- hengi; myndin heitir ekki Steypa að ástæðulausu,“ segir Markús og hlær. Sýningin hefst kl. 20 og er aðgangur ókeypis og öllum opinn. - vþ Glefsur úr lífi listamanna GJÖRNINGAKLÚBBURINN Þeir sem hafa áhuga á að kynnast starfsemi þessara framsæknu listakvenna frekar ættu að horfa á myndina Steypu í Hafnarhúsinu í kvöld. Söngvaskáld hafa lengi nýtt sér kvæði Steins Steinarr við lagasmíðar. Í kvöld verður hnykkur á ferð Jóns Ólafssonar tónlistarmanns þegar fyrri tónleikar af tveimur helgaðir lögum við ljóð Steins verða í Gamla bíói – Íslensku óperunni – á vegum Listahátíðar í Reykjavík. Vænn hópur tónlistarmanna kemur fram í kvöld. Ellefu verða á sviði og flytja þar bæði eldri og nýjar tónsmíðar við fjölda ljóða Steins. Bæði Jón og Steinn eru upprunnir úr Djúpinu. Hefur Jón lengi haft dálæti á ljóðum Steins og fiktað við að finna þeim lagboða, rétt eins og aðrir samtímamenn, Magnús Eiríksson, Bergþóra Árnadóttur, Ragnar Bjarnason, Megas og Hörður Torfason, svo nokkrir séu nefndir. Má fullyrða að ljóð Steins hafi mörg hver fengið vængi fyrir tilstuðlan yngri tónskálda úr dægurlagaiðn- aðinum. Nú bæta Jón Ólafsson og Sigurður Bjóla nýjum söngvum í það safn. Flytjendur og túlkendur laga í kvöld og annað kvöld eru systkinin Ellen og Kristján Kristj- ánsbörn, Helgi Björnsson, Hildur Vala Einarsdóttir, Svavar Knútur í Hrauni og Þorsteinn Einarsson úr Hjálmum. Undirleik annast Jón, Guð- mundur Pétursson, Helgi Svavar Helgason, Valdimar Kolbeinn Sig- urjónsson, Hrafnkell Orri Egils- son og Una Sveinbjarnardóttir. Verkefnið er styrkt af Glitni, Baugi og VÍS og mun væntanleg hljómplata með hluta af efninu sem flutt verður í kvöld. Samstarf Jóns og Sigurðar Bjólu á sér nokkra sögu: Bjólan tók upp nokkrar af plötum Nýd- anskrar og fylgdi þeim félögum upp í Þjóðleikhús í Gauragangi. „Og varð þar eftir,“ segir Jón en Sigurður hefur unnið þar síðan í hljóðdeild. Aftur lágu leiðir þeirra saman þegar Baltasar Kormákur fékk Sigurð til að gera tónlist við Brúðgumann og kom Jón líka að þeirri vinnu. Þeir eiga um helm- ing af efninu sem flutt verður í Gamla bíói, en hitt er sótt í smiðju eldri höfunda. Jón er ánægður með dagskrá kvöldsins. Hann mun þar leika í fyrsta sinn á nýjan Hammond sem hann er búinn að fá sér og gefur það ugglaust einhverja hug- mynd um í hvaða átt tónlistin stefnir við hólinn næstu kvöld. pbb@frettabladid.is Ferð án fyrirheits TÓNLIST Hluti af sveit Jóns Ólafssonar sem kemur fram í kvöld. MYND: LISTAHÁTIÐ „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.