Fréttablaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 82
 29. maí 2008 FIMMTUDAGUR TM styður kvennaknattspyrnu FÓTBOLTI Íslenska kvennalandslið- ið í fótbolta er aftur komið á sigur- braut í undankeppni EM eftir flottan 4-0 sigur á Serbum í 35 stiga hita í Serbíu í gær. Íslenska liðið komst yfir strax í upphafi leiksins en þurfti að bíða fram í seinni hálfleik eftir fleiri mörk- um. Margrét Lára Viðarsdóttir skor- að tvö mörk og hin 18 ára Sara Björk Gunnarsdóttir og varamað- urinn Katrín Ómarsdóttir skoruðu hin mörkin. Þóra Björg Helgadótt- ir hélt hreinu í sínum fyrsta leik eftir að hún gaf aftur kost á sér í landsliðið. Ísland er nú í öðru sæti riðilsins, sex stigum á eftir Frökk- um og þremur stigum á undan Sló- veníu sem er næsti mótherji liðs- ins á Laugardalsvellinum 21. júní. „Við pressuðum þær framar- lega og þær náðu aldrei almenni- lega að spila í gegnum okkur. Við vorum síðan mjög beittar, sköpuð- um okkur fullt af færum og skor- uðum fjögur mörk. Við hefðum getað skorað fleiri mörk en það er mjög jákvætt að halda hreinu og skora fjögur mörk á útivelli og ég er því mjög ánægður,“ sagði Sig- urður Ragnar Eyjólfsson lands- liðsþjálfari. Ísland tapaði óvænt fyrir Sló- veníu í síðasta leik sínum í undan- keppninni og það var ljóst að íslensku stelpurnar ætluðu ekki að láta slíkt „slys“ koma fyrir aftur. „Við lærðum mikið af úrslit- unum í Slóveníu og ég held að sú reynsla hafi hjálpað okkur mikið í þessum leik. Stelpurnar voru ein- beittar frá byrjun,“ sagði Sigurð- ur. Leikurinn fór fram við mjög erfiðar aðstæður og þjálfarinn játar að hafa haft smá áhyggjur af því. „Við sáum það strax í upphit- uninni að hitinn var gríðarlega mikill og það er erfitt að spila hápressu í svona miklum hita. Það kólnaði aðeins í seinni hálfleik sem betur fer og þá gekk okkur betur. Seinni hálfleikurinn var mjög góður. Ég vil hrósa stelpun- um fyrir að vera mjög einbeittar og einnig að halda út allan leikinn. Við héldum áfram að skapa okkur færi fram á síðustu mínútu,“ sagði Sigurður Ragnar. Árangur íslenska liðsins undir stjórn Sigurðar hefur verið frá- bær og þá fer það ekki milli mála að undir hans stjórn er varnarleik- urinn mjög sterkur. „Varnarleikur liðsins er til fyrirmyndar. Það er metnaðarmál hjá liðinu að halda hreinu í hverjum einasta leik,“ sagði Sigurður. „Slóvenía vann sinn leik á móti Grikklandi 3-1 og er núna orðinn aðalkeppinautur okkar í riðlinum fyrir utan Frakkana. Við eigum þær í næsta leik og það verður hörkuleikur. Við eigum harma að hefna á móti þeim og ég vona að við fáum góðan stuðning frá áhorf- endunum heima. Stelpurnar töluð- um um það eftir leikinn við Serbíu í fyrra að það væri eins og að hafa tvo aukamenn að fá svona góðan stuðning.“ ooj@frettabladid.is Stórsigur í sjóðandi hita Þóra Björg Helgadóttir hélt hreinu í endurkomu sinni í íslenska kvennalandslið- inu þegar íslenska liðið vann öruggan 4-0 sigur í 35 stiga hita í Serbíu í gær. MIKILVÆGT MARK Sara Björk Gunnars- dóttir stóð sig vel í gær og kom Íslandi í 2-0. FRÉTTABLAÐIÐ/ ALEKSANDAR DJOROVIC FJÖGUR MÖRK Margrét Lára Viðarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir fagna einu af mörkunum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ ALEKSANDAR DJOROVIC FÓTBOLTI Margrét Lára Viðars- dóttir hélt áfram uppteknum hætti í undankeppninni og skor- aði tvö mörk í gær. Margrét Lára hefur skorað í öllum fimm leikjum Íslands í undankeppninni og er marka- hæsti leikmaður riðilsins með sex mörk, einu meira en franska stúlkan Camille Abily. „Við höfum frábæra leikmenn fram á við eins og Margréti Láru sem skorar endalaust. Hún er að spila frábærlega vel fyrir liðið líka og leggur upp færi fyrir leik- mennina í kringum sig,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari eftir leikinn í gær en Margrét spilaði þrátt fyrir að finna til aftan í læri. „Hún fann fyrir sársauka og þjösnaðist aðeins á þessu en ég ræddi við hana í seinni hálfleik um það hvort hún vildi klára dæmið og hún vildi gera það,“ sagði Sigurður Ragnar. Margrét Lára skoraði fernu í síðasta leik Íslands í síðustu und- ankeppni og hefur þar með skor- að í sex „alvöru“ landsleikjum í röð og alls 23 mörk í 23 leikjum í undankeppni HM eða EM. Alls hefur þessi mikla markadrottn- ing skorað 37 mörk fyrir A-lands- liðið í aðeins 41 leik. - óój Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði í sjötta „alvöru“ landsleiknum í röð í gær: Hún skorar bara endalaust MARKAHÆST Margrét Lára hefur skorað mest allra í riðli Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ALEKSANDAR DJOROVIC FÓTBOLTI Katrín Jónsdóttir lék sinn 73. landsleik í gær og hún segir hitann hafa gert þennan leik af einum þeim erfiðasta af þessum leikjum. „Ég er mjög ánægð með þennan leik. Við skorum fjögur mörk, höldum hreinu og tökum þrjú stig á útivelli í Serbíu. Það er mjög góður árangur og við erum mjög sáttar við það,“ sagði Katrín. „Auðvitað eru ýmis atriði sem við getum lagfært í okkar leik og betri andstæð- ingur hefði refsað okkur fyrir. Ég held að hita- stigið hafi spilað þar inn í því þetta gekk mjög vel í seinni hálfleik eftir að hitastigið datt aðeins niður,“ segir Katrín. „Fyrri hálfleikur, og þá sérstaklega lok hans, gerði þetta klárlega að einum erfiðasta leik sem ég hefur spilað. Hitinn var gríðar- legur og hann tók úr manni þrótt og kraft. Við vorum heldur ekki alveg nógu skyn- samar í lok fyrri hálfleiks enda var kannski rök- hugsunin ekki alveg í lagi í þessum hita. Það hjálp- aði okkur samt mikið að hitastigið var aðeins skárra í seinni hálfleik,“ sagði Katrín. „Við mundum allar eftir Slóveníuleiknum og það vildi engin í liðinu upplifa sömu stemn- ingu og eftir þann leik. Við höfum lært af þeim mistökum og horfum bara fram á við. Það voru allar í liðinu með 150 prósent ein- beitingu á þennan leik,“ sagði Katrín sem var kát með leikinn eins og aðrar í liðinu. „Við komum heim brosandi og svolítið brúnar enda búnar að fá smá sól,“ sagði Katrín í léttum tón að lokum. Fram undan eru tveir heimaleikir og hún segir stelpurnar ætla sér að taka þrjú stig í þeim báðum. - óój Hitinn gerði leikinn í gær að einum erfiðasta leik fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur: Brosandi og svolítið brúnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.