Fréttablaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 6
6 29. maí 2008 FIMMTUDAGUR Á Ísland að hætta þátttöku í Eurovision? Já 47,2% Nei 52,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Eiga stjórnvöld að biðjast afsökunar á hlerunum á kalda stríðsárunum? Segðu þína skoðun á visir.is Ferðaskrifstofa 29. maí – 9., 12., 19. og 26. júní Opið virka daga frá kl. 10 til 18 og á laugardögum frá kl. 12 til 16 Bílaland B&L, Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík 575 1230 - luxusbilar@bilaland.is. 575 1230 INNFLUTTUR OG ÞJÓNUSTAÐUR AF UMBOÐI BMW 530XI Nýskr: 11/2007, 3000cc 258 hö. fjórhjóladr., 4 dyra, sjálfskiptur, grár, ekinn 6.000. Verð 8.900.000 Nánari upplýsingar á www.samfylking.is Hlustendur geta hringt inn í síma 588 1994 Umsjónarmenn: Skúli Helgason og Katrín Júlíusdóttir ORKUMÁL Ekki er ljóst hvort Guðmundur Þóroddsson mun snúa aftur í stól forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur hinn 1. júní eins og til hefur staðið. Guðmundur fékk leyfi frá starfi forstjóra til að stýra Reykjavik Energy Invest. Því leyfi lýkur um mánaðamótin. Kjartan Magnússon, stjórnar- formaður OR og REI, vildi í gær ekkert tjá sig um málið, en sagði að framtíð Guðmundar muni skýrast fyrir mánaðamót. Guðmundur vísaði á kjörna fulltrúa. Spurður hvort óvissan sé erfið sagðist hann „ýmsu vanur“ í þeim efnum. - bj Leyfi forstjóra OR að ljúka: Framtíð Guð- mundar óráðin DÓMSMÁL Fjórir menn eru ákærðir fyrir að hafa staðið að og skipu- lagt smygl á rúmlega 4,6 kílóum af amfetamíni og nærri 600 grömm- um af kókaíni frá Þýskalandi í svo- kölluðu hraðsendingarmáli. Þeir eru Annþór Kristján Karls- son, Tómas Kristjánsson og bræð- urnir Jóhannes Páll og Ari Gunn- arssynir. Efnin voru flutt til landsins með hraðsendingarfyrirtækinu UPS, þar sem Tómas starfaði og fundu lögregla og tollur þau 15. nóvem- ber í bifreið fyrirtækisins fyrir utan húsnæði þess á Keflavíkur- flugvelli. Annþór Kristján Karlsson er ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin um smyglið með Ara með því að hafa látið senda fíkniefnin frá Þýskalandi til Íslands. Annþór hugðist taka á móti þeim hér. Hann afhenti Ara 10 þúsund evrur, jafnvirði um 1,2 milljóna króna, og 500 þúsund krónur í reiðufé sem þóknun vegna inn- flutningsins. Tómas Kristjánsson er sakaður um að hafa lagt á ráðin um inn- flutninginn ásamt Jóhannesi Páli. Samkvæmt ákæru á Tómas að hafa notað sér aðstöðu sína sem starfsmaður hraðsendingarfyrir- tækisins UPS á Keflavíkurflug- velli til þess að miðla til Jóhannes- ar upplýsingum um hvernig haga skyldi innflutningnum. - jss EINN HINNA ÁKÆRÐU Annþór Kristján Karlsson leiddur fyrir dómara. Fjórir ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl: Greiddi tæpar tvær milljónir í þóknun fyrir fíkniefnasmygl UMFERÐARMÁL Alls hafa 916 ein- staklingar látist í umferðinni á Íslandi á þeim 40 árum sem liðin eru frá því að skipt var yfir í hægri umferð, 26. maí 1968. Þeirra var minnst í gær utan við Dómkirkjuna í Reykjavík þar sem nemendur í Listaháskóla Íslands röðuðu 916 skópörum framan við og við hliðina á kirkjunni. Var verk nemendanna hugsað sem táknmynd þeirra fórna sem íslenska þjóðin hefur fært á vegum landsins en á meðan var kyrrðarstund í Dómkirkjunni. Í tilkynningu frá Umferðarráði segir að koma hefði mátt í veg fyrir flest slysanna með aðgát, til- litssemi og ábyrgð ökumanna. Ábyrgð sem krefst þess að menn séu með fulla athygli, allsgáðir, noti tilheyrandi öryggisbúnað og aki samkvæmt aðstæðum. Til sam- anburðar má líkja fjölda látinna í umferðinni á tímabilinu við það að rétt tæplega fjórar Boeing 757 300 flugvélar hefðu farist eða að allir íbúar Bolungarvíkur eða Blöndu- óss hefðu farist. Af þessum 916 einstaklingum hafa 150 látist vegna aksturs eftir neyslu áfengis eða annarra vímu- efna og um 180 látist af völdum hraðaksturs. Þá létust um 120 ein- staklingar vegna þess að ekki voru notuð bílbelti og um 45 dauðsföll eru rakin til þess að ökumaður hafi sofnað undir stýri. Tæpur þriðjungur látinna var innan við tvítugt. - ovd Fjöldi látinna í umferðinni á Íslandi á 40 árum jafngildir öllum íbúum Blönduóss: Mikil er ábyrgð ökumanna HUNDRUÐ SKÓPARA Skópörunum 916 var raðað upp utan við Dómkirkjuna í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ALÞINGI Trúir stefnu sinni hikuðu kommúnistar og sósíalistar hér á landi ekki við að beita valdi í þágu eigin málstaðar. Í því ljósi vildi lög- regla hlera síma fólks á árum kalda stríðsins og óskaði eftir milligöngu dómsmálaráðuneytis um að fá heimildir dómstóla til símhlerana. Þetta sagði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra í utandagskrár- umræðu á Alþingi í gær um sím- hleranir á árunum 1949 til 1968. Helgi Hjörvar, Samfylkingu, ósk- aði eftir að umræðan færi fram í kjölfar greinar Kjartans Ólafsson- ar í Morgunblaðinu í fyrradag. Kjartan var á þessu árabili fram- kvæmdastjóri Sósíalistaflokksins, ritstjóri Þjóðviljans og þingmaður Alþýðubandalagsins og var í hópi fjölda fólks sem sætti hlerunum. Helgi sagði það grundvallaratriði í lýðræðissamfélagi að heiðarlegt fólk þyrfti ekki að sæta símhlerunum vegna stjórnmála- skoðana. Ekki hafi verið færður fram rökstuddur grunur um sak- næmt athæfi þeirra sem hlerað var hjá. Sagði hann mikilvægt að dóms- málaráðherra viðurkenndi að við- horf yfirvalda til símhlerana hefði breyst og kallaði eftir afstöðu hans til krafna um afsökunarbeiðni til handa þeim sem máttu þola hleran- ir á sínum tíma. Björn Bjarnason sagði það tíðk- ast að þeir sem teldu ríkisvaldið gera eitthvað á sinn hlut sæktu rétt sinn í samræmi við lög. Kvað hann með öllu óþekkt að dómsmálayfir- völd bæðust afsökunar vegna nið- urstöðu dómara. Látið væri eins og dómarar hafi verið valdalaus verk- færi í höndum dómsmálaráðherra. Í því fælist dæmalaus óvirðing við þá dómara sem í hlut ættu. Benti Björn á að sakadómarinn Þórður Björnsson, framsóknarmaður og eindreginn andstæðingur Sjálf- stæðisflokksins, hefði veitt heimild til símhlerunar 1968. Spurði hann hvort trúverðugt væri að hann hefði heimilað dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins að stunda pól- itískar njósnir um andstæðinga sína. Björn sagði að ekki mætti gleyma að Sósíalistaflokkurinn – flokkur Kjartans Ólafssonar – hafi haft á stefnuskrá sinni að ná völdum í landinu með ofbeldi. Sagði hann líka að formaður miðstjórnar flokksins, Brynjólfur Bjarnason, hefði hótað þingmönnum aftöku áður en atkvæði voru greidd um inngöngu Íslands í Nató. Í ljósi þessa og fleiri þátta sé skýringu á símhlerunum lögreglu að finna. Þær hafi verið varnaðarráðstöfun. Helgi Hjörvar sagði ræðu Björns valda sér vonbrigðum og áhyggj- um. Hann hafi talið kalda stríðinu lokið. Sagði hann Björn hafa vegið að látnu fólki. Björn kvaðst að endingu ekki skorast undan umræðu um þessi mál, hann vissi nákvæmlega um hvað hann væri að tala. Hræsnin væri orðin of mikil ef ekki mætti ræða liðna atburði. bjorn@frettabladid.is Eðlilegt að hlera síma vinstrimanna Dómsmálaráðherra segir símhleranir á kalda stríðsárunum hafa verið varnað- arráðstafanir lögreglu. Kommúnistar og sósíalistar hafi ekki hikað við að beita valdi í þágu málstaðar síns. Helgi Hjörvar segir ráðherrann vega að látnu fólki. HLUSTAÐ Símar Kjartans Ólafssonar og Páls Bergþórssonar voru hleraðir á tímum kalda stríðsins. Þeir fylgdust með umræðunum á Alþingi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.