Fréttablaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 10
10 29. maí 2008 FIMMTUDAGUR MJÓLKURPÓSTUR Á HEIMLEIÐ Þessi indverski mjólkurpóstur í Amritsar er á heimleið eftir að hafa farið hringinn með daglega mjólkurskammtinn handa viðskiptavinum sínum. NORDICPHOTOS/AFP FISKVEIÐAR Yfir 80 prósent af fiski- stofnum heimsins eru í alvarlegri hættu vegna ofveiði. Þetta er full- yrt í niðurstöðum skýrslu sem tekin var saman að frumkvæði samtakanna „Oceana“, sem beita sér fyrir vernd heimshafanna. Því skora samtökin á Heimsviðskipta- stofnunina, WTO, að gera það sem í hennar valdi stendur til að þvinga aðildarríki stofnunarinnar til að hætta að ríkisstyrkja fiskveiðar. Skýrsla Oceana er byggð á rann- sókn á nýjustu tölum úr ársskýrslu Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO. Oceana kemst að þeirri niðurstöðu að einvörðungu um 17 prósent þeirra fiskveiða sem stundaðar eru í heiminum nú séu sjálfbærar. Aftur á móti sé ofveiði stórkost- legt vandamál, einkum á mikil- vægum miðum í Atlantshafi, vest- anverðu Indlandshafi og norðvesturhluta Kyrrahafs. Oceana telur að sjávarútvegur fái minnst andvirði 148 milljarða króna árlega í ríkisstyrki. Það samsvarar fjórðungi verðgildis alls heimsaflans. - aa Hafverndarsamtökin Oceana leggja mat á ofveiði: Yfir 80 prósent fisk- veiða ósjálfbærar RÁNYRKJA Samtökin Oceana leggja til að ríkisstyrkir til sjávarútvegs verði afnumdir. NORDICPHOTOS/AFP UMHVERFISMÁL Skipulagsstofnun vísar gagnrýni Samorku, Samtaka orku- og veitufyrirtækja, sem sagt var frá í Fréttablaðinu í gær, á bug. Í athugasemdum frá stofnun- inni segir að henni beri samkvæmt reglugerð að gera grein fyrir for- sendum umhverfismats. Í reglugerð um mat á umhverf- isáhrifum segir að Skipulagsstofn- un skuli gera grein fyrir forsend- um matsins og niðurstöðum sínum um mat á umhverfisáhrifum. Þetta telur Skipulagsstofnun að hún hafi gert með áliti sínu um Bitruvirkj- un. Stofnunin tekur fram að hún hafi hvorki lagst gegn né hafnað byggingu virkjunarinnar; slíkt sé ekki hennar hlutverk. Hún bendir á að í aðeins þremur álitum af tólf á síðustu þremur árum, hafi niður- staðan verið að umhverfisáhrif yrðu óásættanleg og óafturkræf. Þá bendir Skipulagsstofnun á að í lögum segi að ef hún telji að setja þurfi frekari skilyrði fyrir fram- kvæmd en koma fram í mats- skýrslu, eða gera frekari mótvæg- isaðgerðir, skuli stofnunin tilgreina skilyrðin. Þá verði hún að færa rök fyrir mótvægisað- gerðunum sem hún leggur til. Það sé því rangt að segja að stofnunin hafi farið út fyrir valdsvið sitt. - kóp Skipulagsstofnun svarar gagnrýni Samtaka orku- og veitufyrirtækja: Ber að meta umhverfisáhrif HELLISHEIÐI Mikill styr hefur staðið um virkjun háhitasvæða á Hellisheiði, ekki síst við Bitru. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ALÞINGI Umhverfisnefnd vill að veðurstofustjóri verði áfram kallaður veðurstofustjóri en ekki forstjóri Veðurstofu Íslands. Í frumvarpi umhverfisráðherra um sameiningu vatnamælinga Orkustofnunar og Veðurstofunn- ar er lagt til að æðsti yfirmaður stofnunarinnar kallist forstjóri. Í áliti nefndarinnar kemur fram að Veðurstofan telji sig þurfa aukafjárveitingu þar sem átta starfsmenn geti átt rétt á biðlaunum við sameiningu stofnananna. Fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytisins telur á hinn bóginn að stofnunin eigi að geta borið kostnaðinn. - bþs Álit umhverfisnefndar: Verði áfram veðurstofustjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.