Fréttablaðið - 29.05.2008, Page 10

Fréttablaðið - 29.05.2008, Page 10
10 29. maí 2008 FIMMTUDAGUR MJÓLKURPÓSTUR Á HEIMLEIÐ Þessi indverski mjólkurpóstur í Amritsar er á heimleið eftir að hafa farið hringinn með daglega mjólkurskammtinn handa viðskiptavinum sínum. NORDICPHOTOS/AFP FISKVEIÐAR Yfir 80 prósent af fiski- stofnum heimsins eru í alvarlegri hættu vegna ofveiði. Þetta er full- yrt í niðurstöðum skýrslu sem tekin var saman að frumkvæði samtakanna „Oceana“, sem beita sér fyrir vernd heimshafanna. Því skora samtökin á Heimsviðskipta- stofnunina, WTO, að gera það sem í hennar valdi stendur til að þvinga aðildarríki stofnunarinnar til að hætta að ríkisstyrkja fiskveiðar. Skýrsla Oceana er byggð á rann- sókn á nýjustu tölum úr ársskýrslu Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO. Oceana kemst að þeirri niðurstöðu að einvörðungu um 17 prósent þeirra fiskveiða sem stundaðar eru í heiminum nú séu sjálfbærar. Aftur á móti sé ofveiði stórkost- legt vandamál, einkum á mikil- vægum miðum í Atlantshafi, vest- anverðu Indlandshafi og norðvesturhluta Kyrrahafs. Oceana telur að sjávarútvegur fái minnst andvirði 148 milljarða króna árlega í ríkisstyrki. Það samsvarar fjórðungi verðgildis alls heimsaflans. - aa Hafverndarsamtökin Oceana leggja mat á ofveiði: Yfir 80 prósent fisk- veiða ósjálfbærar RÁNYRKJA Samtökin Oceana leggja til að ríkisstyrkir til sjávarútvegs verði afnumdir. NORDICPHOTOS/AFP UMHVERFISMÁL Skipulagsstofnun vísar gagnrýni Samorku, Samtaka orku- og veitufyrirtækja, sem sagt var frá í Fréttablaðinu í gær, á bug. Í athugasemdum frá stofnun- inni segir að henni beri samkvæmt reglugerð að gera grein fyrir for- sendum umhverfismats. Í reglugerð um mat á umhverf- isáhrifum segir að Skipulagsstofn- un skuli gera grein fyrir forsend- um matsins og niðurstöðum sínum um mat á umhverfisáhrifum. Þetta telur Skipulagsstofnun að hún hafi gert með áliti sínu um Bitruvirkj- un. Stofnunin tekur fram að hún hafi hvorki lagst gegn né hafnað byggingu virkjunarinnar; slíkt sé ekki hennar hlutverk. Hún bendir á að í aðeins þremur álitum af tólf á síðustu þremur árum, hafi niður- staðan verið að umhverfisáhrif yrðu óásættanleg og óafturkræf. Þá bendir Skipulagsstofnun á að í lögum segi að ef hún telji að setja þurfi frekari skilyrði fyrir fram- kvæmd en koma fram í mats- skýrslu, eða gera frekari mótvæg- isaðgerðir, skuli stofnunin tilgreina skilyrðin. Þá verði hún að færa rök fyrir mótvægisað- gerðunum sem hún leggur til. Það sé því rangt að segja að stofnunin hafi farið út fyrir valdsvið sitt. - kóp Skipulagsstofnun svarar gagnrýni Samtaka orku- og veitufyrirtækja: Ber að meta umhverfisáhrif HELLISHEIÐI Mikill styr hefur staðið um virkjun háhitasvæða á Hellisheiði, ekki síst við Bitru. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ALÞINGI Umhverfisnefnd vill að veðurstofustjóri verði áfram kallaður veðurstofustjóri en ekki forstjóri Veðurstofu Íslands. Í frumvarpi umhverfisráðherra um sameiningu vatnamælinga Orkustofnunar og Veðurstofunn- ar er lagt til að æðsti yfirmaður stofnunarinnar kallist forstjóri. Í áliti nefndarinnar kemur fram að Veðurstofan telji sig þurfa aukafjárveitingu þar sem átta starfsmenn geti átt rétt á biðlaunum við sameiningu stofnananna. Fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytisins telur á hinn bóginn að stofnunin eigi að geta borið kostnaðinn. - bþs Álit umhverfisnefndar: Verði áfram veðurstofustjóri

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.