Fréttablaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 80
Laugardalsvöllur, áhorf.: 5322 Ísland Wales TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 14–5 (4–1) Varin skot Kjartan 0 – Hennessey 4 Horn 6–2 Aukaspyrnur fengnar 8–22 Rangstöður 1–4 0-1 Ched Evans (45.) 0-1 Adrian McCourt (x) 52 29. maí 2008 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is BYRJUNARLIÐIÐ: Kjartan Sturluson 5 Reyndi nákvæmlega ekkert á hann þær mínútur sem hann spilaði og gat lítið gert við markinu. Birkir Már Sævarsson 6 Ágætur leikur hjá Birki. Varðist vel og lengi, var duglegur að sækja fram og átti nokkrar þokka- legar rispur. Kristján Örn Sigurðsson 6 Varðist vel en virkaði á stundum tæpur en slapp fyrir horn. Oft verið betri. Atli Sveinn Þórarinsson 6 Skilaði sínu þokkalega, gerði engin stór mistök en hafa verður í huga að lítið reyndi á vörn Íslands í leiknum. Indriði Sigurðsson 6 Ágæt endurkoma hjá honum. Varðist vel og var duglegur að sækja. Átti nokkrar ágætar sendingar. Eggert Gunnþór Jónsson 6 Hélt sinni stöðu, gerði hlutina einfalt og vann vel með Aroni. Aron Einar Gunnarsson 7 Besti maður íslenska liðsins. Sívinnandi, stýrði og dreifði spilinu vel og lengi vel sá eini með lífsmarki í síðari hálfleik. Gunnar Heiðar Þorvaldsson 4 Fann sig engan veginn. Duglegur í fyrri hálfleik en kom lítið út úr því sem hann var að gera. Ekki með í síðari hálfleik. Emil Hallfreðsson 6 Átti sinn skásta leik í langan tíma. Líflegur framan af, tók menn á en gekk ekkert sérstaklega að finna samherja sína. Fjaraði undan honum líkt og flestum. Stefán Þór Þórðarson 6 Byrjaði leikinn frábærlega, mikið líf í Stefáni sem hélt bolta vel og bjó til fyrir félaga sína. Um miðjan fyrri hálfleik var svo allur vindur úr Stefáni sem sást ekki meir. VARAMENN: 46., Fjalar Þorgeirsson fyrir Kjartan 5 Reyndi aðeins meira á hann en Kjartan en samt nánast sama og ekkert. Gerði engin mistök. 60., Hannes Sigurðsson fyrir Stefán 4 Bætti engu við og var lítt sjáanlegur. 60., Helgi Valur fyrir Eggert Gunnþór 5 Kom ákveðinn inn, átti tvö skot að marki en gerði þess utan lítið. 70., Theodór Elmar fyrir Emil 5 Náði ekki að kveikja líf í íslenska liðinu frekar en aðrir. 77., Jónas Guðni fyrir Aron Einar - 82., Arnór Smára fyrir Gunnar Heiðar - LIÐ ÍSLANDS Þjálfararáðstefna KÞÍ um barna- og unglingaþjálfun Verður haldin laugardaginn 31 Maí í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli. Dagskrá: 10:00 - 12:10 Þjálfun barna og unglinga - Kasper Hjulmand þjálfari hjá Lyngby í Danmörku. 12:40 - 14:00 KnattspyrnuÞjálfarinn sem stjórnandi og leiðtogi - Vilmar Pétursson stjórnendaþjálfari hjá Capacent. Aðgangur er ókeypis fyrir félagsmenn í KÞÍ en kr.1000.- fyrir ófélagsbundna. Skráning á kthi@isl.is > Sverre líklega ekki með í Póllandi Enn er óvíst með þátttöku varnartröllsins Sverre Andreasar Jakobssonar í leikjum Íslands í forkeppni Ólympíuleikanna sem hefst í Póllandi á morgun en hann er staddur í Þýska- landi ásamt unnustu sinni þar sem þau eiga von á barni. Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, á síður von á því að Sverre verði með í verkefninu. „Það verður að teljast ólíklegt eins og staðan er núna og ég reikna síður með því að hann spili eitthvað í Póllandi,“ sagði Guðmundur sem kvað ástandið gott á öðrum leikmönnum liðsins sem hafa verið að æfa í Þýska- landi undanfarna daga. Landsliðið keyrir til Póllands í dag og mætir svo Argentínu á morgun. FÓTBOLTI John Terry steig fyrsta skrefið í átt að því að komast yfir vítaspyrnuklúðrið sitt í úrslita- leik Meistaradeildarinnar, þegar hann skoraði fyrra mark Eng- lands í 2-0 sigri á Bandaríkjunum á Wembley í gær. Markið skoraði Terry með skalla eftir fyrirgjöf frá David Beckham. Terry fékk auk þess að bera fyrirliðabandið í leiknum og það var því nokkur annar bragur á þessu miðvikudagskvöldi í sam- anburði við martröð hans í Moskvu fyrir viku. Seinna mark Englendinga skor- aði Liverpool-maðurinn Steven Gerrard eftir flottan undirbún- ing frá Gareth Barry en miklar líkur eru taldar á því að þeir spili hlið við hlið á miðju Liverpool næsta vetur. Barry var nýkominn inn á sem varamaður fyrir Frank Lampard þegar hann lagði upp markið en enn á ný náðu þeir Lampard og Gerrard engan veg- inn saman á miðjunni. Þetta var þriðji leikur Eng- lands undir stjórn Fabio Capello og hann á enn mikið verk fyrir höndum að rífa upp enska lands- liðið og það var frekar slakur mótherji en góður leikur sem tryggði þennan sigur í gær. - óój England vann 2-0 sigur á Bandaríkjamönnum í vináttulandsleik á Wembley: Smá sárabót fyrir John Terry FÖGNUÐUR John Terry var sáttur með það að skora í gær. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Fótbolti er einföld íþrótt. Hún snýst um að skora mörk. Það gerði Wales úr eina færi sínu í gær og það dugði afspyrnuslöku velsku liði til sigurs í Dalnum í gær. Þrátt fyrir að vera talsvert sterkari aðil- inn mátti íslenska liðið sætta sig við tap. Það var aðeins eitt lið á vellinum í fyrri hálfleik í gær og það lið var í bláum búningum. Það verður að segjast eins og er að Walesverjar voru engan veginn að nenna því að spila leikinn. Það tók íslenska liðið nokkrar mínútur að átta sig á þeirri staðreynd en um leið og strákarnir gerðu það tóku þeir öll völd á vellinum. Það var verulega gaman að fylgjast með íslenska liðinu í fyrri hálfleik. Það hélt boltanum vel innan liðsins, leikmenn höfðu sjálfstraust til þess að halda bolt- anum sem þeir spiluðu stutt með jörðinni og alltaf komu menn hlaupandi í eyðurnar. Það var leik- gleði í íslenska liðinu og ólíkt gest- unum höfðu þeir áhuga og ánægju af því sem þeir voru að gera. Besta færi fyrri hálfleiks fékk Pálmi Rafn á 12. mínútu er hann stóð einn gegn markverði Wales eftir frábæran undirbúning Stef- áns Þórs. Hennessey gerði vel í að loka markinu og varði í horn. Þetta reyndist vera besta mark Íslands í leiknum. Leikmenn Wales voru afspyrnuslakir, alltaf skrefi á eftir og það segir sína sögu um baráttu- leysið í þeirra herbúðum að þeir brutu ekki einu sinni á íslenska lið- inu í fyrri hálfleik. Þeir virtust ekki einu sinni nenna því. Ísland fékk eina aukaspyrnu í fyrri hálf- leik en þá hafði boltinn farið í hendi varnarmanns Wales. Þrátt fyrir gríðarlega yfirburði úti á vellinum gekk íslensku strák- unum afar illa að skapa sér góð færi fyrir utan færi Pálma Rafns. Það vantaði drápseðlið í teignum og að reka endahnútinn á sóknirn- ar. Það var svo algerlega gegn gangi leiksins þegar varamaðurinn Ched Evans kom Walesverjum yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks með frábærri hælspyrnu. Gestirnir því yfir í hálfleik þrátt fyrir að hafa ekki getað neitt allan hálfleikinn. Síðari hálfleik verður aðeins lýst með einu orði – dauði! Það gerðist ekkert í síðari hálfleik og þá meina ég nákvæmlega ekki neitt. Velska liðið hélt áfram áhugaleysi sínu, lá til baka og hafði lítið fyrir því að verjast máttlausum sóknum íslenska liðsins. Það var gjörsamlega allur vind- ur úr íslenska liðinu og spila- mennskan í síðari hálfleik var ekki til útflutnings. Greddan alveg úr leikmönnum sem voru staðir og unnu ekki af sama krafti og í fyrri hálfleik. Jákvæðasta við leikinn var að miðjuparið unga náði ágætlega saman, ánægjulegt var að sjá liðið halda bolta innan liðsins og spila honum í fyrri hálfleik. Leikskipu- lagið gekk nokkurn veginn upp fyrir utan að liðið skoraði ekki. Það er ekki ásættanlegt að liðið skapi sér ekki fleiri og betri færi gegn eins slöku liði og Wales var í gær. Ólafur getur þó tekið margt jákvætt úr þessum leik og kannski er það jákvæðasta að hópurinn er að stækka og fleiri menn virðast vera tilbúnir í baráttuna. henry@frettabladid.is Óþarfa tap gegn slöku Walesliði Slakt lið Wales lagði Ísland, 1-0, í vináttulandsleik í Laugardal í gær. Ísland var talsvert sterkari aðilinn en skapaði sér nánast engin færi. Wales skoraði úr sínu eina færi. Á ÖÐRUM FÆTI Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari og aðstoðarmaður hans, Pétur Pétursson, fylgjast hér með leiknum við Wales í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BESTUR Aron Einar Gunnarsson átti góðan leik á miðju íslenska liðsins gegn Wales í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Pétur Pétursson, aðstoðarþjálfari Íslands, var nokkuð sáttur með spilamennsku íslenska liðsins þrátt fyrir o-1 tap gegn Wales. „Mér fannst við ekki gefa mörg færi á okkur og fengum í það minnsta þrjú ágæt marktækifæri þannig að mér finnst í raun ekki sanngjarnt að við höfum tapað leiknum,” sagði Pétur sem kvað íslensku leikmennina vera að gera vel þá hluti sem upp var lagt fyrir þá. „Við erum að reyna að leggja það upp með að menn haldi boltanum innan liðsins og þori og vilji fá boltann og mér fannst við vera að gera það. Miðjumennirnir Aron Einar og Eggert Gunnþór leystu til að mynda sín hlutverk mjög vel í leiknum. Eins fannst mér Arnór Smárason koma vel inn í leikinn og hann er annar af þess- um ungu leikmönnum sem eru að taka miklum framförum,” sagði Pétur að lokum. Aron Einar Gunnarsson, maður leiksins, var þokkalega sáttur í leikslok. „Ég er ánægður með hversu vel stemmdir til leiks við mættum. Við unnum mjög vel og við vorum þéttir varnarlega. Svo fáum við á okkur algjörlega óþarft mark sem á ekkert að gerast. Það var skandall. En við lærum bara af þessu, þetta er jú bara æfinga- leikur. Það þýðir ekki að vera værukærir undir lokin og fá á sig mark, við getum lært það af þessum leik,” sagði Aron sem var sáttur með sinn leik. „Þetta var allt í lagi, ég var að stjórna miðjunni vel. Ég klikkaði samt á nokkrum sendingum sem ég á ekki að klikka á. En ég reyndi mitt besta en ég er aðeins meiddur í hnénu, það háði mér aðeins.” Fyrirliði Íslands, Kristján Örn Sigurðsson, benti rétti- lega á að Ísland hefði skapað sér fleiri færi. „Við gerðum margt mjög vel í þessum leik. Það jákvæðasta var líklega að við reyndum að setja á þá allan tímann, við vorum duglegir að halda boltanum og gerðum hvað við gátum og hættum ekkert þrátt fyrir að lenda undir. Það vantaði herslumuninn að við fengjum einhver dauðafæri en okkur gekk þó betur en þeim,” sagði Kristján. PÉTUR PÉTURSSON AÐSTOÐARLANDSLIÐSÞJÁLFARI: VIÐBRÖGÐ EFTIR LEIKINN VIÐ WALES Í GÆR Ekki sanngjart að við töpuðum leiknum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.