Fréttablaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 61
FIMMTUDAGUR 29. maí 2008 33 UMRÆÐA Félagsmál Á laugardaginn var birti Fréttablaðið umfjöllun um verk ríkisstjórnarinnar í tilefni af eins árs starfsaf- mæli hennar. Þar var meðal annars birtur listi verkefna undir fyrirsögninni verkin sem bíða og af þeim voru fjög- ur mál sem heyra að hluta undir félags- og tryggingamálaráðuneyt- ið. Nefnd var áætlun um að minnka óútskýrðan kynbundinn launamun hjá ríkinu, efling forvarnastarfs gegn kynferðislegu ofbeldi, aukinn stuðningur við fjölskyldur ung- menna í vanda vegna vímuefna og endurmat á kjörum kvenna hjá hinu opinbera. Ekkert þessara mála er í biðstöðu. Þvert á móti er unnið af krafti að öllum þessum málum eins og hér verður rakið. Kynbundinn launamunur og endurmat á launum kvenna Mikilvægt skref á þeirri vegferð að vinna gegn kynbundnum launamun var stigið í mars á þessu ári þegar ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla tóku gildi. Með þeim er starfsemi Jafnréttisstofu styrkt og hert á úrræðum kæru- nefndar jafnréttismála, meðal ann- ars í því skyni að taka á launamis- rétti kynjanna og sérstakir jafnréttisráðgjafar verða ráðnir í fullt starf innan Stjórnarráðsins. Með sömu lögum var launaleynd afnumin og ákveðið að hefja undir- búning vottunarkerfis jafnra launa kynjanna, hvort tveggja mikilvæg- ir áfangar í baráttunni gegn kyn- bundnum launamun. Síðastliðið haust skipaði ég jafnframt tvo starfshópa til að vinna gegn kyn- bundnum launamun á almennum vinnumarkaði, annar hópurinn á að vinna að því að jafna stöðu kvenna og karla í nefndum og við stjórnun stofnana og fyrirtækja og vinna aðgerðaáætlun til að hrinda tillögum til úrbóta í framkvæmd. Þá skipaði ég hóp til að vera til ráðgjafar um fram- vindu aðgerða gegn launamun og vinna mat á raunverulegum árangri aðgerða. Jafn- framt skipaði fjármálaráðherra starfshóp sem vinna skal að sömu markmiðum hjá hinu opinbera og ekki síst horfa til endurmats á laun- um umönnunarstéttanna. Allir þess- ir hópar hafa unnið af fullum krafti og við ráðherrarnir höfum nýlega hitt formenn þeirra og farið yfir stöðu mála. Þess er að vænta að þeir skili niðurstöðum og áætlunum um hvernig staðið verður að því að hrinda þessum stefnumálum ríkis- stjórnarinnar í framkvæmd. Þetta mikilvæga mál er því síður en svo í biðstöðu, heldur á fullri ferð á mörgum vígstöðvum, meðal annars í samvinnu við aðila vinnumarkað- arins eins og vera ber. Forvarnastarf gegn kynferðislegu ofbeldi Þá fer því fjarri að forvarnastarf gegn kynferðislegu ofbeldi bíði í ráðuneyti félags- og tryggingamála. Við vinnum nú samkvæmt viðamik- illi aðgerðaáætlun vegna ofbeldis á heimilum og kynferðislegs ofbeld- is. Þá er verið að leggja lokahönd á aðgerðaáætlun gegn mansali sem lögð verður fyrir Alþingi næsta haust. Auk þessara viðamiklu verk- efna hafa ýmis frjáls félagasamtök og sjálfseignarstofnanir verið styrkt til að vinna að mikilvægu starfi gegn kynferðislegu ofbeldi. Má þar nefna sérstaklega Stígamót sem félags- og tryggingamálaráðu- neytið veitti nýlega styrk til að taka þátt í Evrópusamstarfi um rann- sóknir og aðgerðir á þessu sviði. Mér finnst afar mikilvægt að styðja við starf þeirra sem hafa mesta þekkingu og reynslu á þessu sviði. Með því tryggjum við virkar for- varnir í samfélaginu. Stuðningur við fjölskyldur ungmenna í vímuefnavanda Síðast en ekki síst er mér ljúft og skylt að nefna aðgerðir félags- og tryggingamálaráðuneytisins vegna ungmenna sem eiga í vímuefna- vanda þótt aðeins hluti þess viða- mikla málaflokks heyri undir ráðu- neyti mitt. Nú á vorþingi mælti ég fyrir tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í barnavernd- armálum til næstu sveitarstjórnar- kosninga. Þetta er í fyrsta sinn sem slík áætlun er lögð fyrir þingið þrátt fyrir að lengi hafi verið ákvæði í lögum um að svo skuli gert. Í áætluninni er gerð grein fyrir margvíslegum verkefnum á sviði barnaverndarmála, ekki síst með áherslu á stuðning við foreldra til að efla forvarnir og fyrirbyggj- andi aðgerðir, en einnig eru þar kynnt ný meðferðarúrræði fyrir börn og ungmenni og hvernig stað- ið skuli að því að meta árangur þeirra. Þá hefur Barnaverndar- stofa hafið undirbúning að svokall- aðri fjölþáttameðferð barna og ungmenna þar sem áhersla er lögð á að meðferð sé einstaklingsmiðuð, veitt á heimavelli í umhverfi sem barnið þekkir í stað hefðbundinna stofnanaúrræða. Ég hef það að leiðarljósi í starfi mínu sem ráðherra að vinna hratt og vel að þeim stóru málum sem heyra undir ráðuneyti mitt og að þessum málum og öðrum er nú unnið af fullum krafti í félags- og tryggingamálaráðuneytinu. Höfundur er félags- og trygginga- málaráðherra. Engin biðstaða UMRÆÐAN Alþingi Á dögunum skilaði Ríkis-endurskoðun skýrslu um framkvæmd fjárlaga árið 2007 og ársáætlanir 2008. Líkt og fyrri ár kemur ber- sýnilega í ljós hversu illa fjárlögum er framfylgt og dregið fram hvaða ríkis- stofnanir hafa ítrekað virt að vettugi fjárheimildir sínar. Samkvæmt reglugerð nr. 1061/2004 um fram- kvæmd fjárlaga ber fjár- málaráðuneytinu að beita sér fyrir því að forstöðumenn stofn- anna sem heyra undir fjárlög, grípi til nauðsynlegra aðgera til að halda rekstri sínum innan fjárheimilda. Í skýrslunni tekur Ríkisendur- skoðun það fram hún hafi á undan- förnum tveimur áratugum bent ítrekað á ýmsa misbresti á fram- kvæmd fjárlaga og gagnrýnt það virðingarleysi sem margar stofnan- ir sýna fjárlögum. Þrátt fyrir þess- ar ábendingar virðist lítið breytast. Bent er á að brjóti forstöðumenn fjárheimildir sínar þá beri ráðherra sú skylda að veita tjéðum forstöðu- manni áminningu og víkja honum frá ef brot eru ítrekuð. Samband ungra sjálfstæðis- manna hefur oft tekið undir þessi tilmæli Ríkisendurskoðanda enda algjörlega ótækt að forstöðumenn brjóti ítrekað lög með þessum hætti. Nýverið sendi Samband ungra sjálf- stæðismanna bréf til fjármálaráð- herra þar sem hann var kvattur til þess að beita þeim úrræðum sem lögum samkvæmt eru tæk gagn- vart þeim forstöðumönnum sem ítrekað brjóta fjárlög. Fjármálaráð- herra var bent á að ef hann teldi ekki ástæðu til að veita þeim áminn- ingu sem ekki halda sig innan fjár- heimilda væri hann með aðgerðar- leysi sínu að samþykkja og taka á sig ábyrgð gagnvart Alþingi á því virðingarleysi sem forstöðumenn stofnanna sína fjárveitingarvaldinu. Kjósendur fá á fjögurra ára fresti að kveða upp um sinn dóm og hafna þeim stjórn- málamönnum sem ekki þykja standa sig. Slíkt á þó ekki við um opinbera starfsmenn líkt og forstjóra ríkisstofnanna sem ekki standa sig í starfi. Þeir geta, eins og dæmin sýna, setið óhreyfðir í sínum emb- ættum án þess að þurfa að sæta ábyrgð fyrir að brjóta fjárlög. Eðlilegt væri að setja þá reglu að brjóti forstöðumaður ríkistofnunnar gegn fjárlögum þá fái hann sjálfkrafa áminningu og hafi hann ekki bætt ástandið árið eftir þá fái hann aðra áminningu ásamt því að ráðherra geti þar með vikið þeim forstöðumanni frá störf- um. Oft heyrist sú afsökun frá emb- ættismönnum, fyrir að fara fram úr fjárheimildum, að þeir neyðist til þess því Alþingi hefði skammtað þeim of litla fjármuni miðað við þann rekstur sem þeim er lögum samkvæmt gert að starfrækja. Því er til að svara að það er Alþingi, en ekki embættismennirnir, sem fer með fjárveitingarvaldið. Hinir kjörnu fulltrúar á Alþingi bera ábyrgðina á því að fjárveitingar eru í samræmi við þau lög sem Alþingi sjálft hefur sett. Embættismenn eru ekki kjörnir af almenningi, setja ekki lög og hafa því ekki það vald til að meta sjálfir hvernig fjár- munum ríkissjóðs skuli varið. Þeim ber eingöngu að fara eftir lögunum ella sæta ábyrgð fyrir lögbrot. Fjár- lög eru bindandi fyrirmæli sem ber að virða og eru æðri vilja ráðuneyta og forstöðumanna. Davíð er gjaldkeri SUS og Teitur er fyrsti varaformaður SUS. Lög ekki virt JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR DAVÍÐ ÖRN JÓNSSON TEITUR BJÖRN EINARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.