Fréttablaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 2
2 29. maí 2008 FIMMTUDAGUR 100 80 60 40 20 0 X 10 00 k r. ´98 ´99 ´00 ´01 ´02 ´03 ´04 ´05 ´06 ´07 ´08 50 40 30 20 10 0 Prósent Tekjur Olíukostnaður Hlutfall olíukostnaðar TEKJUR OG OLÍUKOSTNAÐUR ÚTGERÐAR 1998-2008 SJÁVARÚTVEGUR „Þróun olíuverðs að undanförnu er grafalvarlegt mál. Þegar olíukostnaður útgerðarinnar er kominn yfir tuttugu prósent en ætti að liggja í um átta prósentum þá hefur það gríðarleg áhrif á afkomu útgerðarinnar,“ segir Frið- rik J. Arngrímsson, framkvæmda- stjóri Landssambands íslenskra útgerðarmanna. Frekari hækkanir heimsmarkaðsverðs á olíu gætu knésett íslensk útgerðarfyrirtæki. Allt stefnir í að íslensk útgerðar- fyrirtæki muni greiða tæplega 19 milljarða fyrir olíu á þessu ári. Hlut- fall olíu í kostnaði útgerðarinnar er komið yfir 20 pró- sent en eðlilegt telst að sá kostn- aður sé í kringum átta prósent. Kostnaður við kol- munna- og úthafskarfa er orðinn rúm þrjátíu prósent af tekjum og það gæti farið svo að íslensk fyrir- tæki hætti að sækja í þessar teg- undir, eins og kom fram í máli útgerðarmanna sem Fréttablaðið ræddi við. „Þetta er einfalt reikningsdæmi. Þetta fer algjörlega með afkomu margra útgerða,“ segir Friðrik en hann tekur ekki undir orð Jans Ivars Marak hjá samtökum norskra útgerðarmanna um að ríkið eigi að létta útgerðarmönnum róðurinn. „Það verður hins vegar æ furðu- legra að sérstakur skattur sé lagð- ur á útgerðina í formi veiðigjalds.“ Svartsýnustu spár um þróun olíuverðs gera ráð fyrir að tonn af hráolíu muni kosta 150 dollara fyrir lok ársins og nái 200 dollara- markinu á næsta ári. Sveinn Hjört- ur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ, segir málið einfalt: þróist verð á olíu með þessum hætti sé það langt út fyrir þolmörk útgerðarinnar. Verð við lok markaða í gær var um 130 dollarar fyrir tonnið. Eggert B. Guðmundsson, for- stjóri HB Granda, segir olíuverðs- hækkanirnar hafa haft skelfilegar afleiðingar fyrir afkomu fyrirtæk- isins. „Það sem gerist er að það verður ekki arðbært að veiða til- teknar tegundir. Kolmunni er dæmi um það þar sem vertíðinni er í raun lokið og hluti kvótans fellur ein- faldlega niður. Þetta mun eiga við um aðrar tegundir ef olíuverð hækkar enn þar sem það er tak- markað hvað hægt er að hafa sig í frammi við að ná í tilteknar teg- undir.“ Eggert segir að útgerðirnar muni enn frekar en áður einbeita sér að því að minnka olíueyðslu skipanna. „Það er alltaf verið að skoða veið- arfæri sem útheimta minni olíu- eyðslu. Til dæmis hefur þetta áhrif á hvort menn nota stór troll eða nót við uppsjávarveiðar.“ svavar@frettabladid.is Verðhækkanir á olíu að sliga útgerðirnar Hlutfall olíukostnaðar af tekjum útgerðarinnar er yfir tuttugu prósentum. Gangi spár eftir um frekari hækkanir fer olíukostnaður langt yfir þolmörk útgerðarinn- ar, að mati hagfræðings LÍÚ. Veiði á einstökum tegundum gæti lagst af. FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON Hrafn, flýgur hrafninn ekki til Liverpool? „Í svona veikindum get ég sagt það eitt að Krummi svaf í Klettagjá.“ Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri neyddist til að afboða sig í afmælisferð FTT til Liverpool vegna veikinda. UTANRÍKISMÁL Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kemur í fyrramálið í vinnuheim- sókn hingað til lands. Hún mun eiga viðræður við starfssystur sína, Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur, fyrir hádegið og snæða síðan hádegisverð í boði Geirs H. Haarde forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum við Tjarnar- götu. Að því loknu hverfur hún aftur af landi brott. Rice hefur verið utanríkisráð- herra í ríkisstjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta síðan árið 2005. - aa Utanríkisráðherrafundur: Condoleezza Rice í Reykjavík STARFSSYSTUR Ráðherrarnir heilsast á síðasta fundi sínum í Washington 11. apríl síðastliðinn. NORDICPHOTOS/AFP EFNAHAGSMÁL „Við búumst við frekari aukningu vanskila, að minnsta kosti virðist þróunin vera í þá áttina,“ segir Ragnar Hafliðason hjá Fjármálaeftirlit- inu. Vanskil við banka og spari- sjóði jukust á fyrsta ársfjórðungi, eftir að dregið hafði úr vanskilum frá árinu 2002. Þórólfur Matthías- son, prófessor við Háskóla Íslands, segir að búast hefði mátt við auknum vanskilum. „Þá er einnig við því að búast að vanskil aukist þegar vaxtakjör verða lántakendum erfiðari.“ Þá dragi úr kaupmætti og vanskil kynnu enn að aukast, verði mikil lækkun á verði fasteigna. - ikh / sjá síðu 24 Afborganir lána þyngjast: Búist við aukn- ingu vanskila FÓLK Þriðja hvert hjónaband sem stofnað er til hér á landi endar með skilnaði. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands um tíðni giftinga og skilnaða sem birtar voru í gær. Uppsafnað skilnaðarhlutfall var 33 prósent í fyrra, en mældist 35 prósent árið 2006. Hlutfallið er lægra á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Hæst er það í Svíþjóð þar sem 55 prósent hjónabanda enda með skilnaði. Í fyrra gengu 1.708 pör í hjónaband hér á landi, auk þess sem nítján samkynhneigð pör staðfestu samvist. Skilnaðir voru 515 talsins. - bj Tíðni giftinga og skilnaða: Þriðju hver hjón skilja KJARAMÁL Það tók æðsta stjórnanda Kaupþings aðeins 66 daga að vinna sér inn fyrir ævilaunum verka- manns árið 2006, samkvæmt upplýsingum ASÍ. Árs- laun stjórnanda Kaupþings voru á við árslaun 250 verkamanna árið 2006. ASÍ fjallar um ofurlaun í vorskýrslu hagdeildar samtakanna. Þar kemur fram að stjórnendur bank- anna skeri sig nokkuð frá stjórnendum annarra fyrir- tækja. Stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins fá marg- föld árslaun verkamanna í laun, að meðtöldum kaup- réttarsamningum og öðrum viðlíka fríðindum. Sé til dæmis miðað við 45 ára starfsævi fékk æðsti stjórn- andi Kaupþings milli fimm og sex ævilaun verka- manns í laun árið 2006. Launin hjá Kaupþingi voru heldur lægri í fyrra, á við 202 árslaun verkamanns, eða milli fjögur og fimm árslaun. Hjá Glitni fékk forstjóri bankans árslaun 151 verkamanns á síðasta ári, og árslaun 63 verkamanna árið á undan. Forstjóraskipti voru á síðasta ári, og fékk nýr forstjóri laun á við 99 árslaun verkamanna, eða ríflega tvenn ævilaun. „Þau fyrirtæki sem hér eru skoðuð eru í öllum til- vikum almenningshlutafélög og því má [...] velta því fyrir sér hvort það sé forsvaranlegt gagnvart hlut- höfum að greiða launakostnað á borð við þann sem hér hefur verið sýndur,“ segir í skýrslu ASÍ. - bj ASÍ birtir samanburð á ofurlaunum stjórnenda og árslaunum verkamanna: Ævistarfið unnið á 66 dögum LAUN ÆÐSTU STJÓRNENDA NOKKURRA FYRIRTÆKJA Reiknað í fjölda árslauna verkamanna Fyrirtæki 2006 2007 Glitnir 63 151/99* Landsbankinn 44 43 Kaupþing banki 250 202 Bakkavör 38 35 Exista 28 53 FL-Group 15 37 Eimskipafélag Íslands 7 15 Marel 14 24 Straumur Burðarás 25/18* 99 Heimild: ASÍ. *Skástrik skilur á milli forstjóra í fyrirtækjum sem skiptu um stjórnanda á árinu. ALÞINGI Formenn stjórnmálaflokk- anna munu í sumar reyna að finna viðunandi lausn á eftirlaunamál- inu. Geir H. Haarde forsætisráð- herra greindi frá því á Alþingi í gær. Sagði hann formenn stjórnar- flokkanna hafa rætt málið ítarlega upp á síðkastið og að formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafi tekið vel í málaleitan um samstarf. Er stefnt að því að leggja fram þingmál á haustþingi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt að samstaða náist um að leiðrétta mistök sem gerð hafi verið við setningu frumvarpsins árið 2003. Hún segir líklegt að afnema þurfi réttindi sem einhverjir hafi þegar áunnið sér, en ræða þurfi allar hliðar málsins í sumar. Um leið og Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti sig samþykkan þessari til- högun velti hann fyrir sér hvort heilladrýgst væri fyrir þingheim að kjararáð fjallaði um eftirlaun þingmanna í stað þeirra sjálfra. Ögmundur Jónasson, þing- flokksformaður VG, sagði tilhög- un formanna stjórnarflokkanna ömurlega tilraun til kattaþvottar. Fyrir þinginu lægi frumvarp Val- gerðar Bjarnadóttur sem rétt væri að greiða atkvæði um. Óttaðist hann að í sumar yrði reynt að halda í einhver þau sérréttindi sem núgildandi eftirlaunalög tryggi þingmönnum og ráðherr- um. - bþs / bj Flokksformenn reyni í sameiningu að finna viðunandi lausn á eftirlaunakjörum: Eftirlaunamálið rætt í sumar RÁÐHERRAR Formenn stjórnmálaflokk- anna munu að líkindum reyna að finna lausn á eftirlaunamálinu í sumar. DÓMSMÁL Verjendur tveggja af fjórum piltum, sem játað hafa á sig aðild að vopnuðu ráni í Sunnubúð við Mávahlíð, krefjast sýknudóms yfir skjólstæðingum sínum. Hinir tveir krefjast lægstu mögulegu refsingar. Við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær sögðu piltarnir allir að ránið hafi verið skyndihugdetta. Hvatirnar að baki ráninu hafi verið heimska og fíflaskapur. Þeir voru allir sextán ára þegar ránið var framið, í nóvember á síðasta ári. Þrír þeirra réðust inn í búðina vopnaðir öxi og stálkylfu, en sá fjórði beið í bílnum. - kg Segja ránið skyndihugdettu: Tveir af fjórum krefjast sýknu SVEITASTJÓRNARMÁL Tæplega fjórtán prósent borgarbúa bera mikið eða mjög mikið traust til Ólafs F. Magnússonar borgar- stjóra. Ólafur hefur ekki séð sér fært að svara spurningum Fréttablaðsins vegna þessa. Könnun á trausti borgarbúa til borgarstjóra var birt í Fréttablað- inu á þriðjudag. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir síðastliðna tvo daga hefur Ólafur ekki gefið kost á viðtali vegna niðurstöðunnar. Könnunin leiddi í ljós að rúmlega tveir þriðju hlutar aðspurðra sögðust bera lítið eða mjög lítið traust til Ólafs. - bj Könnun á trausti borgarstjóra: Borgarstjóri svarar ekki Fíkniefni fundust við húsleit í fjölbýl- ishúsi í Reykjavík í fyrrakvöld. Talið er að um sé að ræða 25 grömm af kókaíni. Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn vegna rannsóknar málsins. LÖGREGLUMÁL Tekinn með kókaín SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.