Fréttablaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 72
44 29. maí 2008 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Allt útlit er fyrir að þeir Viggo Morten- sen, Andy Serkis og Ian McKellen endurtaki hlutverk sín frá hinum vinsæla þríleik Peters Jackson eftir Hringadróttinssögu Tolkiens. Nú stendur fyrir dyrum að gera tvær kvikmyndir, eina eftir Hobbitanum, og eina sem tengir saman Hobbit- ann og Hringadróttinssögu. Mortensen mun væntanlega bara koma fram í seinni myndinni því eins og kunnugt er þá kemur persóna hans, Aragorn, ekki fyrir í Hobbitanum. Mexíkóski leikstjórinn Guillermo del Toro heldur um stjórnartaumana. Peter Jackson er að sjálfsögðu í framleiðendateym- inu og nú er verið að leggja lokahönd á handritin. Þremenningarnir Mortensen, Serkis og McKellen voru ákaflega eftirminnilegir sem Aragorn, Gollum og Gandálfur og væntanlega eiga margir erfitt með að ímynda sér einhverja aðra í hlutverki þeirra. SNÝR AFTUR Viggo Mortensen gæti snúið aftur í hlutverk Aragorns í Hobb- ita-kvikmyndum del Toro. Hetjur, af öllum stærðum og gerðum, eru og verða vinsælt umfjöllunarefni kvikmyndamanna í Holly- wood. CNN tók saman tíu mestu hetjurnar í kvik- myndasögunni og þar trónir á toppnum óvæntur sigur- vegari. Tvær konur eru á listanum. Athygli vekur að engin ofurhetja á sæti á lista CNN yfir tíu mestu hetj- ur kvikmyndasögunnar. Sem sagt enginn Superman, Batman eða Spiderman. Enda hafa þessar fíg- úrur svo sem gefið út yfirlýsingar þess efnis að þær séu hetjur sem standa í ströngu daginn inn og út og hafa í raun ekkert annað fyrir stafni en að vera hetjur. John McClane í líki Bruce Willis er ekki heldur á lista þótt hann hafi í fjór- gang bjargað Bandaríkjunum frá stórslysi. Bond og Indiana Listi CNN er fyrir margra sakir mjög merkilegur. Þar má finna James Bond í níunda sæti fyrir hetjudáðir sínar í Dr. No. Í umsögn CNN segir að fáir ef einhverjir hafi jafn lítið fyrir því að skella sér í blautbúning, bjarga heiminum og koma sér síðan aftur í smóking, allt á mettíma. Auk þess að fara alltaf heim með sætustu stelpunni af ball- inu. Ef marka má fréttir síðustu vikna þá er ljóst að Jodie Foster vill líka fara heim með sætustu stelpunni af ballinu en það er svo sem önnur saga. Persóna hennnar, Clarice Sterling, sem eltist við Buffalo Bill og Hannibal Lecter í Silence of the Lambs þykir hafa sýnt af sér fádæma hugrekki í baráttunni við kolgeðveika raðmorðingja. Meðal annarra sem skipa sér í sjö neðstu sætin má nefna hinn hefnigjarna Jason Bourne í meðförum Matts Damon og þá félaga Indiana Jones og Dirty Harry þótt meðöl þeirra og aðferðir eigi kannski ekki margt sameiginlegt og fjár- sjóðir þeirra ólíkir. Tíunda sætið er hins vegar öruggt í höndunum á Neo sem reif niður veggi Matrix-for- ritsins í fyrstu kvikmyndinni. Ef Wachowski-bræðurnir Andy og Larry hefðu ekki verið svona vit- lausir þá væri Neo eflaust ofar á lista en framhaldsmyndirnar tvær eru einfaldlega svo vondar að Neo og Keanu Reeves geta unað sáttir við sitt. Kona meðal þriggja efstu Topp þrjú sætin koma eflaust mörgum kvikmyndaáhugamannin- um á óvart. Enda væru sennilega margir búnir að gera sér upp fyrir- fram ákveðna skoðun á því að ein- hver ofurhetjan ætti nafnbótina skilið fyrir fórnfúst starf í dular- gervi. En svo er nú aldeilis ekki. Í þriðja sætinu situr geimfarinn Ellen Ripley, einhver mesta kven- hetja kvikmyndasögunnar sem slökkti allar vonir geimvera um að ná yfirráðum yfir mannkyninu með hinni ódauðlegu setningu: „Get a away from her, you bitch.“ Sig- ourney Weaver tók með þessu hlut- verki sínu af allan vafa að hún væri fremst meðal jafningja á níunda áratugnum en því miður hefur Weaver, líkt og svo margar konur í Hollywood, mátt þola öll þau innihaldsrýru hlutverk sem til eru handa miðaldra konum og nær sér í salt í grautinn með fremur lélegum myndum. Annað sætið er frátekið af sjálf- um Atticus Finch, lögfræðinginum réttsýna, sem neitaði að hlusta á háværa meirihlutann og varði svarta manninn, sem múgurinn vildi hengja án dóms og laga. Þessi aðalpersóna myndarinnar To Kill a Mockingbird í meðförum Gregory Peck er einhver áhrifamesta per- sóna kvikmyndasögunnar og ósjald- an er vitnað til afreka Finch í öðrum bíómyndum sem fæstar komast þó með tærnar þar sem meistaraverk Roberts Mulligan hefur hælana. Sigurvegari þessarar kosningar CNN er hins vegar verksmiðjueig- andinn Oscar Schindler úr magn- aðri kvikmynd Stevens Spielberg, Schindler‘s List. Liam Neeson er hreint út sagt magnaður í hlutverki Schindlers sem sér að þriðja ríkið er bæði ómannúðlegt og dýrslegt og leggur sig í mikla hættu til að koma í veg fyrir að þúsundir gyð- inga verði sendir í útrýmingarbúð- ir nasista. Þrátt fyrir að Schindler hafi verið drykkfelldur stríðs- mangari sem var veikur fyrir konum og háum fjárhæðum þá lét hann lesti sína ekki aftra því að gera allt sem í hans valdi stæði til að láta ekki starfsfólk sitt lenda í höndunum a nasistun- um. Schindler er mesta hetjan MESTA HETJAN Liam Neeson hefur sennilega ekki búist við því að Oscar Schindler yrði valin mesta hetja kvikmyndasögunnar MESTA KVENHETJAN Ellen Ripley er mesta kvenhetja kvikmyndasögunnar samkvæmt óvísindalegum lista CNN. Hún skýtur Indiana Jones, James Bond og Jason Bourne ref fyrir rass. RÉTTLÁTUR OG GÓÐUR Atticus Finch og frammistaða Gregory Peck situr lengi eftir og hann er „elsta“ hetja hvíta tjaldsins á lista CNN. Blásið verður til mikillar veislu í kvöld í Kringlubíói en þá keppa fimmtán íslenskar stuttmyndir um aðalverðlaun Stuttmyndadaga. Aðstandendur hátíðarinnar kynntu kvöldið í umferðarmiðstöð BSÍ í gær og þar kom fram að yfir fjöru- tíu stuttmyndir hefðu borist þetta árið. Dómefndin, skipuð þeim Mart- eini Þórssyni, Gunnari Birni Guð- mundssyni og Jóhanni Ævari Gríms- syni, hafði því úr nægu að moða þegar kom að því að velja fimmtán stuttmyndir inn í keppnina. Aðgangur í kvöld er ókeypis og hefst veislan klukkan sjö en verð- launin verða veitt í lok kvöldsins. Stuttmyndaveisla í Kringlubíói LOTR snúa aftur Í síðustu viku var það Indiana Jones handa karlpeningnum. En núna eru það þær Carrie Bradshaw, Miranda, Charlotte og Samantha sem eiga stóra sviðið í kvikmyndahúsum borgarinnar. Þessar fjórar konur hafa árum saman heillað sjónvarps- áhorfendur upp úr skónum í sjón- varpsþáttunum Sex and the City eða Beðmálum í borginni eins og RÚV þýddi heitið svo skemmti- lega. Hafi konurnar farið með semingi á miðaldra fornleifafræð- inginn má búast við svipuðum trega hjá karlpeningnum þegar húsfreyjan stingur upp á kvöld- skemmtun það kvöldið. Konurnar fjórar hafa lítið vitkast síðan aðdáendur þátt- anna skildu við þær. Carrie er alveg jafnleitandi og óviss um stóru ástina í sínu lífi; ólíkindatólið Mr. Big. Miranda á í svipuðum vanda- málum með ástarlífið og síðast, Charlotte hamast og hamast við að verða ólétt og Samantha er enn við sama heygarðshornið; táldregur táninga eins og Mrs. Robinson hér um árið. Áhorfendur fá að skyggn- ast inn í heim félagslífsins í New York og það hefur síður en svo dott- ið niður þrátt fyrir töluverða fjar- veru Beðmáls-drottninganna. Beðmálin í borginni komin til Íslands BEÐMÁLSSTÚLKURNAR Þær Carrie, Miranda, Samantha og Charlotte hafa litlu gleymt síðan þær voru á skjánum og glíma enn við sömu vandamál. HINAR ÚTVÖLDU FIMMTÁN Friðardúfan Leikstjórn: Grímur Jón Sigurðsson Post it Leikstjórn: Hlynur Pálmason Reflections Leikstjórn: Gísli Darri Halldórsson Kassinn Leikstjórn: Halldór Halldórsson og Helgi Jóhannsson Monsieur Hyde Leikstjórn: Vera Sölvadóttir Hux Leikstjórn: Arnar M. Brynjarsson Uniform Sierra Leikstjórn: Sigríður Soffía Níelsdóttir The Bird Watcher Leikstjórn: K. Newman Miska Leikstjórn: Grímur Örn Þórðarson Lion King and Vodka Leikstjórn: Sandra Guðrún Guð- mundsdóttir Smásaga: Leikstjórn: Magnús Unnar Fullkominn Leikstjórn: Baldvin Kári Svein- björnsson Morgunmatur Leikstjórn: Leó Ásgeirsson Ties Leikstjórn: Baldvin Kári Svein- björnsson Lumpy Diversity: Leikstjórn: Anna Hallin > ENGIN FRAMHALDS- MYND HJÁ MCGREGOR Ewan McGregor hefur útilokað að hann muni taka að sér hlutverk í framhaldsmynd af Trainspotting sem skaut honum upp á stjörnu- himininn. „Mér fannst seinni bók Irvines Welsh ekki góð; hún virkaði á mig eins og framhald af myndinni en ekki bókinni.“ ÆRIÐ VERKEFNI Þeir Marteinn Þórsson, Gunnar Björn og Jóhann Ævar þurftu að velja úr fjörutíu stuttmyndum og eru hér ásamt leikstjórum stuttmyndanna fimmtán.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.