Fréttablaðið - 03.06.2008, Page 19
ÞRIÐJUDAGUR 3. júní 2008 3
Fjöldi verðandi grunnskóla-
kennara útskrifast frá Kennara-
háskólanum í júní. Nemendur
á lokaári skólans hafa skrifað
lokaritgerðir sínar af krafti síð-
ustu mánuði og mörg forvitnileg
verkefni hafa litið dagsins ljós.
Meðal þeirra sem útskrifast frá
kennaraháskólanum í sumar eru
Birna Hjaltadóttir og Hulda Signý
Gylfadóttir, sem gerðu mynd-
skreytta barnabók. „Við ákváðum
að gera sögu sem væri engu öðru
lík. Bókin fjallar um einstaklinga
sem hafa ólíka eiginleika og ef þeir
sameina krafta sína geta
þeir leyst saman ýmis
verkefni,“ útskýrir
Hulda Signý.
Bókin hefur það
markmið að efla
félagsþroska og
samskiptahæfni
hjá börnum og
opna augu þeirra
fyrir því að allir hafi
yfir kostum að búa.
Bókin er hugsuð
fyrir yngstu stig
grunnskólanna og sem kennsluefni
í lífsleikni í gegnum leiklist.
„Bókinni fylgir þrjátíu blaðsíðna
kennsluhandbók þar sem sýndar
eru margar leiðir til
þess að kenna
innihald bók-
arinnar. Við
teljum að
bókin sé mjög
góð til þess að
efla samskipti og
félagsþroska og
sporna við einelti og
öðrum vandamálum
sem koma upp í skól-
um,“ segir Birna.
Draumur þeirra er að gefa
bókina út einn daginn enda hentar
hún afar vel til kennslu og öll börn
geta lært af innihaldi hennar.
mikael@frettabladid.is
Allir hafa einhverja kosti
Birna og Hulda voru sáttar við útkomuna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Barna-
bókin
ásamt kennslu-
handbókinni.
Meistaranám í haf- og
strandsvæðastjórnun
Meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun
býr nemendur undir að takast á við eitt af mest
knýjandi viðfangsefnum framtíðarinnar, nýtingu
og stjórnun auðlinda.
Kennsla fer fram á Ísafirði við Háskólasetur
Vestfjarða en námsleiðin er í samstarfi við
Háskólann á Akureyri.
Nánari upplýsingar: www.hsvest.is
Umsóknarfrestur: 5. júní 2008
Í samstarfi við:
Lj
ós
m
yn
d:
A
gn
es
G
ei
rd
al
Nú fer hver að verða síðastur að ná sér í Blaðbera
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Auglýsingasími
– Mest lesið