Fréttablaðið - 03.06.2008, Side 37

Fréttablaðið - 03.06.2008, Side 37
ÞRIÐJUDAGUR 3. júní 2008 Árið 2015 rennur út höfundarréttur á bók Adolfs Hitler, Mein Kampf, og verður þá leyfilegt að gefa hana út að nýju í Þýska- landi. Þarlend útgáfa og sala á bókinni hefur verið bönnuð síðan árið 1945, en bókin var skrifuð á árunum 1923-1924 og varð þvílík metsölubók á sínum tíma að Hitler varð milljónamæringur. Sem stendur eiga bæversk stjórnvöld ein rétt á útgáfu ritsins og hafa þau ítrekað lýst yfir andstöðu sinni við að bókin komi út að nýju. Skiptar skoðanir eru um hvernig beri að bregðast við útgáfutækifærinu. Oscar Schneider, fræðimaður við skjalasafnið í Nürnberg, hefur þrýst á bæversk stjórn- völd að veita leyfi til að gefa út sérstaka fræðilega útgáfu af bókinni sem fyrst. „Það er ljóst að þegar höfundarréttur bókarinn- ar rennur út munu hægrisinnaðir öfgamenn útbúa sérstakar áróðursútgáfur og dreifa þeim sem víðast. Því er mikilvægt að fræðaheimurinn verði fyrri til og hefji strax vinnu að útgáfu með ítarlegum útskýringum,“ segir Schneider. Aðrir fræðimenn taka í sama streng. „Önnur helstu rit nasistanna hafa þegar komið út í fræðilegum útgáfum og hafa ekki valdið neinum usla. Það er því tæplega hægt að réttlæta það að gefa ekki Mein Kampf út í fræðilegri útgáfu vegna ótta við að ritið innihaldi sérlega neikvæð skilaboð,“ segir prófessor Horst Möller, stjórnandi Sagnfræðistofnunarinnar í München. Óritskoðuð útgáfa af bókinni er Þjóðverj- um þegar aðgengileg á heimasíðum hægriöfgamanna. Þýsk yfirvöld hafa ekki heldur getað haft hemil á útgáfu bókar- innar erlendis; hún hefur verið þýdd á fjölda tungumála og hefur selst afar vel í hinum enskumælandi heimi sem og í arabalöndunum. - vþ Fræði hægja á öfgamönnum MEIN KAMPF Umdeild bók eftir Adolf Hitler hefur ekki verið gefin út í Þýskalandi ára- tugum saman. Lyf skipta sköpum! „Lyf eru nauðsyn í nútímasamfélagi!” „Í starfi mínu er ég daglega minntur á hve lífið er mikið kraftaverk og að það eru forréttindi að fá að vinna við að lækna og líkna. Vönduð og vel rannsökuð lyf skipta þar oft sköpum, bæði þau lyf sem byggja á gömlum og traustum þekkingargrunni og hin sem eru þróuð á grunni nútímaþekkingar í lyfjafræði og vísindalegri læknisfræði. Án lyfja hefði framþróun heilbrigðismála orðið með öðrum hætti. Mannkynið stæði verr. Að baki lyfjaframleiðslu liggur gífurleg vísinda- vinna til að tryggja að lyfin skili sem bestri verkun með fyrirsjáanlegum hætti. Lyf eru nauðsyn í nútíma þjóðfélögum og ein meginstoð öflugs heilbrigðiskerfis.“ Reynir Tómas Geirsson, prófessor/yfirlæknir, forstöðumaður fræðasviðs, Kvennasviði LSH. E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.