Fréttablaðið - 13.06.2008, Side 32

Fréttablaðið - 13.06.2008, Side 32
MORGUNMATURINN: Heima hjá mér í morgunsólinni á svölunum, gott kaffi og ristað brauð með íslenskum smjörva og danskri sultu. SKYNDIBITINN: Bagels corner. RÓMÓ ÚT AÐ BORÐA: Ég held ég velji bara Indian Taj restaurant á Jerne- banegade … ég elska indverskt:-) LÍKAMSRÆKTIN: Ég fer allra minna ferða á hjóli sem er frábær hreyfing og eitt skemmtilegasta sem ég geri er að hjóla um Kaupmannahöfn og skoða mannlífið. UPPÁHALDSVERSLUN: Ætli ég versli ekki mest í efnabúðunum Ita og Handler. En svo finnst mér alltaf gaman að taka rúnt í Illum, Magasin, Urban outfitters og H&M. Svo er haug- ur af flottum litlum hönnunar- og lífs- stílsbúðum sem gaman er að skoða úti um allt í litlu götunum í miðbænum. BEST GEYMDA LEYNDARMÁLIÐ: Frederiksberg have og Værnedams- vej sem er lítil æðisleg gata með fullt af sniðugum búðum og kaffihúsum. HVERNIG ER BEST AÐ EYÐA DEG- INUM: Að fara í „brunch“ í Valby með fjölskyldunni. Svo finnst okkur gaman að fara í dýragarðinn og þangað förum við oft. Einnig er gaman að fara í Fred- eriksberg have á leiðinni heim, en það er æðislegur garður við hliðina á dýra- garðinum. borgin mín KAUPMANNAHÖFN ANDREA MAGNÚSDÓTTIR, fatahönnunarnemi „Á morgun er alþjóðlegi prjóna- dagurinn haldinn hátíðlegur úti um heim allan en þetta er í fjórða sinn sem haldið er upp á þennan dag. Af því tilefni ákvað ég að taka mig til og skipulagði prjónauppák- omu í Hallargarðinum,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, masters- nemi i hagnýtri menningarmiðlun og prjónakona, en þetta er í fyrsta sinn sem haldið er upp á dag- inn hér á Íslandi með formlegum hætti. „Prjónaáhugafólk um heim allan er hvatt til að leggja sitt af mörkum og skipuleggja uppákomu í tengslum við daginn en alls er búið að skipuleggja í kringum 720 uppákomur á laugardaginn.“ Eftir að Ilmur lét berast út að hún ætl- aði að vera með prjónauppákomu í Hallargarðinum höfðu samband við hana tvær konur utan af landi sem sömuleiðis ákváðu að leggja sitt af mörkum. Dagurinn verður því haldinn hátíðlegur ekki bara í höfuðborginni heldur á landsvísu en samkomurnar verða á Bursta- felli á Vopnafirði og á pallinum á Hótel Lundi í Vík Mýrdal. „Mark- mið dagsins er að hvetja prjóna- áhugafólk til að koma út á meðal fólks með prjónana og gera um leið prjón sýnilegt fyrir almenn- ingi en það eru margir sem gera sér ekki grein fyrir því hversu vin- sæl iðja prjónið er,“ segir Ilmur og gerir ráð fyrir að margir muni koma í Hallargarðinn á laugardag- inn enda hefur prjónið sem slíkt endurnýjað lífdaga sína síðast- liðin ár og aldrei verið vinsælla. „Uppákoman hefst kl. 14 og mun standa til kl. 18. Við hvetjum fólk að koma vel klætt, með teppi, nesti, góða skapið og sjálfsögðu eitthvað á prjónunum eða aðra handavinnu með sér,“ en samkvæmt veður- spánni lítur út fyrir að veðurguð- irnir verði prjónadeginum hliðholl- ir. „Á meðan það rignir ekki verð- ur prjónað úti undir berum himni en annars munum við dreifa okkur á nærliggjandi kaffihús,“ segir Ilmur að lokum og hvetur prjóna- fólk til að stíga fram í dagsljósið og flagga þessari umhverfisvænu iðju. www.prjona.net Alþjóðlegur prjónadagur haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn á Íslandi Prjón og pikknikk Ilmur hlakkar mikið til morgundagsins en hún vonast til að sem flestir mæti og taki þátt í hinum alþjóðlega prjónadegi. Förðunarmeistarinn Judy Chin sá um að farða Söruh Jessicu Par- ker í nýjustu Sex and the City- myndinni. Judy notaði vörur frá ameríska snyrtivörufyrirtæk- inu MAC og þá aðallega power- point-augnblýant sem kallast En- graved, Blot-púður, Paint Pots á augun, Fluidline-ælæner og ma- skara sem kallast Mascara X. Þótt Judy Chin hafi laðað fram marg- ar mismunandi farðanir á meðan á tökum stóð þá reyndi hún allt- af að laða fram náttúrulega feg- urð og að útlitið væri afslappað, ekki of stíft. Hún lagði áherslu á augun með því að búa til sterka en jafnframt náttúrulega línu við augnhárin og rammaði augun alltaf inn með fallegum augnhár- um. Kinnarnar voru róslitaðar, varirnar mjúkar og húðin hafði náttúrulegan ljóma. Til að apa förðunarráð Judy Chin eftir er málið að setja augn- blýantinn í rótina á augnhárunum og dreifa vel úr honum og nota alltaf augnhárabrettara. Hún gætti þess vel að nota nægan ma- skara og greiddi svo úr augnhár- unum á eftir. Hún notaði krem- kinnalit svo hún gæti byggt litinn upp í lögum. Farðinn á húðinni var léttur og gaf húðinni raka- kenndan blæ, hyljari var notaður samhliða en einungis á þá staði þar sem hans var þörf. Svo notaði Judy Blot filmu til þess að draga úr gljáanum (dregur í sig olíu) eftir þörfum og púðraði einungis ef þess var þörf. Þess má geta að Sarah Jessica Parker er ekki eina stjarnan sem Judy Chin farð- ar því Jennifer Connelly, Rachel Weisz og Kirsten Dunst eru allar á listanum hennar. Málaðu þig eins og Carrie Hér sést hvernig Sarah Jessica Parker var förðuð fyrir brúðkaup sitt og Mr. Big. MYND/GETTYIMAGES 4 • FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.