Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.06.2008, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 13.06.2008, Qupperneq 34
Þú ert í barnaafmæli hjá litla frænda þínum og situr til borðs með barnaskara og foreldrum. Afmælistertan er borin á borð og afmælissöngurinn sunginn. Þú rýkur upp úr sætinu og biður alla að hætta að syngja enda sé söngur yfir matarboði feigð- arboð. Börnin skilja ekki neitt í neinu og hætta ekki söngnum, fullorðna fólkið lítur þig illu auga. Eina sem þú sérð í stöðunni er að hrópa „Eldur, eldur“ og áður en þú veist er barnagráturinn nú loksins búinn að yfirgnæfa sönginn. Þú hittir loksins þjónustufulltrúann þinn í bankanum til marga ára í eigin persónu. Hjarta þitt hættir að slá þegar þú sérð að hann er rauðhærð- ur og þú sem hefur treyst honum fyrir öllu þínu en samkvæmt hjátrúnni er rauðhærðum ekki treystandi. Þú biður um að skipta um þjónustufulltrúa hið fyrsta og eyðir næstu mánuðum í það að fara yfir bankamál síðustu ára, bara til að vera viss. Ef svartur köttur hleyp- ur í veg fyrir þig hrækir þú hugsanlega ekki bara einu sinni heldur þrisvar sinn- um til að afstýra ógæf- unni sem þetta tignarlega dýr getur haft í för með sér. Þessi athöfn gæti hreint ekki reynst heill- andi viðkynning á fyrsta stefnumóti. Því ættu hjátrúar- fullir frekar að hitt- ast í heimahúsi yfir heitu súkkulaði og rjóma, fjarri dýrum og mönnum. Þú hefur boðið vinum þínum í mat og yfir borðum fær einn matargestanna of- næmiskast og byrj- ar að hnerra. Þú bregst skjótt við og bætir við diski og bætir fram- lengingunni við borðið og pant- ar pitsu svo nóg sé handa öllum, því ef hnerrað er við matarborðið þýðir það aðeins eitt sam- kvæmt hjátrúnni: Von er á gesti! Hjátrú tengd föstudeg- inum þrettánda teyg- ir anga sína út um allan heim. Margir forðast þennan dag eins og heitan eldinn en aðrir kjósa að storka örlögun- um og jafnvel gifta sig á þessum blessaða degi sem ber upp á alman- akinu einu sinni til þri- svar á ári. En í hversu miklar gönur lætur þú hjátrúna hlaupa með þig? 7, 9, 13 … Þú gersamlega hatar þriðja aðilann í sam- bandinu þínu, tilvonandi tengdamóður þína. Hún ein stendur í vegi fyrir þér og ástinni í lífi þínu. Þú hefur sannfært kærastann um að hann verði að ganga aftur á bak þegar þið bregðið ykkur í stórmarkaði, göngutúr upp í Heiðmörk eða á pöbbarölt í miðbænum, því þeir sem ganga aftur á bak ganga foreldra sína í gröfina. Eftir nokkurra mánaða samband ákveður þú að komast að hinu eina sanna um ástmögur þinn. Þú býður honum í indverskan kvöldverð, leggur baldursbrá undir borðdúkinn en með því áttu að geta séð hvort viðkomandi er þér trúr og það veistu með vissu ef maturinn rennur ljúflega ofan í hann. Þegar ástsveininum svelgist á log- andi heitum tandoori-kjúklingum veistu að hann er svikull og ekki þín virði. Þú hættir með honum á stundinni og segir honum að þú vitir upp á hann skömm- ina, hann skilur ekki neitt í neinu en þú ein veist að þú ert að gera rétt. Opið föstudag 11-18.30 laugardag 11-17 „Okkur langaði að styrkja ungl- ingamenningu hér í Mosfells- bæ og ákváðum að halda tón- leika í Álafosskvosinni á morgun þar sem níu hljómsveitir skipað- ar ungum og efnilegum tónlistar- mönnum munu koma fram,“ segir þáttarstjórnandinn Kolfinna Bald- vinsdóttir en hún situr í stjórn Var- mársamtakanna sem skipuleggja tónleikana með íbúum í Álafoss- kvos. „Það er mjög mikilvægt fyrir bæjarsamfélagið að skipuleggja við- burði sem þennan og þjappar bæj- arbúum enn frekar saman en Mos- fellsbær ákvað að veita okkur styrk til að standa straum af kostnaði við smíði á tónleikasviði og hljóðkerfi,“ segir Kol finna og bætir því við að einn íbúi Álafosskvosarinnar hafi tekið sig til og smíðað sjálft svið- ið. „Samkvæmt veðurspánni virð- ist veðrið ætla að vera okkur hlið- hollt og sé tekið mið af aðsókn fyrri ára á þá menningarviðburði sem við höfum haldið eigum við von á mikl- um mannfjölda á morgun,“ segir Kol finna að lokum og vonast til að sjá sem flesta. Tónleikarnir standa frá kl. 16 til 20 og aðgangur er ókeypis en veitingar verða seldar á vægu verði. bergthora@frettabladid.is HALDA ÚTITÓNLEIKA Í ÁLAFOSSKVOSINNI Á MORGUN Kolfinna Bald- vinsdóttir situr í stjórn Varmár- samtakanna sem skipuleggja útitónleikana með íbúum Álafosskvosar- innar. Ungir tónlistarmenn skipa hljóm- sveitirnar sem leika í Álafosskvos- inni á morgun. Hljómsveitirnar sem fram koma eru The Nellies, Sleeps Like an Angry Bear, Hreindís Ylva, Abominor. SHOGUN, Unchastity, Gummzter ásamt Hauki 270, Blæti, Bob Gillan og Ztrandverðirnir. 6 • FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.