Fréttablaðið - 13.06.2008, Side 56

Fréttablaðið - 13.06.2008, Side 56
heima gleði og glysgjörn húsráð Donald Trump á arinhillunni É g hef oft heyrt um fólk sem þorir hrein- lega ekki út úr húsi beri þrettánda dag mánaðarins upp á föstudag vegna ótta um að eitthvað hræðilegt gæti komið fyrir það. Sjálf er ég ekki sérlega hjátrúarfull þótt ég hafi tekið mínar andlegu syrpur á unglingsár- um. Það var þó aðallega út frá ástarpælingum enda hélt maður í þá daga að hægt væri að sál- greina menn út frá stjörnumerkjabókum. Gall- inn var hins vegar sá að gæjarnir voru yfirleitt búnir að finna sér aðrar kærustur á meðan ég sat sveitt við að reikna út persónuleika þeirra samkvæmt leiðbeiningum sem voru aftast í bókinni. Ég verð þó að játa að á dögunum velti ég því fyrir mér hvort örlaði kannski á pínulítilli hjátrú hjá sjálfri mér þegar ég rakst á myndina af Donald Trump þegar ég var að taka til í skúffum heimilisins. Sagan af mynd- inni af auðkýfingnum byrjaði fyrir tæpum tveim- ur árum þegar húsbóndinn á heimilinu ákvað að kanna hversu vel húsmóðirin þekkti sitt eigið heimili. Húsbóndinn hafði tekið eftir því að á arinhillunni var auður rammi og í einhverju flippi klippti hann út mynd af Donald Trump og setti í auða myndarammann. Það er kannski ekki hægt að undrast það en ég var búin að vera heima í um það bil átta mínútur þegar ég tók eftir glæpnum. Í stað þess að fleygja mynd- inni úr rammanum ákvað ég að hafa Trump á arinhillunni því ég var stað- ráðin í því að vera hans væri ávísun á velmegun. Þegar vinir og vanda- menn komu í heimsókn helltust yfir okkur spurningar um þennan dular- fulla mann á arinhillunni, einhverjir könnuðust við kauða á meðan aðrir spurðu hver þessi frændi minn væri aftur því hann væri svo kunnuglegur. Eftir jólin þegar ég var að tína saman jólaskrautið ákvað ég að hressa aðeins upp á „dekkóið“ og fjarlægði herra Trump úr rammanum og setti brúðkaupsmyndina af okkur hjónum í staðinn. Ekki veit ég hvort Trump er jafn áhrifamikill og haldið er fram en mér finnst merkilegt að um leið og hann hvarf af arinhillunni heima hjá mér þá fór allt á aðra hliðina í þjóðfé- laginu. Krónan féll, vextir hækkuðu, húsnæðismarkaðurinn hrundi og olíu- verð náði sögulegu hámarki. Þegar ég hnaut um myndina af Trump vini mínum í vikunni sá ég að myndin yrði að komast aftur á arinhilluna hið snarasta, ekki þó vegna þess að hann væri svo ofurfagur og mikið stofu- stáss. Heldur vegna peningaheilsu þjóðarinnar og fyrir alla þá sem elska kampavín, kraftmikla bíla, kavíar og enda- laust góðæri. Það sakar að minnsta kosti ekki að prófa. Þ að er kannski skiljanlegt að fólk endurnýi ekki bað- herbergið sitt á hverju ári því það er líklega ekki hægt að upplifa meira rask en þegar öllu er breytt á baðinu. Í dag kveður við nýjan tón í ný- hönnuðum baðherbergjum. Hin óbaðherbergislegu baðherbergi eru að taka við af hefðbundnum þar sem allt átti að vera flísalagt í hólf og gólf, með skápasam- stæðu í kringum vaskinn. Það þýðir þó alls ekki að hafa bað- herbergið svo arfasmart að ekki sé pláss fyrir praktíska hluti. Í dag ber töluvert á því að baðher- bergi séu eingöngu flísalögð að hluta til, aðallega í kringum bað kar og sturtu og svo er svokölluð sundlaugarmálning (fæst í Slipp- félaginu) notuð á aðra veggi. Þegar kemur að fúgum á milli flísanna er stranglega bannað að hafa þær áberandi, flísarnar eiga helst að mynda eina heild og þar fyrir utan er ekkert gaman að þrífa skítugar fúgur. Stór- ir speglar eru áberandi og lýs- ingin á að vera flauelsmjúk svo við tökum okkur vel út þegar við fækkum fötum á þessum heil- aga stað. Innfelldir skápar hafa tekið við af skápasamstæðum og mikið er lagt upp úr því að bað- herbergin séu þrifaleg og hrein. martamaria@365.is Hvernig viltu hafa baðherbergið þitt? Ný baðáhrif Korkurinn er kominn aftur. Svona vilja Ítalarnir hafa baðherbergin, svolítið retró og kósý. MYND/MARTA MARÍA Hver er ekki búinn að fá leiða á hefð- bundnum handklæðaofni sem er oftar en ekki eins og illkynja æxli inni á bað- herberginu. Hér er frábær lausn á handklæðaofnum. MYND/MARTA MARÍA Hér sést vel hvernig hægt er að leika sér með lýsingu. MYND/MARTA MARÍA Prófaðu að setja stofulampa inn á bað og sjáðu hvernig það kemur út. Takið eftir speglinum, hann hangir niður úr loftinu og er festur með vír. Frístandandi vaskar eru mikið í tísku núna. Þessi er frá Alessi. Er svart klósett ekki hámark smartheitanna? Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is Onion snið fataefni Dalvegi 18, Kóp. Sími 568 8500 www.föndra.is opið 10-18 virka daga, lokað laugardaga í sumar. KRÓKÓDÍLAFLÍSAR Hvernig væri að hugsa út fyrir rammann og flísaleggja einn vegg í stofunni eða allt baðherbergið með krókódílamynstursflísum? Þess- ar eru nýlentar í Álfaborg og sanna það að dýramynst- ur eiga svo sannarlega heima inni á heimilum. Svalara getur það varla orðið. Eitt af best geymdu leyndarmálunum í Epal er Bestlite lampinn. Hann er fágaður og einfaldur en samt svo ógurlega smart og fer vel inn á hvert heimili. Hann er til í ýmsum myndum, sem stand- lampi, borðlampi, loftljós og svo eru til nokkrar tegundir af veggl- ömpum. Það er til dæmis mjög fallegt að hafa mörg Bestlite ljós yfir borðstofuborðinu til að fá öðruvísi fíling nú eða að festa lampann upp á vegg. BESTLITE INN Á HVERT HEIMILI 12 • FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.