Fréttablaðið - 15.06.2008, Page 62

Fréttablaðið - 15.06.2008, Page 62
22 15. júní 2008 SUNNUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Hmm, nú þarf ég að bæta eggjum út í... Hvílík klípa!! Af hverju er ekki sama verð á þessum Viggó- bókum? 2. upplag! 9. upplag! Hvar finn ég Elton John? Undir V! Fyrir vafasamt! Almáttugur. Ég kann þetta! Aðrir geta séð um sitt! Að selja teiknimyndir og plötur er nákvæmlega sú ábyrgð og þær skuldbindingar sem ég var skapaður til að takast á við! Ja hérna! Af hverju er mér alltaf svona óglatt? Ef ég væri geim- vera myndi ég taka hausinn á þér fram yfir akur. Kunnugleiki?Spurningin er, af hverju ég?Geimverurnar eru komnar og þær hafa valið höfuðið mitt sem höfuðstöðvar sínar! Ég er að segja ykkur að ég er með akurhringi í hárinu! Hvers kyns býli er þetta?!?Ert þú kýrin sem hoppaði yfir tunglið? Ert þú gæsin sem verpti gulleggi? Ooorg! Ooorg! Oorg! Þetta er rétt hjá ykkur... Hún er að kalla á mig Getum við rætt þetta seinna? Þetta er uppá- haldsauglýsingin okkar. Hún er að kalla á hvern sem er sem er tilbúinn til að hætta því sem hann er að gera og athuga hvort að hún sé hrein, södd og líði vel og... Hún er ekki að kalla á mig! Orrg! Ooorg! Orrg! Oorg! Mamma, Lóa er að kalla á þig. Staðalímyndir eru frek- ar fyndið fyrirbæri. Það er alveg magnað hvernig hægt er að dæma manneskjur án þess að þekkja þær nokkuð og flokka fólk í hópa eftir kúnstarinnar reglum. Reyndar getur það farið mikið í taugarnar á mér þegar fólk reynir að flokka mig eða dæma mig, en ég veit samt alveg að ég ger- ist stundum sek um það líka. Staðal- ímyndir gera heiminn svarthvítan. En ef það er eitthvað sem mér finnst sérstaklega óþolandi við staðal ímyndirnar, þá eru það þær sem er haldið að börnum. Ég var hressilega minnt á það með fréttum af barnaboxum hjá McDonald‘s, þar sem fótboltamyndir eru ætlaðar strákum og dansdót einhvers konar ætlað stelpum. Reyndar fylgdi með að stelpur mættu alveg fá „stráka- dótið“ og öfugt, en skiptingin var samt ljós. Þegar svona löguðu er haldið að litlum börnum allt frá fæðingu er ekkert skrýtið að það hafi áhrif á þau. Þau eru bara börn sem eru að verða að manneskjum og allt sem þau sjá, upplifa og það sem þeim er kennt kemur til með að móta þau. En hvers vegna ættu stelpur ekki að mega leika sér með „strákadót“ og strákar með „stelpudót“? Heldur fólk í alvörunni að ef sonurinn leikur sér með dúkkur, eða dóttirin vill vera í fótbolta, þá sé eitthvað að? Að sonurinn verði þá of kven- legur eða dóttirin of karlmannleg? Að stelpur geti bara haft áhuga á ákveðnum hlutum og strákarnir einhverjum allt öðrum og það geti alls ekki skarast? Að heimurinn sé svo svart hvítur? Ég trúi því allavega ekki að þess- ar staðalímyndir eigi rétt á sér. Ég hef til dæmis haft áhuga á fótbolta frá því að ég var lítil og ef mér hefðu boðist fótboltamyndir á McDonald‘s í þá daga hefði ég eflaust fengið mér þær. Áður en að þessu kom var ég þó farin að ganga í kjólum við sem flest tækifæri. Það að horfa á og æfa fótbolta breytti því ekkert. Ég gat alveg gert bæði „strákalega“ og „stelpulega“ hluti. Heimurinn er nefnilega allt annað en svarthvítur. STUÐ MILLI STRÍÐA Heimurinn er ekki svarthvítur ÞÓRUNN ELÍSABET BOGADÓTTIR VEIT AÐ HEIMURINN ER Í MÖRGUM LITUM Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey tið . Æ V I N T Ý R A M Y N D S U M A R S I N S F R U M S Ý N D 1 8 . J Ú N Í SENDU SMS BTC NA2 Á NÚMERIÐ 1900 VINNINGAR: BÍÓMIÐAR, TÖLVULEIKIR, VARNINGUR TENGDUR MYNDINNI, DVD MYNDIR OG FLEIRA HVER VINNUR! 9. SJÁÐUMYNDINASPILAÐULEIKINN Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.