Fréttablaðið - 21.06.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.06.2008, Blaðsíða 2
2 21. júní 2008 LAUGARDAGUR „Ólafur, er miðborgin orðin óttalegur gæsluvöllur?“ „Já, við þurfum að passa miðborgar- börnin okkar.“ Reykjavíkurborg hefur samið við Öryggis- miðstöðina um að sinna gæslu í mið- borginni að nóttu til um helgar. Það mun kosta borgina 300 þúsund krónur hverja helgi. Ólafur F. Magnússon er borgarstjóri í Reykjavík. FÓLK Árlegt Akureyrarhlaup er í dag. Meðal þeirra sem taka þátt er Rannveig Oddsdóttir kennari, sem er komin átta mánuði á leið en lætur það ekki aftra sér frá því að leggja í tíu kílómetra hlaupið. „Þetta er þriðja barnið mitt og ég hef alltaf stundað hlaup á meðgöngunum en þó dregið úr því á síðasta mánuði,“ segir Rannveig. Hún kveðst hafa heyrt ýmsar sögur um skaðsemi hlaups þegar svona standi á; að fæðingin gæti orðið erfið og barnið óvært af of miklu adrenalíni. Engar hrakspár hafi þó staðist. Rannveig hefur síðustu tólf ár tekið þátt í almenn- ingshlaupum, aðallega hér á landi en einnig í Rúanda 2005. „Ég hef þörf fyrir að hreyfa mig og finnst fátt koma í staðinn fyrir hlaupið. Útiveran er svo mikilvæg. Ég hleyp samt ekki á hverjum degi núna, heldur svona þrisvar í viku og hjóla og syndi hina dagana. Margir dást að því að ég skuli hlaupa alla meðgönguna en mér finnst eiginlega erfiðara að sleppa því.“ - gun Stefnir að tíu kílómetra hlaupi í Akureyrarhlaupinu sem er í dag: Hleypur á steypirnum HLAUPADROTTNING Rannveig er létt á sér þó aðeins mánuður sé eftir af meðgöngunni. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS HEILBRIGÐISMÁL Bandarískum vísindamönnum hefur tekist að lækna sortuæxli manns með klónuðum frumum úr hans eigin líkama. Þeir tóku hvít blóðkorn úr blóði mannsins, ræktuðu þau í miklu magni og komu þeim aftur fyrir í líkama manns- ins. Að tveimur mánuðum liðnum höfðu blóðkorn- in ráðið niðurlögum æxlisins. Fréttastofa BBC greinir frá þessu. „Þetta er spennandi, en hafa þarf í huga að aðeins er um einn sjúkling að ræða,“ segir Magnús Karl Magnússon, sérfræðingur í blóðmeinafræði. Ár eða áratugir geti verið í að meðferð af þessu tagi verði almenn. - gh Bandarísk rannsókn: Klónfrumur lækna æxli SORTUÆXLI ALÞINGI Almannavarna- og öryggismálaráð undir formennsku forsætisráðherra verður sett á fót samkvæmt nýjum lögum um almannavarnir sem tóku gildi í gær. Umsýsla og undirbúningur funda ráðsins verður í höndum dómsmálaráðherra. Lögin voru samþykkt á síðasta degi Alþingis í vor og er markmið þeirra að styrkja forvarnir gegn vá og bæta viðbrögð allra aðila á hættustundu. Ríkislögreglustjóri mun hafa yfirumsjón með almannavarna- og öryggismálum á landinu öllu og er honum veitt heimild til stofnunar tímabundinnar þjónustu- miðstöðvar vegna hættu. Þá er ríki og sveitarfélögum skylt að gera viðbragðsáætlanir. - ges Almannavarnalög taka gildi: Öryggismálaráð sett á fót NÁTTÚRA Draumur Sævars Einars- sonar, bónda á Hamri í Hegra- nesi, virtist ætla að verða að veru- leika á fimmtudag þegar grunur vaknaði um að þriðji ísbjörninn í mánuðinum væri staddur hér- lendis. Sævar dreymdi fyrir þremur ísbjörnum í upphafi mán- aðarins. Meintur björn reyndist hins vegar vera hross. Það voru tveir pólskir ferða- menn sem tilkynntu lögreglu að þeir hefðu séð spor eftir björn á Hveravöllum, sem eru uppi á miðju hálendi. Þeir sögðust þekkja sporin þar sem bjarndýr væru algeng í Póllandi. Tugir leitar manna könnuðu svæðið í gær, og þegar sporin loks fundust var kveðið upp úr með það að þau væru eftir hestshófa. Sævar dreymdi fyrir þremur bjarndýrum tveimur nóttum áður en fyrsti björninn fannst á Skaga 3. júní. „Þeir voru bara á vappi hérna á hlaðinu hjá mér,“ segir Sævar, og bætir við að þeir hafi rifið í sig eina af kindum hans. Sævar er almennt ekki sérlega berdreyminn og því kom það honum á óvart þegar fyrsti björn- inn fannst, tveimur dögum eftir drauminn. Honum var svo öllum lokið þegar annar björninn fannst. „Þá var þetta nú orðin dálítið mikil tilviljun, fannst mér,“ segir hann. Sævar segist ekki hafa trúað því að þriðji björninn væri á rölti við Hveravelli. En á hann enn von á þeim þriðja? „Ég veit það satt að segja ekki. Það er ómögulegt að segja.“ - sh Draumur Sævars Einarssonar bónda um þrjá ísbirni rættist ekki í gær: Þriðji ísbjörnin breyttist í hest EKKI ÍSBJÖRN Hesturinn skildi eftir sig stór spor í blautri jörðinni. MYND/ÍSHESTAR UMHVERFISMÁL Ónæði af skemmti- stöðum í miðborg Reykjavíkur hefur aukist eftir að reykingabann á stöðunum tók gildi síðastliðið sumar að sögn Rósu Magnúsdóttur, sviðsstjóra hjá Umhverfiseftirliti Reykjavíkurborgar. Mest er kvartað undan skemmti- stöðum nærri íbúðarbyggð og er svæðið við Laugaveg, Vegamóta- stíg, Klapparstíg og Bergstaða- stræti sérstaklega viðkvæmt vegna fjölda skemmtistaða á litlu svæði nærri íbúabyggð. Jafngildishljóðstig mældist yfir sextíu desibel utandyra við Kaffi- barinn í byrjun júní. Hávaðinn var mældur við húsvegg nærliggjandi húss og er sambland af tónlist innan- dyra á barnum og skvaldri í fólki utandyra við staðinn. Mælingar á Vegamótastíg, þar sem skemmtistaðirnir Vegamót og Ölstofa Kormáks og Skjaldar eru til húsa, hafa gefið svipaðar niður- stöður og var jafngildishljóðstig mælt nærri sjötíu desibel þar í febrúar. Til viðmiðunar er að hávaði við húsvegg utandyra fari ekki yfir fjörutíu desibel. Hækkun um hvert stig á kvarðanum er umtalsverð hávaðaaukning og því meiri eftir því sem hærra dregur á kvarðan- um. „Hávaði yfir sextíu desibelum er miklu meiri hávaði en viðmiðunar gildið,“ segir Rósa. Hávaði innandyra á Kaffibarnum mældist einnig mikið yfir viðmið- unarmörkum. Háværasta hljóðbil var 125 desibel en miðað er við að það fari ekki yfir 110 desibel á stöð- um þar sem fólk dvelur skamman tíma. Þetta er sambærilegur hávaði við rokktónleika og nóg til þess að valda heyrnarskemmdum samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, sem miðar jafnframt við að svefnró sé raskað við 45 desibela jafngildis- hljóðstyrk fyrir utan svefnherbergis- glugga. Óljóst er hver ber ábyrgð á hávaða í skemmtistaðagestum utan við stað- inn, að sögn Óskars Sigurpálssonar, varðstjóra hjá lögreglunni í Reykja- vík. Ef kvartanir um hávaða berist ítrekað og ekki sé brugðist við geti skemmtistaðir misst leyfi sín. Þorsteinn Stephensen, eigandi Kaffibarsins, segir að þegar hafi verið gripið til aðgerða og verið sé að vinna að lausn í góðu samstarfi við nágranna. Til að mynda hafi verið keyptur styrkleikamælir á barinn auk þess sem hátalarar hafi verið færðir úr stað í því skyni að minnka hávaða sem berist frá staðnum. helgat@frettabladid.is Hávaði keyrir um þverbak eftir bann Hávaði mælist langt yfir mörkum við skemmtistaði í Reykjavík. Hávaði innan- dyra eins og á rokktónleikum. Ónæði jókst eftir að reykingabann tók gildi. SKEMMTANALÍF Á VEGAMÓTASTÍG Hávaði hefur mælst langt yfir mörkum við skemmtistaði við Bergstaðastræti og Vegamótastíg. Ónæði hefur aukist eftir að reykingabann tók gildi. ÚTIVIST Ólafur F. Magnússon borgarstjóri veiddi fyrsta laxinn úr Elliðaánum í gær. Borgarstjóri hóf veiðina venju samkvæmt klukkan sjö og landaði innan stundar sex punda hrygnu. Ólafur var glaðbeittur að verkinu loknu og sagðist reikna með því að þetta hvetti hann til meiri útivistar. Ingólfur Örn Þorbjörnsson, formaður Landssambands stangveiðifélaga, er bjartsýnn á veiðisumarið. Hann sagði í gær að það liti út fyrir að fiskurinn kæmi betur haldinn og stærri en sést hefði undanfarin ár. Allt að sextíu þúsund manns stunda stangveiði hérlendis á einn eða annan hátt og geta því margir glaðst yfir þessum góðu fréttum. - ges Útlit fyrir gott veiðisumar: Ólafur náði fyrsta laxinum ÓLAFUR F. MAGNÚSSON Með hrygnuna góðu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SVEITARSTJÓRNIR Hveragerðisbær verður að greiða ríkissjóði bætur eins og öðrum veiðiréttarhöfum eftir að klór frá sundlaug bæjarins drap stóran hluta af fiskistofnun Varmár í fyrrahaust. Bréf þessa efnis barst frá fjármálaráðuneyt- inu til bæjaryfirvalda sem báðu ríkið að falla frá kröfum. Ríkið á lönd sem liggja að Varmá. Ekki er ljóst hversu háar bætur muni þurfi að greiða. Bæjarráð Hveragerðis fól á fimmtudag Aldísi Hafsteinsdóttur að halda áfram að vinna að samkomulagi um málið milli Veiðifélags Varmár og Þorleifslækjar og Hveragerðis- bæjar. - gar Klórslysið í Varmá: Ríkið neitar að gefa eftir bætur MENNTUN Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, veitti í gær í fyrsta sinn styrki úr Afreks- og hvatningarsjóði háskólans á Háskólatorgi. 25 nemendur hlutu styrkinn sem nemur þrjú hundruð þúsund krónum auk þess sem skráningar- gjöld við háskólann eru felld niður. Við val á styrkþegum var litið til árangurs á stúdentsprófi en einnig til virkni í félagsstörf- um, listum og íþróttum. - gh Afreks- og hvatningarsjóður: Stúdentar í HÍ verðlaunaðir „Ástandið er algjörlega óviðun- andi,“ segir Árni Einarsson, íbúi á Laugavegi við Vegamótastíg. „Umgengni viðskiptavina skemmtistaða og tillitssemi hefur versnað mikið ár frá ári og keyrði um þverbak þegar reykingabann á skemmtistöðum tók gildi.“ Árni segir mesta ónæðið hljótast af opnun skemmtistaða fram eftir nóttu. „Við erum ekkert að biðja um neina kyrrðardaga í miðborginni, bara að eftir klukkan þrjú að nóttu sé sjálfsagður réttur okkar virtur.“ ÓVIÐUNANDI ÁSTAND SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.