Fréttablaðið - 21.06.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.06.2008, Blaðsíða 6
6 21. júní 2008 LAUGARDAGUR FLÓTTAMENN Fjöldi manns var samankominn á Akranesi í gær, á alþjóðadegi flóttamanna. Thomas Straub, fulltrúi skrifstofu Flótta- mannastofnunar Sameinuðu þjóð- anna, flutti ávarp, sem og Gísli S. Einarsson bæjarstjóri. Straub hafði fyrr um daginn afhent Birni Bjarnasyni, dóms- og kirkjumálaráðherra, fyrsta eintakið af Handbók Flótta- mannastofnunar Sameinuðu þjóð- anna um réttarstöðu flóttamanna í íslenskri þýðingu. Straub tiltók sérstaklega þakklæti í garð Akur- nesinga fyrir að taka á móti hópi flóttafólks nú í haust. „Fólkið sem kemur í haust er í hópi þeirra sem við sárustu neyðina búa. Hlýhugur Akurnesinga í þeirra garð er því mikils metinn og ég vona að vel verði tekið á móti því þegar það kemur,“ sagði Straub. Um fjörutíu milljónir manna um allan heim hafa hrakist frá heimkynnum sínum vegna átaka, ofbeldis eða annars. Af þeim eru tæplega tólf milljónir flóttamanna í öðru landi, en um 26 milljónir eru á vergangi innan eigin landa- mæra. Á alþjóðadegi flóttamanna, er vakin sérstök athygli á aðstæð- um þessa fólks um gjörvallan heim. Á Akranesi gafst fólki kostur á að kynna sér ferlið sem flóttafólk þarf að ganga í gegnum áður en því er veitt hæli í öðru landi og bragða á þeim mat sem flótta- fólkið nærist á. - kóp Fulltrúi Flóttamannastofnunar SÞ á Alþjóðadegi flóttamanna: Þakklátur Akurnesingum FULLTRÚI SÞ Skilaði þakklæti Samein- uðu þjóðanna til Akurnesinga. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR OSLÓ, AP Óttast er að lítil flugvél með þrjá menn innanborðs hafi hrapað úti fyrir Björgvin í gærmorgun. Norska strandgæslan hafði flugvélina á leigu og var hún yfirleitt notuð til eftirlits með norskum hafsvæðum. Þegar vélin hvarf var hún hins vegar í æfinga- flugi sem tengdist gæslunni ekki. Leit að vélinni hófst þegar í stað. Þrjár þyrlur og skip leituðu vélarinnar þar til brakið fannst í slæmu veðri um fimmtán kílómetra úti fyrir ströndinni skömmu fyrir hádegi, að því er fram kemur á vef norska Aften- bladet. - ht Lítil flugvél hrapar í Noregi: Brak fannst úti fyrir Björgvin UMHVERFISMÁL „Kópavogsbær losar reglulega úr skolprásar- kerfi sínu í Skerjafjörðinn,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, sem í nýlegri meistarprófsritgerð sinni í umhverfis- og auðlinda- stjórnun við Háskóla Íslands fjallar um Skerjafjörðinn, ástand hans, stjórnun og sjálfbæra nýt- ingu. Fimm sveitarfélög eiga land að Skerjafirðinum. Sigríður segir löggjöf um skolprásir kveða á um að í neyðartilvikum megi dæla allt að fimm prósentum af skolpinu út í sjó. „Fjögur sveitar- félaganna nota þetta bara í ýtr- ustu neyð, eins og þegar kerfin yfirfyllast í vatnsveðrum, en Kópavogsbær gerir í raun ráð fyrir að nota þessi fimm pró- senta mörk. Þannig að einu sinni í viku dæla þeir út úr skolprás- unum út á miðj- an Kópavog,“ segir Sigríður. „Þetta þynn- ist náttúrlega talsvert en er samt óviðun- andi.“ Hún bætir við að þrátt fyrir mengunarmæl- ingar í Nauthólsvíkinni sé fólk einnig að leik í sjónum utar í firð- inum. Sigríður segir mögulegt að leysa málið. „Það kostar svolítið en mér virðist sem það sé við- horf bæjaryfirvalda að láta þetta ganga svona.“ Sigríður segir fólk geta veikst heiftarlega af völdum saurgerla- sýkinga (kólígerla). „En þar fyrir utan held ég að foreldrar þeirra barna sem stunda sjóböð og sigl- ingar þarna fyrir utan vilji vera lausir við svona mengun.“ „Ég kannast ekki við þetta,“ segir Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi. „Á öllum dælustöðvum er yfirfall, ef eitt- hvað kemur upp á.“ Þá segir hann dælustöðvar Kópavogs ekki orðnar of litlar, þrátt fyrir mikla fjölgun íbúa að undanförnu. „Við erum með tvær stöðvar hjá okkur, aðra við Hafnarbraut og hina við Sunnubraut sem er ekki fullnýtt.“ „Við erum að mæla of mikla mengun,“ segir Páll Stefánsson hjá heilbrigðiseftirliti Hafnar- fjarðar- og Kópavogssvæðis. Sem dæmi mældust 16.000 saur- gerlar í 100 millilítra sýni sem tekið var í fjörunni við dæluhúsið í Fossvogi hinn 29. ágúst í fyrra. Samkvæmt reglugerð á magn saur- gerla að vera innan við 1.000 gerlar í hverjum 100 millilítrum utan þynningarsvæðis en minna en 100 gerlar í hverjum 100 millilítrum ef um útivistarsvæði er að ræða. Hjá Umhverfis- og samgöngu- sviði Reykjavíkur fengust þær upplýsingar að stöðugt væri fylgst með ástandi mengunarmála. Bæði heilbrigðiseftirlit og fráveita Orku- veitunnar ynnu slíkar mælingar og Ylströndin í Nauthólsvík hefði meðal annars fengið Bláfánann til staðfestingar því að mengunarmál væru þar í góðu lagi. olav@frettabladid.is Kópavogsbær dælir skolpi í Skerjafjörð Kópavogsbær dælir reglulega úr skolprásarkerfi sínu út í Skerjafjörðinn. Bæjarstjóri kannast ekki við málið. Samkvæmt mælingum heilbrigðiseftirlits er saurgerlamengun í Fossvogi langt yfir mörkum. NAUTHÓLSVÍK OG SKERJAFJÖRÐUR Örverumælingar Orkuveitunnar sýna að vatn á ylströndinni í Nauthólsvík stenst bæði íslenskar kröfur og kröfur EES fyrir baðvatn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Kópavogslækurinn og Fossvogs- lækurinn eru einnig mjög mengaðir,“ segir Sigríður Ólafsdóttir. „Það er talað um óviðunandi ástand ef það eru yfir þúsund saurgerlar í hundrað millilítrum en þarna eru toppar sem sýna fjörutíu til hundrað þúsund kólígerla í hundrað millilítrum.“ Sigríður telur þetta óviðunandi þar sem lækirnir renna í gegnum útivistarsvæði. „Lækur sem rennur í gegnum byggð verður í eðli sínu alltaf eitt- hvað mengaður en það er greinilegt að sumar mælingarnar eru allt of háar,“ segir Páll Stefánsson hjá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis sem reglulega gerir mælingar í lækjunum. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri segir búið að hreinsa lækina af mengun. „Við vitum ekki af neinni lögn með skolpi sem fer beint út í læk eða sjó,“ segir Gunnar. „Það er lítil vernd í því að sum sveitarfélög friðlýsi strandlengjuna,“ segir Sigríður. „Maður rekst alls staðar á það sama, það vantar viljann til samstarfs.“ Hún segir sveitarfélögin ekki skyldug til að vinna saman en telur ný skipulagslög, sem bíða sam- þykktar Alþingis, til mikilla bóta. Þá segir hún nokkur sveitarfélög ekki áfjáð í að lögin verði samþykkt. „Þau sjá ekki hag sinn í því.“ Kópavogslækurinn og Fossvogslækurinn mengaðir með saurgerlum: Mengaðir lækir á útivistarsvæði SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR Kópavogsbær gerir í raun ráð fyrir að nota þessi fimm prósenta mörk. Þannig að einu sinni í viku dæla þeir út úr skolprásunum út á miðjan Kópavog. SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR GUNNAR I BIRGISSON ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 23 61 0 5/ 08 • Árið 2009 verða liðin hundrað ár frá stofnun Vatnsveitunnar. www.or.is Jónsmessu- ganga á Hengilinn Sunnudaginn 22. júní verður farin gönguferð upp á Hengil. Gengið verður upp Sleggjubeinsskarð og upp á Vörðu- skeggja sem er 805 metra hár. Þaðan niður í Innstadal og niður Sleggjubeinsskarðið. Gangan tekur u.þ.b. 5 klst. og er frekar erfið, að jafnaði um brattar fjallshlíðar. Nauðsynlegur búnaður eru góðir gönguskór, góður hlífðarfatnaður og nesti. Mæting í Hellisheiðarvirkjun við Kolviðarhól klukkan 20:00. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Leiðsögumaður er Almar Sigurðsson, kynningarfulltrúi Hellisheiðarvirkjunar. Ef veður verður tvísýnt verður gengin auðveldari leið. FÉLAGSMÁL Grund hyggst byggja nýtt hjúkrunarheimili fyrir eitt hundrað aldraða á lóð Oddfellow- reglunnar í Urriðaholti í Garða- bæ. Framkvæmdir eiga að hefjast síðla árs 2009. Þetta kemur fram á heimasíðu Grundar. „Gert er ráð fyrir að heimilið verði allt að 7.500 fermetrar og rúmi hundrað heimilismenn og áætlaður byggingarkostnaður er í kringum tveir milljarðar,“ er haft eftir Júlíusi Rafnssyni, fram- kvæmdastjóra Grundar, sem kveður Grund hafa leitað að lóð í tvö ár. Árangurslítið hafi verið að leita á náðir Reykjavíkurborgar en hjólin hafi snúist hratt eftir að haft var samband við Oddfellow- regluna fyrir tveimur vikum. - gar Grund byggir í Urriðaholti: Hundrað á nýju hjúkrunarheimili Trúnaður um rekstur Strætó Minnisblað um rekstur og rekstrar- horfur Strætó, sem lagt hefur verið fyrir sveitarstjórnir á höfuðborgar- svæðinu, er meðhöndlað sem trúnaðar mál að svo stöddu. Olíuverðs- hækkanir eru Strætó þungar í skauti. ALMENNINGSSAMGÖNGUR NOREGUR Terje Riis-Johansen, landbúnaðarráðherra í norsku ríkisstjórninni, tekur við olíu- málaráðuneytinu af Åslaug Haga. Þá sest Lars Pede Brekk í stól landbúnað- arráðherra. Haga sagði af sér á fimmtu- dag sem olíu- og orkumála- ráðherra Noregs og sem formaður Miðflokksins af heilsufarsástæðum. Haga hefur verið gagnrýnd fyrir ráðningar og fyrir stuðning við umsókn Tromsö um að halda vetrarólympíuleikana árið 2018. Einnig fyrir að hafa byggt bryggju í leyfisleysi á landi sínu og að hafa leigt út útihús til íbúðar. Það sem er talið hafa ráðið úrslitum með að Haga sagði af sér var þegar kom í ljós að hún og maðurinn hennar höfðu ekki greitt tilskilda skatta af leigutekj- um. - ghs Nýr norskur olíumálaráðherra: Mannaskipti í Noregsstjórn ÅSLAUG HAGA Brugðust stjórnvöld rétt við komu ísbjarnarins sem skotinn var á Skaga 17. júní? Já 58,2% Nei 41,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Vilt þú endurvekja næturstræt- isvagna um helgar í Reykjavík? Segðu skoðun þína á vísir.is. KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.