Fréttablaðið - 21.06.2008, Side 34

Fréttablaðið - 21.06.2008, Side 34
● heimili&hönnun Kristín Eva Ólafsdóttir, sem út- skrifaðist sem grafískur hönnuð- ur úr Listaháskóla Íslands í vor, er með skemmtilegan myndavegg í eldhúsinu. Þar blandar hún saman teikningum, ljósmyndum og mál- verkum með smekklegum hætti. Ein af uppáhaldsmyndum hennar á veggnum er teikning af Bítlunum eftir Klaus Voorman, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa mynd- skreytt plötuumslagið á Revolver- plötu Bítlanna. „Myndina fékk ég á leturráð- stefunni „Typo Berlin“ í fyrra en þar hitti ég listamanninn. Hann hélt fyrirlestur og sagði frá kynn- um sínum af Bítlunum. Að fyrir- lestrinum loknum var hann með nokkrar númeraðar teikningar til sölu sem hann áritaði og gat ég ekki stillt mig um að kaupa eina,“ segir Kristín og heldur áfram: „Á myndinni eru alls kyns faldir hlutir sem tengjast Bítlunum og mikið rokk.“ Á veggnum eru líka ljósmyndir af bræðrum Kristínar og syni ásamt málverkum. „Ég er tiltölu- lega nýbúin að hengja myndirn- ar upp en markmiðið er að þekja vegginn með blöndu af alls konar persónulegum myndum, listaverk- um og teikningum,“ útskýrir hún. Myndirnar sem nú eru á veggn- um eru allar í svörtum römmum en Kristín segist ekki endilega ætla að halda sig við þann lit og býst við að veggurinn verði litskrúðugri. Kristín, sem starfar sem hönn- unarstjóri hjá margmiðlunarfyrir- tækinu Gagarín, sem sérhæfir sig í upplifun fyrir gagnvirka miðla, var í skiptinámi í Design Acad- emy Eindhoven í Hollandi síðast- liðið haust en hann er einn virtasti hönnunarskóli heims. Þaðan kom hún uppfull af hugmyndum sem hún hefur nýtt jafnt á heimilinu sem í námi og starfi. „Þar var til dæmis mikil áhersla lögð á að við ættum að koma með hugmyndirnar en gætum fengið aðra til að hanna fyrir okkur, sem var mikilvægur lærdómur,“ segir Kristín. Lokaverkefni hennar var að vonum frumlegt en það gekk út á gagnvirka upplifun þar sem sýn- ingargesturinn hafði áhrif á verkið með hreyfingu sinni þannig að það varð síbreytilegt. - ve Með Bítlana uppi á vegg ● Kristín Eva Ólafsdóttir heldur mikið upp á teikningu sem hún keypti af Klaus Voorman. Kristín Eva stefnir að því að þekja eldhúsvegginn með teikningum, ljósmyndum og málverkum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ● HÚSGAGNALÍMMIÐAR Ef löngunin til að breyta til vaknar á tímum þegar kreppir að gætu límmiðar sem þessir frá Design Delicat- essen í Danmörku verið sniðugir. Þeir lífga upp á auða veggi og eru merkilega raunverulegir. Þeir ættu líka að geta fallið í kramið hjá þeim sem taka sig ekki of hátíðlega og geta hugsa sér að gera góðlátlegt grín á heimilinu. Sjá nánar á http://www.designdelicatessen.dk O ft æxlast það þannig að heimilisverkin eru unnin í törnum. Sérstaklega getur liðið langt milli stærri verka eins og stór- þvotta og garðverka. Á milli hlaðast verkefnin upp, óhreina- tausfjallið hleður utan á sig og grasið vex í garðinum. Alltaf ætlar maður sér að láta af þessum ósið og vinna jafnt og reglulega og halda öllu í pottþéttu horfi, en lætur svo glepjast af einhverju spenn- andi í sjónvarpinu. Undanfarið hefur veðrið verið gott og því tilvalið að nota blíðuna til að atast í garðinum. Það gerðum við fjölskyldan einmitt um daginn. Tókum okkur til og slógum blettinn og hreinsuðum upp. Ekki veitti af enda hafði mikið drasl og rusl safnast upp í garðinum. Við búum í litlu fjölbýli og bak við hús voru þrjú reiðhjól sem enginn í húsinu kannaðist við. Helst var álitið að þjófarnir sem stálu reiðhjólum húsráðenda í vor hefðu komið á þessum görmum og skilið þá eftir. Við brettum upp ermar og alls urðu ferðirnar á Sorpu þrjár þann daginn. Eftir að hafa gróðursett stjúpur meðfram grindverkinu og vökvað þær vel var hlaupið í okkur kapp. Lengi höfðu íbúar hússins talað um að snyrta þyrfti tréin svo sólin næði að skína niður í garðinn. Við ákváðum að drífa í því fyrst við vorum að þessu öllu á annað borð. Húsbóndinn klifraði upp í stiga með gamla bitlausa sög og byrjaði að saga. Nágrannarnir í húsinu á móti skemmtu sér yfir aðförunum en sáu svo aumur á bónda þegar hann var enn á sömu greininni eftir hálftíma juð og lánuðu honum verkfæri. Með hárbeittar klippur í hönd tætti hann niður trén. Birkigreinar flugu um allan garð og út á götu svo fólk átti fótum sínum fjör að launa. Hús- bóndinn var kominn í ham. Hann sagaði og sagaði þar til topparnir voru einir eftir á trjánum. Því næst kom hann auga á fánastöngina í garðinum. Hún var orðin ónýt, toppurinn ryðgaður af svo hún stóð eins og skemmd skögultönn upp úr grasblettinum. Með slípirokk að vopni bútaði bóndinn hana niður. Greip svo skóflu í hönd og mokaði í kring til að losa hana upp. Hún haggaðist ekki, var vel steypt ofan í jörðina og átti sennilega að standa þar í hundrað ár. Hann greip þá slípirokkinn og sagaði burt stubbinn svo gneistarnir flugu í allar áttir. Mokaði svo aftur ofan í holuna og tyrfði yfir. Meðan á öllu þessu stóð hamaðist ég við að skrapa málningu af grind- verkinu og sá fyrir mér að mála fyrstu umferð fyrir kvöld. Aldeilis gekk þetta nú vel hjá okkur. Eftir atganginn töldum við okkur eiga skilið að setjast niður og fá okkur hressingu, svo við fórum inn að elda kvöldmatinn. Yfir matnum ræddum við hvað garðurinn liti miklu betur út eftir þessa tiltekt. Nú skyldum við ekki láta hann drabbast niður heldur slá hann reglulega og vökva. Eftir mat duttum við svo aðeins inn í spennandi lögguþátt í sjónvarp- inu. Grindverkið stendur því enn ómálað og grasið vex og vex. HEIMILISHALD RAGNHEIÐUR TRYGGVADÓTTIR Með hárbeittar klippur í hönd tætti hann niður trén. Birkigreinar flugu um allan garð og út á götu svo fólk átti fótum fjör að launa. Húsbónd- inn var kominn í ham. Viðrar vel til garðverka ● Forsíðumynd: Gunnar V. Andrésson tók mynd á heim- ili Hannesar Sverrissonar Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is Auglýsingar: Ámundi Ámunda- son s. 517 5724 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. 21. JÚNÍ 2008 LAUGARDAGUR2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.