Fréttablaðið - 21.06.2008, Page 38
● heimili&hönnun
„Útsýnið er mjög gott og í raun keypti
ég íbúðina, sem er á fjórðu hæð, vegna
þess. Gluggarnir eru stórir og hleypa
mikilli birtu inn. Ég er þess vegna með
„screener“-rúllugardínur með rafmótor
svo auðvelt er að dempa birtuna, sem
hentar sérstaklega vel þegar sólin
skín,“ segir Hannes Sverrisson, sem
býr í nýuppgerðri íbúð í miðbænum.
Hannes keypti íbúðina fyrir ári og
fékk innanhússarkitektinn Kristínu
Guðmundsdóttur í lið með sér við að
gera hana upp. „Ég hafði þá hugmynd
að hafa íbúðina mínimalíska, módern en
á sama tíma hlýlega og tímalausa,“ út-
skýrir hann.
Eitt stærsta verkið var að opna milli
eldhússins og stofunnar. „Svæðið er
nú hjarta íbúðarinnar og birtan flæðir
betur á milli. Innréttingin, sem er frá
Brúnási, er hvít og eyjan úr svartbæs-
aðri eik og virðist því minni. Fyrir ofan
hana var loftið tekið niður og óbeinni
lýsingu komið fyrir, sem lýsir upp
loftið. Yfir eyjuna voru svo sett fimm
halógen-ljós, sem lýsa beint niður á
hvítan steininn á borðplötunni. Rýmið
virðist því stærra og vinnubirtan er
góð,“ segir Hannes.
„Hugmyndin að ljósahönnuninni
kom frá Eiríki í Lúmex. Steinninn er
frá Granítsmiðjunni og í honum spegl-
ast ljósið, sem lífgar upp á steininn.
Við þann enda eyjunnar sem snýr inn í
stofu eru tveir Liebherr-vínkælar, sem
skiptast í fjögur hitastýrð hólf. Þannig
er hægt að raða víninu niður eftir teg-
undum og kjörhita. Einnig er rakastýr-
ing í þeim og titringsvörn og glerið
kemur í veg fyrir að birtan eyðileggi
vínið,“ segir hann.
Vaskborðið er í eldhúsinu miðju, við
hlið eyjunnar, og klætt með stáli. Stór og
djúpur vaskur er í því miðju en hann er
soðinn við stálplötuna, sem gerir rýmið
þægilegt til að vinna í og halda hreinu
að sögn Hannesar. „Ofnarnir eru svo frá
Siemens. Sá efri er blásturs- og gufuofn
en sá neðri blástursofn. Spanhella er á
eyjunni og yfir henni vifta frá Eirvík.
Hinum megin við vaskborðið er tvöfald-
ur Siemens-ísskápur og stór kústaskáp-
ur fyrir þvottavél og þurrkara. Rýminu
má loka af svo ekkert heyrist meðan
vélin er að þvo. Tekið var mið af hljóð-
hönnun svo hávaði frá tækjunum trufl-
aði íbúana sem minnst.“ Hannes er að
vonum ánægður með breytingarnar,
enda íbúðin glæsileg í alla staði. - mmr
Mínimalískt og hlýlegt
● Hannes Sverrison býr í fallegri íbúð í miðbænum sem hefur verið gerbreytt.
Polder-sófi, úr Saltfélaginu, sem er ágætt mótvægi við hvítt og svart umhverfið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Tveir Liebherr-kælar eru á þeim enda eyjunnar sem snýr inn í stofu.
Hannes lætur fara vel um sig í hinum þekkta Barcelona-stól.
Þessa blómaskreytingu fékk Hannes að gjöf frá Josous Balcansias.
Ljósið í borðstofunni heitir Big Bang og er frá Lumex.
Opnað var milli eldhúss og stofu.
21. JÚNÍ 2008 LAUGARDAGUR6