Fréttablaðið - 21.06.2008, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 21.06.2008, Blaðsíða 29
][ Drengjakór Reykjavíkur er ný- kominn heim úr velheppnaðri kórferð til Barcelona. Kórinn hefur áður farið utan að syngja og í ár varð Spánn fyrir valinu. Þrjátíu og einn drengur, á aldrinum átta til þrettán ára, var með í för ásamt tíu manna föru- neyti. „Ferðin gekk mjög vel, góður rómur var gerður að söng drengjanna og stóðu þeir sig með prýði,“ segir Friðrik S. Kristins- son stjórnandi kórsins. Byrjað var á því að fara til Bessastaða þar sem drengirnir sungu fyrir forsetann. Að því loknu var haldið til Spánar í viku- dvöl. „Við komum svo heim 14. júní síðastliðinn,“ segir Friðrik. „Þetta var heilmikil menningar- ferð. Ásamt því að syngja kynnt- ust drengirnir landi og þjóð.“ Dagskráin var þétt hjá hópnum. Farið var í dýragarð og á strönd- ina. Gaudí-safnið og Güell-garður- inn skoðaður, vatnagarður heim- sóttur og svo var sungið í Santa Maria del Pi kirkjunni í miðborg- inni, í Monserrat klaustrinu og útitónleikar haldnir á Plasa del Rei. „Þetta var í alla staði vel heppnuð ferð og drengirnir stóðu sig vel,“ segir Friðrik, en kjörorð kórsins eru: Syngja eins og englar, hegða sér eins og herrar og leika sér eins og strákar. Drengjakór Reykjavíkur var stofnaður árið 1990 og hefur aldrei verið eins fjölmennur og nú. Í vetur voru 35 drengir í stóra kórn- um og tíu í undirbúningsdeildinni. „Næsta haust bætist undirbún- ingsdeildin inn í stóra kórinn og nýir drengir koma inn í undirbún- ingsdeildina. Það er því óhætt að segja að kórstarfið sé öflugt um þessar mundir,“ segir Friðrik. Inn- tökupróf fyrir næsta haust fara fram í lok ágúst, en starfsemi kórsins fer fram í Hallgríms- kirkju. „Upphaflega starfaði kór- inn í Laugarneskirkju og hét þá Drengjakór Laugarneskirkju en átti líka nafnið Drengjakór Reykjavíkur. Þegar við fluttum okkur yfir í Hallgrímskirkju héldum við Drengjakórsnafninu,“ útskýrir Friðrik. Stóri kórinn æfir tvisvar í viku, tvær klukkustundir í senn en undir búningsdeildin æfir einu sinni í viku. Ein messa er sungin í kirkjunni í mánuði og á annan í jólum, svo eru haldnir jóla- og vor- tónleikar. „Við höfum verið í samstarfi við Karlakór Reykjavíkur og sungið með þeim á tónleikum. Karlakór- inn er hálfgerður verndari drengjakórsins, við lítum á hann sem stóra bróður,“ segir Friðrik, en hann stjórnar báðum kórum. klara@frettabladid.is Syngjandi englar í suðrænni borg Ferðin var líka menningarferð en drengirnir skoðuðu Güell-garðinn. Slakað á eftir tónleika í Santa Maria del Pi-kirkjunni. Útitónleikar á Placa del Rei sem heppnuðust mjög vel. Að sögn Friðriks stóðu strákarnir sig með mikilli prýði. Friðrik segir ferðina hafa verið vel heppnaða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ferðabækur er gott að skoða áður en farið er til útlanda. Gaman að kynna sér áfangastaðinn, menningu landsins sem verið er að fara til og áhugaverða staði sem vert er að skoða. Hálendisvegir landsins eru flestir lokaðir enn vegna aur- bleytu. Allur akstur er bannaður á vel- flestum hálendisvegum og leiðum sem yfirleitt eru bara færar að sumarlagi. Því veldur hætta á vegaskemmdum vegna aurbleytu og eðju. Þó er búið að opna veginn milli Eldgjár og Landmannalauga á Fjallabaksleið nyrðri, einnig vegina um Kjöl, Kaldadal og Arnarvatnsheiði. Vegagerðin gefur vikulega út kort yfir ástand fjallveganna og kemur það út á fimmtudögum fram eftir sumri á meðan ein- hverjir vegir eru lokaðir. Þessum kortum er meðal annars dreift til ferðaþjónustuaðila, á bensín- stöðvar og víðar. Á vef Vegagerðar- innar www.vegagerdin.is er hægt að fylgjast nánar með færðinni. - gun Akstur víða bannaður Aurbleyta er víða á hálendinu enn. FRÉTTABLAÐIÐ/EDDA BÍLALEIGUBÍLAR SUMARHÚS Í DANMÖRKU Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum Fjölbreyttar upplýsingar á www.fylkir.is LALANDIA - Rødby Lágmarksleiga 2 dagar. LALANDIA - Billund Nýtt frábært orlofshúsahverfi rétt við Legoland. Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975.- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. ( Afgr.gjöld á flugvöllum). Höfum allar stærðir bíla, 5 – 7 manna og minibus 9 manna og rútur með eða án bílstjóra. Allra síðustu sætin! Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Montreal 6. og 13. júní. Þetta er einstakt tækifæri til að njóta lífsins í þessari stórkostlega spennandi borg sem er önnur stærsta borg Kanada. Í borginni mætast gamli og nýi timinn, rík sagan og iðandi nýbreytnin á einstaklega skemmtilegan hátt. Það er frábært að skoða sig um, versla og njóta lífsins í Montreal; fallegar byggingar, endalaust úrval verslana og veitingastaða og mjög hagstætt verðlag. Gríptu tækifærið og smelltu þér til Montreal og njóttu þess besta sem þessi spennandi heimsborg hefur að bjóða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.