Fréttablaðið - 21.06.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.06.2008, Blaðsíða 8
8 21. júní 2008 LAUGARDAGUR 1 Hvaða kvikmynd útnefndi Bandaríska kvikmyndastofnun- in á dögunum bestu glæpa- mynd sögunnar? 2 Hverjir neituðu að taka við bleiku steinunum, hvatningar- verðlaunum Femínistafélags Íslands? 3 Hvaða lið varð fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undan - úrslitum EM í knattspyrnu? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 50 JARÐSKJÁLFTI Fjórtán fjölskyldur sem rýmdu hús sín eftir jarðsjálft- ana á Suðurlandi 29. maí hafa enn ekki getað snúið aftur heim. Ólafur Örn Haraldsson, verk- efnisstjóri þjónustumiðstöðva almannavarna, segir flestar fjöl- skyldurnar vera í leiguhúsnæði sem sveitarfélögin sáu um að útvega. Leigusamningar eru til næstu þriggja mánuða en á þeim tíma verður endurskoðað hvort þá þurfi að framlengja. „Það eru sveitarfélögin sem leigja þetta en það hefur verið gefið út að ríkið mun standa straum af kostnaði við leiguna,“ segir Ólafur Örn. Kostnaður segir hann að dreginn verði af þeim 100 milljónum króna sem ríkisstjórn- in ákvað að leggja til vegna skjálft- anna. Ólafur Örn segir húsin sem rýma þurfti misilla farin og því mislangt í að þau komist aftur í gagnið. Sum húsanna verða þó varla aftur íbúðarhæf. „Húsið er dæmt óíbúðarhæft svo maður fer bara í annað hús- næði,“ segir Viktor Scheving Ingvarsson, sem rýma þurfti hús sitt í Auðsholti í Ölfusi. Hann hefur búið hjá ættingjum sínum síðan þá en sér fram á að flytja í leiguhúsnæði í Hafnarfirði. „Ég var ekki heima þegar skjálftinn reið yfir en það var allt í rúst þegar ég kom heim enda húsið ónýtt.“ Ólafur Áki Ragnarsson, bæjar- stjóri í Ölfusi segir að stór hluti þeirra sem þurftu að yfirgefa hús sín í kjölfar skjálftanna hafi feng- ið að snúa aftur heim. Aðrir séu í leiguhúsnæði sem sveitarfélögin hafi útvegað eða hjá vandamönn- um. „Við höfum boðið öllum hús- næði en menn vilja hinkra og skoða sín mál.“ Ólafur Örn segir tvö áfallateymi vinna á svæðinu og á fundi þeirra á miðvikudaginn hafi komið fram að heimsóknum á þjónustumið- stöðvarnar og sjúkrahúsið hafi fækkað undanfarna daga. „Það er munur á þessari og síðustu viku svo þetta er allt að færast í fastar skorður. En við erum ekkert að fara og verðum hér svo lengi sem fólk þarf á hjálp að halda.“ Þá segir Ólafur Örn dyr sjúkrahúss- ins alltaf opnar ef um aðkallandi tilfelli sé að ræða. „Þetta hefur gengið mjög vel og maður finnur á fólki hvað það er ánægt með hversu vel hefur tek- ist til, alveg frá fyrstu viðbrögð- um. Við finnum fyrir ánægju og þakklæti,“ segir Ólafur. olav@frettabladid.is Fjórtán fjölskyldur hafa ekki fengið að snúa heim Óskum um áfallahjálp eftir jarðskjálftana 29. maí fer fækkandi. Fjórtán fjölskyldur sem rýmdu hús sín hafa ekki getað snúið aftur heim. Flestir búa í leiguhúsnæði sem sveitarfélögin útveguðu. SKEMMDIR Á HÚSUM Mörg hús skemmdust illa í jarðskjálftunum 29. maí síðastlið- inn. Hafa sum þeirra þegar verið úrskurðað ónýt en önnur stendur til að endurbyggja eða laga. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÓLAFUR ÖRN HARALDSSON SPÁNN Um 157.000 kassar af skjölum, rúmir 175 kílómetrar á lengdina, hafa varðveist frá tímum einræðisherrans Franco á Spáni. Embættismenn sem áttu að eyða leyniskjölunum svikust undan því til að varðveita söguna. Gögnin hafa nú verið flutt á safn og verða til sýnis eftir tvö ár. Skjölin segja frá hlerunum, ritskoðun, aftökum og fangelsun pólitískra andstæð- inga. Núverandi menningarmálaráð- herra landsins hefur lýst yfir miklu stolti sínu með að eitt ljóða hans frá æskuárum fannst í safninu. Birtingu þess hafði verið hafnað á sínum tíma. - kóþ Óhlýðnir embættismenn: Varðveittu gögn um Franco-tíma VERSLUN Hagkaup hafa opnað 4.500 fermetra matvöru- og sérvöru- verslun á Litlatúni í Garðabæ. Verslunin er fjórða verslunin sem Hagkaup hafa opnað á síðastliðnu ári, en áður höfðu verið opnaðar verslanir í Holtagörðum í Reykja- vík, Borgarnesi og Reykjanesbæ. Fyrirtækið áætlar að opna versl- anir á Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi á næstu árum. Hjá Hag- kaupum starfa nú rúmlega þúsund manns í ellefu verslunum. „Við erum að sækja fram þrátt fyrir bölmóð í samfélaginu,“ segir Gunnar Ingi Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Hagkaupa. „Okkur langar að opna á Egilsstöðum og Selfossi. Við höfum verið að slást við skipulagið á Akureyri. Við bjuggumst við að fá lóð á vellinum en fengum hvorki já né nei.“ Nýju verslanir Hagkaups eru með annarri hönnun og útliti en þær eldri. „Í framtíðinni ætlum við að uppfæra okkar verslanir í þetta útlit en peningar eru af skornum skammti svo við hin- krum. En við vonumst til að geta gert það innan nokkura ára,“ segir Gunnar. - gh Hagkaup opna 4.500 fermetra verslun í Garðabæ: Hagkaup stækka við sig NÝ HAGKAUPSVERSLUN Í GARÐABÆ Fjórar verslanir hafa bæst við Hagkaups- keðjun á síðastliðnu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Öll helstu merkin í bakpokum: TNF, Millet, Deuter, Osprey. ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 42 81 4 06 /0 8 Deuter Aircontact Aircontact pokarnir frá Deuter eru mest verðlaunuðu pokar seinni ára. Poki ársins í sínum flokki hjá Outdoor tímaritinu 2004, 2006 og 2007. Bakpoki fyrir lengri göngur. TNF Crestone ´07 Vandaðir bakpokar úr smiðju The North Face. Skemmtilega útfærðir og vel útbúnir með stillanlegt bak og gott burðarkerfi. 60 l til í dömuútfærslu. Millet Hiker Vinsæll dagpoki með regnvörn. Frábær hönnun og vel útbúinn. Fáanlegur í 3 litum. Gear of the Year 1. PLATZ 2007 Trekkingrucksäcke DEUTER AIRCONTACT 65+10 50+10 SL Verð 25.990 kr. 65+10 l verð 28.990 kr. 75+10 l verð 32.990 kr. 38 l Verð 16.990 kr. Sumartilboð: 13.990 kr. 28 l verð 12990 kr. Sumartilboð 10.990 kr. 60 l W Verð 19.990 kr. Sumartilboð 15.990 kr. Crestone 75 l ´07 Verð 22.990 kr. Sumartilboð 16.990 kr. Góðir ferðafélagar í sumar Hressing í bolla frá Knorr VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.