Fréttablaðið - 21.06.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 21.06.2008, Blaðsíða 18
 21. júní 2008 LAUGARDAGUR SUNNUDAGUR, 15. JÚNÍ. Lögreglustjóri og nætur- sukk Mikið held ég að það sé einmana- legt starf hjá lögreglustjóranum í Reykjavík að koma á friði og skikkan legheitum í hinu svonefnda næturlífi borgarinnar. Það sem til þess þarf er hugar- farsbreyting hjá fólki; þar duga hvorki rafmagnsbyssur né lög- reglustöðvar á hjólum. Sá sem ekki er kominn á séns um miðnætti á einfaldlega að sætta sig við hvað lífið er stundum miskunnar laust og fara heim að sofa og reyna að vera betur til- hafður um næstu helgi. Og hvaðan kemur þessi tilhneig- ing til að fljúgast á við lögregluna? Hér í eina tíð var almenningur vin- veittur löggunni. Er það að breyt- ast? Og af hverju þá? Hefur almenningur breyst? Eða löggan? Eða er virðingin fyrir öðrum mann- eskjum á undanhaldi í þjóðfélagi sem hefur verið undirlagt áratug- um saman – lengur en Stalín ríkti yfir Sovétríkjunum – af stjórn- málaflokki sem boðar einstaklings- hyggju af meira kappi en nokkur trúarsöfnuður boðar eilíft líf? Er búið að heilaþvo mannskapinn? Einhverjir halda sjálfsagt að stjórnmálaflokkur sem aldrei kemst í meirihluta geti ekki mótað heilt þjóðfélag. Það er sorglegur misskilningur og oftrú á lýðræði. Sagan kennir okkur að 37,4% í lýðræðislegum kosningum geta dugað til að ná hugmyndafræðilegu hreðjataki á þjóðum. Hvað sem hugarfari þjóðarinnar líður dáist ég að lögreglustjóranum fyrir einbeittan vilja til að taka á þeirri skrílslegu múg- sefjun sem stundum er kölluð skemmtanalíf Reykjavíkur og styð hann í þessari góðu fyrirætlun. Árangur- inn er samt undir því kominn að honum takist að fá almennings- álitið á sitt band. Það á að hlusta á venjulega borg- ara sem eiga sér ekki aðra hags- muni en þá að búa í fallegri og frið- sælli borg en ekki leggja eyrun við sjónarmiðum veitingamanna og annarra hagsmunaaðila sem fyrst og fremst eru að pæla í því að græða á sukkinu. Gróðasjónarmið næturvökulla veitingamanna er vissulega skiljan- legt − en samræmist ekki hags- munum alls þorra Reykvíkinga − og skynsamlegt er að fara eftir þeirri lýðræðisreglu að láta hags- muni meirihlutans ráða. MÁNUDAGUR, 16. JÚNÍ. Íslensk gestrisni og við- hafnarmóttökur Ísbirnir virðast hafa óbilandi trú á gestrisni Íslendinga. Nú er annar hvítabjörninn á þessu sumri að skoða sig um fyrir norðan meðan sá fyrsti liggur gaddfreðinn í frystikistu og bíður þess að verða stoppaður upp. Sennilega er umhverfisráðu- neytið uppiskroppa með tróð í hvítabirni því að nú hafa verið látin boð út ganga að þennan skuli hand- sama á lífi og Björgólfur yngri hefur boðist til að bera kostnaðinn af handtökunni. Það líst mér vel á og vona að ísbjörninn verði látinn ganga laus á lóðinni við Fríkirkju- veg 11 þegar „viðhafnarmót- tökur“ fara fram í húsinu og takmarka þarf aðgang almennings. ÞRIÐJUDAGUR, 17. JÚNÍ. Að keyra í kassabíl Fallegur þjóðhátíðar- dagur. Nú hefur verið leitað á náðir Dana til að losa okkur við ísbjörn- inn sem er að kynna sér æðarvarp fyrir norðan. Það finnst mér soldið eins og að biðja Atlantshafsbanda- lagið að taka að sér löggæslu í mið- bænum. Forsætisráðherrann okkar sagði í þjóðhátíðarávarpi sínu á Austur- velli í morgun að Íslendingar séu „vel undir efnahagsþrengingar búnir, betur en flestar aðrar þjóðir“. Ég er sennilega ekki nógu skarp- ur til að skilja nákvæmlega hvað maðurinn er að meina, en fyrir mína parta koma efnahagsþreng- ingar mér ekki á óvart meðan Árni Mathiesen er fjármálaráðherra og Davíð Oddsson seðlabankastjóri. Þrátt fyrir góðan undir- búning þjóðarinnar fyrir þrengingarnar í boði Flokksins virtist forsætis- ráðherrann hafa áhyggjur af villtri eyðslu og lifnaðar- háttum almennings, svo að hann bætti við: „Engu að síður verður þjóðin að breyta neyslu- munstri sínu og draga úr eldsneytisnotkun, til að bregðast við hækkandi verði og til að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda.“ Þetta finnst mér vel og skynsam- lega mælt. Ef ég verð beðinn um að halda ræðu á Austurvelli við tæki- færi mun ég hafa þessar ábending- ar í huga og fara þangað fótgang- andi, og ef ég hefði einkabílstjóra mundi ég setja almenningi fagurt fordæmi með því að selja embættis- bílinn og láta einkennisklæddan bílstjóra ýta mér um í kassabíl við hátíðleg tækifæri. Eins og hann kom mér fyrir sjón- ir virtist mér forsætisráðherrann hafa verið skotinn úr launsátri með deyfilyfinu sem mistókst að koma í hvítabirnina – og forsætisráðherra sem vafrar um ráðþrota gagnvart kreppunni er hættulegri fyrir þjóð- ina en heill hópur af ísbjörnum. MIÐVIKUDAGUR, 18. JÚNÍ. Um heilsuleysi krónunnar Nú efast ég um að krónan geti „veikst“ öllu meira án þess að hrökkva upp af. Í dag lækkaði gengið um 3,8 prósent og hefur lækkað um 26,2 prósent frá áramót- um. Þetta eru sem sagt alvöru veik- indi. Sömu stjórnmálamenn og voru eldsnöggir að þakka sjálfum sér allsnægtirnar þegar „útrásin“ og lánavíman var hvað geggjuðust standa núna með allt niðrum sig og kenna „erlendri efna- hagsþróun“ um ástandið – sem meira að segja ég sá að hlaut að koma. Ísbjörninn fyrir norðan virtist hafa sama ímugust á blaðamönnum og for- sætisráðherrann okkar hefur, því að ein- hverra hluta vegna lagði hann á flótta þegar herskarar frétta-, lögreglu- og sérfræðinga úr umhverfisráðu- neytinu komu fljúgandi til að heim- sækja hann í æðarvarpið með deyfilyf og danskan ísbjarnahand- sömunarfræðing og búr sem nýbúið var að tollafgreiða með hraði. Varðandi ísbjarnardrápin þá hefur umhverfisráðherra látið boð út ganga að skipaður hafi verið „starfshópur til að vinna að við- bragðsáætlun vegna ísbjarna“. Hvar lærir fólk svona skrípaorð- bragð? „Viðbragðsáætlun“. „Starfs- hópur vegna ísbjarna“. Alvörumanneskjur tala ekki svona. Að minnsta kosti hef ég aldrei heyrt Jóhönnu Sigurðar- dóttur reyna að troða pólitískan marvaða með merkingarlausu bulli, enda hefur hún meira jarðsamband en samanlagður þingflokkur Sam- fylkingarinnar. Til viðbótar við viðbragðsáætlun starfshópsins um framtíðar- meðhöndlun ísbjarna á Íslandi hafa verið látin boð út ganga um að vís- indamenn hafi fundið tríkínur í inn- yflum þess bjarnar sem var skot- inn á Skaga. Það fylgir sögunni að tríkínur séu lífshættulegar. Til dæmis gætu íslenskir refir komist í ísbjarnarhræ og smitast af tríkín- um. Refirnir gætu svo smitað önnur dýr og jafnvel refaskyttur og loks alla þjóðina – þannig að það var mikil mildi að mönnum tókst að drepa ísbjörninn áður en hann varð sjálfdauður. Stundum þegar ég fylgist með svona fréttaflutningi verð ég að klípa mig í handlegginn til að ganga úr skugga um hvort ég sé vakandi eða staddur í mjög geðveikislegum draumi. FIMMTUDAGUR, 19. JÚNÍ. Fallegur dagur Aldrei þegar ég var samvistum við vin- konu mína Lenu Bergmann hugsaði ég út í að sá dagur gæti komið að annað hvort okkar stæði yfir moldum hins. Nú er sá dagur kominn og farinn. Sólrík- ur dagur eins og sumardagur getur fallegastur orðið á Íslandi. Það var vel við hæfi að landið okkar skartaði sínu feg- ursta þegar Lena var kvödd. Hún var eitt af djásnum þessa lands. Mín vegna þarf tilgangurinn með þessu öllu ekki að vera annar en sá að prýða veröldina um stund. Samtaka, nú! KÆRA DAGBÓK Þráinn Bertelsson skrifar Á séns um miðnætti... Í dagbók Þráins Bertelssonar er fjallað um nætursukk, velviljaðan lögreglu- stjóra, eyðslugrannan kassabíl, heilsuleysi krónunnar, fallegan sumardag, starfshóp um viðbragðsáætlun vegna ísbjarna og fleira gáfulegt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.