Fréttablaðið - 21.06.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.06.2008, Blaðsíða 16
 21. júní 2008 LAUGARDAGUR S tefán Vagn Stefánsson tók nýlega við sem yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki. Það er yfirleitt engin lognmolla yfir Stefáni en síðasta vetur var hann til að mynda í fullu starfi hjá lögreglunni auk þess að vera í fullu námi í Háskóla Íslands. Síðustu vikurnar hafa svo verið sérlega við- burðaríkar. Stefán hefur fengið það verkefni að kljást við hvorki meira né minna en tvo ísbirni sem komið hafa á land í Skaga- firði. Stefán og félagar hans í lögreglunni gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að ná björnunum á lífi en því miður reyndist það ógjörningur. Þrátt fyrir það er framtíðin björt fyrir þennan dug- mikla og skipulagða Skagfirðing. Stefán Vagn Stefánsson er maður vikunnar. Stefán ólst upp á Sauðár- króki. Hann þótti uppátækja- samur í æsku og var alltaf með prakkarastrik uppi í erminni. Kímnin og góðlátleg stríðnin hafa ekki vaxið af honum þó svo að hann dylji það ef til vill betur í seinni tíð. Stefán þykir hagmæltur og orðheppinn, en þá eiginleika er hann talinn erfa eftir Stefán skáld Vagnsson, afa sinn. Orðheppnin birtist í góðum sögum og leiftrandi kímni en líka í hæfileikum til að tala fólk til. Það nýttist honum vel í æsku þegar hann þurfti að kjafta sig út úr þeim vandræð- um sem hann kom sér í með uppátækjum sínum en það tókst að sögn undantekningarlaust. Stefán spilaði lengi fótbolta með Tindastóli eins og sönnum Sauðkrækingum sæmir og var í marki. Hann hefur nýverið gengið aftur til liðs við gömlu félagana og æfir nú knattleikni og markvörslu af kappi. Að loknum grunnskóla skráði Stefán sig í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Hann útskrifaðist þaðan árið 1995 og sinnti eftir það ýmsum störfum. Hann afgreiddi til að mynda íþróttaföt í kaupfélagi staðarins og bensín á bensínstöðinni. Það var svo varðstjórinn, Guðmundur Óli, sem hálfpartinn plataði Stefán í lögregluna sumarið 1997. Næsta vetur fór hann svo í Lögregluskólann og eftir það í lögregluna í Reykjavík. Ekki leið á löngu þar til Stefán fékk boð um að ganga í sérsveit lögreglunnar, sem hann þáði. Það var svo haustið 2006 sem hann fékk það krefjandi verkefni að leiða hóp friðargæsluliða í Gor-héraði í Afganistan. Að því verkefni loknu tók Stefán þátt í uppbyggingu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra þar til hann tók við núverandi starfi. Eins og sést hefur Stefán komið víða við þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur búið á landsbyggð- inni og í höfuðborginni, sinnt ýmsum störfum og verið á fjarlægum slóðum. „Hann hefur gengið í gegnum ýmislegt,“ segir einn aðstandenda Stefáns og bætir við að margt af því hafi verið erfitt. „Aðstæðurnar hafa verið mismunandi og til dæmis held ég að það hafi oft og tíðum verið virkilega átakanlegt og krefjandi í Afganistan. En hann kláraði sitt. Það skiptir engum togum, ef hann ætlar sér eitthvað þá gerir hann það.“ Vinir Stefáns eru sammála um að hann sé afar traustur og það sé í raun hans helsti kostur. „Hann er alltaf tilbúinn þegar einhver er hjálpar þurfi. Ef hann hefur ekki tíma þá finnur hann sér tíma,“ segir einn góðkunningi hans. „Þannig þekkja allir Stefán, sem góðan dreng og vin vina sinna.“ Stefán er bæði duglegur og fylginn sér en kannski fyrst og fremst skipu- lagður. Það þarf mikið skipulag til að ná að sameina fullt nám og fulla vinnu eins og Stefán hefur gert undanfarið, en hann leggur nú stund á stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Stefán telur mikilvægt að víkka sjóndeildar- hringinn og að námið sé prýðilega til þess fallið. En skipulagn- ingin getur farið út í öfgar á stundum. Þeir sem eru nákomnir honum segja að fyrir komi að skipulagningin sé of mikil, þannig að hann leyfi ekki hlutunum að gerast af sjálfum sér. Þannig verði þessi góði kostur stundum einn af göllum hans. Stefán getur að sögn aldrei setið kyrr, en þessi mikli kraftur og framtakssemi er eftir því sem næst verður komist arfgengur eiginleiki. Stefán er einn af hinum svokölluðu Dýllurum sem eru víðfrægir á Norðurlandi. Ættin dregur nafn sitt af Dýrleifu, ömmu Stefáns. Þegar spurt er út í galla Stefáns svarar eitt skyldmenna hans því til að allir Dýllarar séu gallalausir, en hvort sá sé vanhæfur, verandi Dýllari sjálfur, skal ósagt látið. Hvort sem það er vegna Dýllara-genanna eða einhvers annars, þá er Stefán galvaskur mjög, atorkusamur og fylginn sér. Hann byrjaði af miklum krafti sem yfirlögregluþjónn. Hans fyrsta verk eftir að hann tók við starfinu var að standa fyrir umferðarátaki í bænum þar sem annars vegar var stefnt að lægri umferðarhraða og hins vegar aukinni notkun reiðhjólahjálma. Verkefnið þykir hafa tekist vel og eru bæjarbúar sammála um að Stefán hafi verið sýnilegur í starfinu. Eins er haft á orði að há staðan hafi síður en svo stigið honum til höfuðs. „Hann setur sig ekki á neinn stall, heldur er hann alltaf tilbúinn að fara út í lögreglubúningi eins og aðrir,“ er haft eftir heimamanni. Hann vill vera meðal fólksins, með fingurna á púlsinum. MAÐUR VIKUNNAR Víðförull Dýllari STEFÁN VAGN STEFÁNSSON ÆVIÁGRIP Stefán Vagn Stefánsson fæddist árið 1972 á Sauðárkróki. Foreldrar hans eru þau Stefán Guðmundsson alþingismaður og Hrafnhildur Stefáns- dóttir verslunarmaður. Stefán er í sambúð með Hrafnhildi Guðjóns- dóttur og saman eiga þau tvö börn. Hrafnhildur á að auki dóttur sem Stefán hefur gengið í föðurstað. Stefán lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki árið 1995. Hann vann síðan við ýmis störf, aðallega í íþróttadeild Kaupfélagsins, þar til hann var plataður í sumarafleysingar hjá lögreglunni árið 1997. Árið eftir lá síðan leiðin í Lögregluskólann og að því námi loknu starfaði hann sem lögreglumaður í Reykjavík. Árið 2001 gekk Stefán svo til liðs við sérsveitina. Fimm árum síðar lagði hann land undir fót og fór til Afganistans, þar sem hann leiddi friðargæsluhóp í Gor-héraði. Eftir að hann kom heim í febrúar í fyrra starfaði hann svo við uppbyggingu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, allt þar til hann tók við starfi yfirlögregluþjóns á Sauðárkróki nú í apríl. VANN SÉR TIL FRÆGÐAR Stefán er sagður hafa tvívegis gifst Guðbrandi Guðbrandssyni, sem nú er kennari, á uppskeruhátíð Tindastóls. Þeir Stefán og Guðbrandur spiluðu saman fótbolta hjá liðinu. Þess má geta að Stefán spilaði á gítar í hljóm- sveitinni Silungunum, sem oft tróð upp á þessum uppskeruhátíðum. HVAÐ SEGJA AÐRIR? „Stefán er alveg uppfullur af orku og þrótti. Hann getur ekki setið kyrr. Flestir hafa líklega heyrt talað um Dýllarana, sem er þróttmikill og fram- takssamur ættbogi hér í bænum. Stefán er lifandi Dýllari.” Ómar Bragi Stefánsson, bróðir Stefáns. www.remax.is Einn öflugasti fasteignavef ur landsins Allar fasteignasölu r eru sjálfstætt reknar og í einkaeign Fasteignablað 164. Tölublað - 6. árgangur - 4. maí 2008 FRAMÚRSKARANDI SÖLUF ULLTRÚAR FRAMÚRSKARANDI ÁRANG UR bls. 12ER ÞÍN ATVINNUAUGLÝSING HÉR? MEST LESNA ATVINNUBLAÐ LANDSINSS. 512 5426 - vip@365.is S. 512 5441 - hrannar@365.is F í t o n / S Í A Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi til starfa hjá Áhættuþjónustu Deloitte (Enterprise Risk Services) við fjölbreytt verkefni, m.a. úttektir á upplýsingakerfum viðskiptavina okkar og önnur verkefni tengd innra eftirliti fyrirtækja. Háskólapróf sem nýtist í starfi Þekking á upplýsingakerfum Reynsla eða þekking á endurskoðun er kostur Fagmannleg og öguð vinnubrögð Færni til að koma frá sér upplýsingum skýrt og skilmerkilega, bæði munnlega og skriflega á íslensku og enskuUmsókn og ferilskrá, sem inniheldur upplýsingar um menntun og fyrri störf, sendist fyrir 29. júní nk. á netfangið aslaug.gudmundardottir@deloitte.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir mannauðsstjóri, Áslaug Björt Guðmundardóttir, í síma 580 3000. Menntunar- og hæfniskröfur: ÁHÆTTUÞJÓNUSTAÁhættuþjónusta Deloitte veitir þjónustu í innri endurskoðun, úttekt á innra eftirliti fyrirtækja, m.a. innra eftirliti upplýsingakerfa, og sérhæfir sig í ráðgjöf í upplýsingaöryggi. Þjónusta deildarinnar miðar að því að mæta vaxandi notkun á upplýsingatækni í starfsemi fyrirtækja. Sérfræoingur- á sviði innra eftirlits upplýsingakerfa KÓPAVOGSBÆR LAUS STÖRFÍ LEIKSKÓLUM KÓPAVOGS: Kynnið ykkur nýjar samþykktir í launamálum leikskóla í Kópavogi. Baugur: 570 4350 • Leikskólakennarar • Leikskólasérkennari/þroskaþjálfi v/ sérkennsluDalur: 554 5740Störf laus frá 1. ágúst • Leikskólak.þroskaþjálfi/leiðbein. • Sérkennslustjóri • Starfsmaður í skilastöðuEfstihjalli: 554 6150 • Leikskólakennarar frá 1. ágústFífusalir: 570 4200 • Deildarstjóri á yngri deild • Leikskólakennarar • Sérkennslustjóri 75%, afleysingGrænatún: 554 6580 • Sérkennslustjóri 50% frá 1. ágúst • Leikskólak/þroskaþj. 100% frá 1 ágúst Hvarf: 570 4900 • Deildarstjórar frá 11. ágúst • Leikskólakennarar frá 11. ágúst • Sérkennsla, sem fyrstKópahvoll: 554 0120 • Leikskólakennari frá 1. ágúst • Leikskólak/þroskaþj. í stuðning 50% f.hád. Kópasteinn: 564 1565 • Leikskólak/leiðb. næsta haust • Leikskólak/leiðb.tímab.afleysing næsta haust Marbakki: 564 1112 • Leikskólakennari frá 1. ágúst Núpur: 554 7020 • Deildarstjóri 2-3 ára barna • Leikskólakennarar • SérkennslaRjúpnahæð: 570 4240 • Deildarstjóri • Leikskólak. á deild/sérkennsla/íþróttir Urðarhóll – Heilsuleikskóli: 554 7789 • Leikskólakennarar Nánari upplýsingar á:www.kopavogur.is og www.job.is FjármáladeildIKEA leitar að kraftmiklum starfsmanni í fjármáladeild. Star ð felur í sér almenn skrifstofustörf, skráningu og bókanir reikninga, afstemmingar og önnur tilfallandi störf.Hæfniskröfur: • Reynsla af bókhaldsstörfum skilyrði • Þekking á Navision er kostur • Góð almenn tölvukunnátta • Nákvæmni, skipulagshæfni og sjálfstæði í starUm er að ræða 50% starf þar sem unnið er frá klukkan8:00-12:00. Umsóknum má skila á þjónustuborð IKEA eða fylla út umsókn á http://job.ikea.is/Nánari upplýsingar veita Stefán Árnason, fjármálastjóri (stefan.arnason@ikea.is) og Auður Gunnarsdóttir, starfmannasviði (audur@ikea.is) í síma 520-2500.Umsóknarfrestur er til og með 23. júní nk. Hjá IKEA starfa rúmlega 300 manns. Starfsmenn eru á öllum aldri, með ólíkan bakgrunn og af ýmsum þjóðernum. Við fögnum slíkri breidd og viljum meina að það sé skemmtilegt að vinna hjá IKEA, þar sem allir standa saman í því að starfrækja eina vinsælustu verslun landsins. Við ráðningu er mikið lagt upp úr þjálfun nýliða, bæði almennri sem og sértækri þjálfun. M tur[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ]Júní 2008 LJÚFFENG BLEIKJA ÁSAMT MEÐLÆTI MIKILVÆGI SÍTRÓ SALAT AÐ HÆTTI ÁVAXTABÍLSINS BAKAÐ ÚR LÍ utarferð Nanna Rögnvaldardóttir skrifar Sumarlegur dögurður – fyrir alla fjölskyldunaHeppilegur veislumatur Ilmandi humar á grilliðBára Jóhannsdóttir Létt og litríkt salat Listak n r töfra fram holla og ljúffenga rétti „Golf er skemmtileg vinna“ Ítarlegt viðtal við Steingrím Hermannsson í tilefni áttræðisafmælis hans í dag. Ísbirnir prýða mörg heimilin Páll Winkel lét undan og gaf konu sinni ísbjörn. Í vist hjá eyþjóð sem alþjóða- væddist Alp Mehmet, fráfarandi sendiherra Breta, segir frá því hvernig Ísland kemur honum fyrir sjónir. Matur fylgir Fréttablaðinu á sunnudag: Lautarferð að hætti listakvenna Ilmandi humar á grillið Ávaxtasalat fyrir smáfólkið Sælkerafi skur ásamt léttu meðlæti Bakað úr lífrænt ræktuðu hráefni Dulbúið grænmetissalat Matarpistill Nönnu Rögnvaldardóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.