Fréttablaðið - 21.06.2008, Side 27
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL.
Einn þeirra bíla sem athygli vöktu þar sem þeir
stóðu á Tjarnarbrúnni í Reykjavík á þjóðhátíðar-
daginn var Oldsmobile af árgerð 1958. Sá er
allur upprunalegur, meira að segja lakkið.
Eigandi hans er Pétur Karl Pétursson.
„Ég keypti þennan bíl 19. maí í vor þannig að ég er
bara búinn að eiga hann í rúman mánuð,“ segir
Pétur ánægður þar sem hann stendur við að pússa
og bóna dýrgrip af Oldsmobile-gerð. „Bíllinn er
fyrst skráður 1. júlí 1958, þá í Ohio í Bandaríkjun-
um, en kom hingað til lands 1999, þá fluttur inn af
Sigursteini Þórssyni á Akureyri,“ heldur hann
áfram söguna og kveðst hafa keypt kaggann af Agli
Matthíassyni.
Oldsmobile vegur tvö tonn og er með 305 hest-
afla, 8 strokka vél. Bíllinn hans Péturs er af árgerð
1958, hann er einkar vel með farinn og allur upp-
runalegur. Einungis ekinn 45 þúsund mílur frá upp-
hafi, eða rúma sjötíu þúsund kílómetra. „Notkunar-
leysi er það sem helst háir honum og lýsir sér í
ýmsum stirðleika,“ segir eigandinn, sem ætlar að
gera sitt besta til að liðka hann eitthvað til. „Þetta
er samt ekki bíll sem maður keyrir nema þegar
veður er gott enda er hann ekki minn aðalbrúkunar-
bíll, heldur bara til að nota á sunnudögum. Ég er
einu sinni búinn að skreppa á honum á Selfoss, það
er lengsta ferðin hingað til,“ segir hann og kveðst
ekki vilja vita hversu miklu bensíni hann eyði á
hundraði.
Pétur, sem var starfsmannastjóri hjá borgar-
verkfræðingi í tuttugu ár, er nú kominn á eftirlaun.
Því kveðst hann hafa nægan tíma til að dunda við
það sem hann langi til eins og að snúast kringum
sína veglegu bifreið. Skyldi hann hafa átt fleiri
svona kagga um ævina? „Ekki seinni árin og engan
svona verklegan. En mig hefur lengi langað í svona
bíl og alltaf gefið þeim auga þegar þeir hafa orðið á
vegi mínum.“ gun@frettabladid.is
Þetta er bara bifreið til
að nota á sunnudögum
„Mig hefur lengi langað í svona bíl og gefið þeim auga þegar ég hef getað,“ segir Pétur og keppist við að pússa sinn gamla Olds-
mobile. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
100% fjár
mögnun
Opið í dag frá kl. 12 - 16
Tómstundahúsið • Nethyl 2 • sími 587-0600 • www.tomstundahusid.is
Nýkominn
HPI Savage XL
fjarstýrður bensín torfærutrukkur,
sá stærsti og öfl ugasti til þessa.
SYNGJANDI ENGLAR
Drengjakór Reykjavíkur er
nýkominn heim úr kórferð til
Barcelona.
FERÐIR 3
LÍFLEGT SUMAR
Túrkísblár og aðrir
sterkir litir verða
áberandi í sumar.
TÍSKA 4