Fréttablaðið - 21.06.2008, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 21.06.2008, Blaðsíða 75
LAUGARDAGUR 21. júní 2008 FÓTBOLTI Manchester United gaf það enn og ný út í gær að Cristiano Ronaldo væri ekki til sölu. Á heimasíðu félagsins í gær var yfirlýsing um að United myndi ekki hlusta á nein tilboð í portú- galska landsliðsmanninn. „Ronaldo hefur hvað eftir annað verið orðaður við spænska liðið Real Madrid í sumar en félagið stendur við fyrri yfirlýs- ingar um að hann sé ekki til sölu,“ stóð í umræddri yfirlýsingu. Sir Alex Ferguson, stjóri Eng- landsmeistara Manchester Unit- ed, hefur sjálfur sagt að hann myndi láta Ronaldo rotna með varaliðinu, þau þrjú ár sem hann á eftir af samningi sínum, frekar en að leyfa honum að fara frá félaginu. Það gæti þó reynst erf- itt fyrir Glazer-fjölskylduna að neita risatilboði í Ronaldo. Ronaldo segir að málin séu komin út úr hans höndum en það fari ekkert á milli mála hvað hann vilji. Eins og staðan er núna og miðað við yfirlýsingar Ronaldos er allt eins líklegt að hann verði lykilmaður í varaliði United næsta vetur. „Það er góður möguleiki á að ég fari til Madrídar. Ég þarf að ræða við Manchester United og svo sjáum við til. Það vita allir hvað ég vil gera en það ættu að koma einhverjar nýjar fréttir eftir tvo til þrjá daga,“ sagði Ron- aldo í kjölfar þess að portúgalska landsliðið datt út í átta liða úrslit- unum á EM. Þá kom einnig fram að Ronaldo væri búinn að spila meiddur síðustu þrjá mánuði og að hann væri að fara í smáaðgerð vegna þeirra þegar hann sneri heim til Manchester. - óój Manchester United ítrekaði það í gær að Cristiano Ronaldo væri ekki til sölu: Frekar látinn rotna í varaliðinu en að vera seldur til Real Madrid EM 2008 Guus Hiddink komst með Rússa upp úr riðlinum á EM og mætir hann löndum sínum í hollenska liðinu í kvöld. Leikur- inn er í átta liða úrslitum keppninnar en sigurvegarinn mætir liðinu sem vinnur í leik Spánverja og Ítala á morgun. Hiddink kom Hollandi upp úr riðlinum á EM 1996 og HM 1998 og lenti þar í fjórða sæti. Suður- Kóreu kom hann í undanúrslit á HM 2002 þar sem liðið lenti einnig í fjórða sæti og Áströlum kom hann upp úr riðlinum á HM 2006. „Þetta verður sérstakur leikur fyrir mig. Ég þekki alla í liðinu en það sem gleður mig mest er að sjá tvö frábær fótboltalið mætast. Þetta verður góður leikur,“ sagði Hiddink, sem benti á Andrej Arshavín sem lykilmann sinn í leiknum. Hann vonast eftir því að vera stimplaður sem svikari í heimalandi sínu. „Ég vil gerast mesti svikari í sögu Hollands,“ sagði Hiddink í gamansömum tón. „Ég nýt þess til fullnustu að vinna á meðal þeirra bestu í knattspyrnuheimin- um. Ef maður vinnur er maður kallaður hetja en er á hraðri leið til glötunar ef maður tapar. Þetta er alvaran,“ sagði þjálfarinn. Hann vonast eftir því að geta fundið veikleika hollenska liðsins. „Hollendingarnir halda að það sé ekki hægt að sjá við þeim taktískt séð þar sem þeir eru aldir upp frá unga aldri með ákveðna taktík í huga. Þegar þeir eru 14, 15 og 16 ára er þeim kennt að spila á ákveðinn hátt af félögum sínum. Það er erfitt að reikna þá út og reyndar kann ég það ekki. Þeir eru með frábært lið en öll lið hafa sína veikleika og vonandi náum við að finna þá og nýta.“ Marco van Basten hrósar landa sínum og kollega hjá Rússum í hástert. „Ég er ánægður fyrir hans hönd. Eftir erfiða byrjun Rússa á mótinu eru þeir farnir að spila vel. Hann er frábær þjálfari,“ sagði Basten. „Þetta verður erfiður leikur eins og allir vita en ég hef trú á mínum mönnum.“ - hþh Guus Hiddink mætir löndum sínum Hollendingum sem hann stýrði fyrir tíu árum: Vonast eftir föðurlandssvikum HIDDINK Þekkir hollenska liðið út og inn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY TM styður kvennaknattspyrnu EM 2008 Það þurfti vítaspyrnu- keppni til að knýja fram sigurveg- ara í viðureign Tyrkja og Króata í átta liða úrslitum EM í gær. Með frábærri frammistöðu tryggði Rüstü Recber Tyrkjum sæti í undan úrslitunum þar sem þeir mæta Þjóðverjum. Tyrkir gerðu sig sjaldan líklega til að ógna marki Króatanna, sem léku vel. Tyrkirnir spiluðu afar þétta vörn en Króatar áttu nokkur góð færi til að klára leikinn í venjulegum leiktíma. Rüstü sýndi gamalkunna takta á milli stanganna og átti stórleik. Hann var í markinu í stað Volkan Demirel sem tók út leikbann, og varði hann nokkrum sinnum stór- glæsilega. Einu sinni bjargaði sláin Tyrkjum þegar Ivica Olic skallaði í hana af stuttu færi. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma en Tyrkir sóttu í sig veðr- ið í framlenginngunni. Þeir áttu nokkur fín færi og léku mun betur en náðu ekki að brjóta ísinn. Það var verið að bíða eftir vítaspyrnukeppninni þegar Ivan Klasnic skall- aði boltann í netið á 119. mínútu og Króat- ar fögnuðu eins og þeir hefðu orðið Evrópumeistarar. Það var þó of snemmt. Tyrkir fóru í sókn og Semih jafnaði fyrir þá þegar 121. mínúta var liðin og þrjár sek- úndur komnar fram yfir uppbótartímann. Frá- bær endurkoma Tyrkja, sem neituðu enn og aftur að gefast upp. Þeir komust upp úr riðlinum með 3-2 sigri á Tékkum eftir að hafa lent 2-0 undir. Í vítaspyrnukeppn- inni var Rüstü hetjan þegar hann varði eina spyrnu en lokaði vel á Króata, sem skutu tvisvar framhjá. Lygileg frammistaða Tyrkja í keppninni en þeir verða án þriggja lykil- manna gegn Þjóðverjum þar sem þeir taka út leikbann. - hþh Rüstü Recber var hetja Tyrkja í vítaspyrnukeppni gegn Króötum: Dramatík á dramatík ofan ÆSTUR Slaven Bilic, þjálfari Króata, var líflegur á hliðarlínunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP FRÁBÆR Rüstü var hreint frábær í leiknum og tryggði Tyrkjum farseðilinn áfram. Tyrkir fagna hér eftir vítaspyrnukeppnina. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP VÍTASPYRNUKEPPNIN: 1-1 Modric skýtur framhjá fyrir Króata 2-1 Turan skorar fyrir Tyrki 2-2 Srna skorar fyrir Króata 3-2 Semih skorar fyrir Tyrki 3-2 Rakitic skýtur framhjá fyrir Króata 4-2 Hamit skorar fyrir Tyrki 4-2 Petric lætur Recber verja frá sér NÝJAR FRÉTT- IR FLJÓTLEGA Cristiano Ronaldo ætlar að ræða við Manchester United. NORDIC- PHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.