Fréttablaðið - 21.06.2008, Side 56
28 21. júní 2008 LAUGARDAGUR
10. BRÚNAVÍK
„Einhver litskrúðugasta og fallegasta
vík á Íslandi. Ekið áleiðis að höfninni
við Borgarfjörð eystri og gengið þaðan
yfir lágan ás yfir í Brúnavík.“
Ásta Þorleifsdóttir
11. GALTASTAÐIR FRAM
Í HRÓARSTUNGU Á
HÉRAÐI
„Alþýðutorfbær sem nú er unnið að
endurbótum á. Íslendingar mega vera
duglegri við að staldra við og skoða
þessa gömlu bæi sem við eigum og
eru einstakir á heimsvísu. Ég er orðin
þreytt á þessum misskilningi um að
skríða út úr torfbæjunum, torfbæir
eru mögnuð híbýli sem falla ein-
staklega vel að náttúrunni og það er
óskaplega gaman að skoða þá.“
Margrét Hallgrímsdóttir
12. HENGIFOSS Í
FLJÓTSDAL
„Einn hæsti foss landsins (118 metrar)
í fallegri umgjörð. Skammt frá Skriðu-
klaustri.“
Ari Trausti Guðmundsson
13. SÖNGHOFSDALUR
„Ekin Kverkfjallaleið frá Möðrudal
suður á brúna yfir Kreppu. Gengið
þaðan norður Krepputungu átta
kílómetra leið að ármótum Kreppu og
Jökulsár, gegnt Herðubreiðarlindum.
Þar er stórkostleg gróðurvin í litlum
dal með stuðlabergi og læk, en nafnið
Sönghofsdalur er til komið vegna
bergmáls í dalnum.“
Ómar Ragnarsson
14. FJAÐRÁRGLÚFUR
„Einn af mínum uppáhaldsstöðum og
eitt fallegasta náttúruundur á Íslandi.
Beygt út af Þjóðvegi eitt skammt
vestan Kirkjubæjarklausturs þar sem
farið er að Lakagígum. Það er ofsalega
gaman að ganga inn gilið rétt við
Þjóðveg eitt. Fjaðrárgljúfur er meðal
stórbrotnustu náttúruundra landsins.“
Ásta Þorleifsdóttir
15. HRÍFUNES
„Var í þjóðleið til 1992 er þjóðvegur-
inn var færður sex kílómetrum sunnar.
Þetta er tilvalinn útúrdúr og álíka
langur og að þeysa þjóðveginn fram-
hjá. Þessi hringur er gott dæmi um
1. ÖNDVERÐARNES OG
SVÖRTULOFT
„Aðgengilegur og vel merktur staður
sem alltaf er gaman að koma á. Veg-
slóðinn liggur meðfram bjargbrúninni
að gamla vitanum og oft má sjá hvali
rétt fyrir utan. Þarna er líka brunnur-
inn Fálki sem gaman er að skoða og
ekki langt frá er Írskra brunnur.“
Ásta Þorleifsdóttir
2. LJÓSMYNDASAFNIÐ
BÆRINGSSTOFA Í
GRUNDARFIRÐI
„Frábært safn þar sem meðal
annars er fullyrt að James Bond sé
úr Hnappadalssýslu. Sá sem þarna
stjórnar heitir Ingi Hans og er snill-
ingur. Stórskemmtilegt og öðruvísi
safn sem er nær okkur í tíma en mörg
önnur söfn.“
Haukur Snorrason
3. GRAFARLAUG Í
REYKJADAL
„Heit laug sem dásamlegt er að koma
í á síðkvöldum. Dalurinn er skógi
vaxinn og þarna eru engin önnur
mannvirki en laugin og pínulítill bún-
ingsklefi. Beygt út af veginum rétt hjá
Fellsenda og hægt er að keyra alveg
að lauginni.“
Sigrún Vilbergsdóttir
Leynistaðir í alfaraleið
Fjölförnustu ferðamannastaðirnir verða leiðigjarnir til lengdar. Þegar þeyst er eftir þjóðveginum er gaman að nema staðar við
fáfarnari perlur og hver veit nema þannig rambi maður á sannkallaða leynistaði. Þórgunnur Oddsdóttir heyrði í nokkrum víðför-
ulum Íslendingum og fékk að vita hvar þeir mæltu með að íslenskir ferðalangar stöldruðu við á ferðum sínum um landið.
ÁLITSGJAFAR
1 2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
1819
4. VAÐALFJÖLL SKAMMT
FRÁ BJARKAR LUNDI Á
BARÐASTRÖND
„Fallegir útsýnistindar með stuðla-
bergi, fáeinna klukkustunda ganga.“
Ari Trausti Guðmundsson
5. LITLIBÆR Í SKÖTU-
FIRÐI
„Hlaðinn lítill bær alveg niðri við
ströndina sem Þjóðminjasafnið hefur
nýlega lokið við að endurbyggja. Þetta
er einn af þessum stöðum þar sem
maður verður alveg bergnuminn.“
Margrét Hallgrímsdóttir
6. REYKJAFJÖRÐUR
NYRÐRI Á STRÖNDUM
„Kannski ekki alveg í alfaraleið en nú
orðið er boðið upp á farþegaflutninga
þangað með báti frá Norðurfirði allt
sumarið, þökk sé Reimari Vilmundar-
syni. Ég held þetta sé eitt best
geymda leyndarmál Íslands. Þarna er
gott tjaldsvæði, sundlaug, gistiaðstaða
í gömlum bæ og aðeins tíu kílómetra
ganga upp að einum af skriðjöklum
Drangajökuls.“
Sigrún Valbergsdóttir
7. GRETTISLAUG Í
SKAGAFIRÐI
„Forn og fræg setlaug í flottu lands-
lagi.“
Ari Trausti Guðmundsson
8. SKEIÐSVATN Í
SVARFAÐARDAL
„Fallegt stöðuvatn sem gaman er að
ganga að. Hægt er að keyra alveg
fram að Koti, fremsta bæ í Svarfaðar-
dal, og þaðan er eins og hálfs tíma
ganga upp að vatninu og til baka með
nestispásu.“
Ásta Þorleifsdóttir
9. LEIRHNJÚKUR OG
GJÁSTYKKI
„Ég skilgreini þetta sem leynistaði því
ég hef enn ekki hitt Íslending sem
hefur komið á þá. Íslendingar skoða
Kröfluvirkjun og Víti, útlendingar hin
enn ósnortnu Leirhnjúk og Gjástykki.
Ekið frá Námaskarði við Mývatn
malbikaðan veg að Kröfluvirkjun og
upp á brekkuna fyrir norðan hana.
Þaðan er kortersgangur að Leirhnjúki
þar sem skoða má ummerki eftir
fjórtán eldgos 1975-84. Hægt að aka
jeppaslóða norður undir Gjástykki
en þar er svæði sem alþjóðasamtök
um ferðir til Mars hafa áhuga á sem
æfingasvæði fyrir Marsfara framtíðar-
innar líkt og Askja varð æfingasvæði
fyrir tunglfarana 1967.“
Ómar Ragnarsson
1
2
5
hvernig þjóðvegurinn var fyrir aðeins
nokkrum árum. Einnig fær maður
sveitastemninguna beint í æð.“
Haukur Snorrason
16. HJÖRLEIFSHÖFÐI
„Hjörleifshöfði finnst mér alltaf
afskiptur, það þarf ekki merkilegan
jeppa til að keyra niður fyrir hann
og labba upp undir bjargið og fá sér
nesti. Þarna er allt önnur veröld en
uppi við þjóðveg; fuglalíf og sérstakt
útsýni yfir svartan sandinn sem Katla
gamla færði þarna niðreftir. Fram á
15. öld var þarna bara sjór og fjörður
sem náði upp að Höfðabrekku en
þetta er nú syðsti oddi Íslands. Maður
er yfirleitt einn þarna og stemningin
er sérstök undir um 200 metra háu
bjarginu.“
Haukur Snorrason
17. GJÁIN Í ÞJÓRSÁRDAL
„Yndislegur staður. Íslensk náttúra og
rómantík eins og hún gerist best á
íslenskum sumarkvöldum. Aðeins um
tíu mínútna ganga frá Stöng. Fallegur
foss og dásamlegar lindir.“
Ásta Þorleifsdóttir
18. REYKJADALUR
„Reykjadalur ofan við Hveragerði
er bara snilld, þarna eru heitir lækir
ekkert ósvipaðir þeim í Landmanna-
laugum. Um klukkustundarlabb frá
Hveragerði. Sundstaður sem færi létti-
lega inn í alla „hipp og kúl“ bæklinga.
Þetta er á hinum svokallaða Bitruhálsi
sem til stóð fyrir stuttu að virkja og
þar með eyðileggja en sem betur fer
eru menn og konur á Íslandi að átta
sig á að það verður að hlífa náttúr-
unni líka, ekki bara vinda hana eins
og hverja aðra gólftusku.“
Haukur Snorrason
19. SOGIN
„Um tuttugu mínútna akstur frá
Hafnar firði og hálftíma ganga. Farin
Krýsuvíkuleið í tíu kílómetra að
Vatnsskarði en þar beygt til hægri
eftir leið sem er merkt „Vigdísarvellir“.
Eknir um tíu kílómetrar en farið út
af upp að norðurenda Djúpavatns.
Þaðan gengið upp á hálsinn og horft
yfir Sogin, sem er litfegursta gilið
á Reykjanesskaga og þarf að fara í
Kerlingarfjöll eða Landmannalaugar til
að sjá annað eins.“
Ómar Ragnarsson
7
9
Haukur Snorra-
son ljósmyndari
Ásta Þorleifsdótt-
ir jarðfræðingur
Ómar Ragnars-
son fréttamaður
Sigrún Valbergs-
dóttir, varaforseti
Ferðafélags
Íslands
Ari Trausti
Guðmundsson
jarðfræðingur
Margrét Hall-
grímsdóttir þjóð-
minjavörður