Fréttablaðið - 21.06.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 21.06.2008, Blaðsíða 74
46 21. júní 2008 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir því slóvenska klukkan 14 á Laugardalsvelli í dag. Allt er undir í leiknum. Sigur þýðir að Ísland tryggir sér sæti í umspili um laust sæti í úrslita- keppni EM í Finnlandi á næsta ári en tap gæti sett strik í reikning- inn. Vinni Íslendingar Slóvena og síðan Grikki á fimmtudag leikur liðið úrslitaleik við Frakka um beina leið á EM. Íslenska liðið hefur lagt mikla áherslu á sóknarleikinn á æfing- um sínum í vikunni. Allar líkur eru á því að lið Slóvena liggi langt aftur og freisti þess að beita skyndisóknum og nýta föst leik- atriði til hins ítrasta. Íslenska liðið var skorið niður um þrjá leikmenn í gær; þær Gunnhildur Yrsa Jóns- dóttir úr Stjörnunni, Berglind Björg Þorvaldsdóttir úr Breiða- bliki og María B. Ágústsdóttir, markvörður KR, duttu úr hópn- um. Sigurður Ragnar Eyjólfsson til- kynnti byrjunarlið sitt svo í gær- kvöldi. Katrín Ómarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir byrja á miðjunni ásamt Eddu Garðars- dóttur. Hólmfríður og Dóra María fá svo það hlutverk að opna upp kantana og Margrét Lára er í fremstu víglínu. „Við verðum með sömu áherslur og í leikjum ársins hingað til. Okkur hefur gengið vel og ég sé ekki ástæðu til að breyta út frá því. Ég tel að við séum með betra lið en þær og við viljum halda bolt- anum innan liðsins, sækja vel og nota kantana mikið. Við fórum vel yfir þessa þætti á síðustu æfingu,“ sagði Sigurður en eftir blaða- mannafund í gær hélt liðið til Keflavíkur. Þar dvelur það á hóteli fram að leiknum í dag. EM-draumurinn kraumar í Sig- urði og með hverjum leiknum styttist í markmiðið. „Við eigum þrjú skref eftir og við tökum mjög stórt skref ef við vinnum Slóveníu. Þá fáum við í það minnsta úrslita- leiki heima og heiman í umspili,“ segir þjálfarinn, sem leynir ekki stolti sínu af stelpunum. „Ég er ánægður með hópinn. Hann hefur staðið sig mjög vel og hann er til- búinn fyrir leikinn. Við höfum verið að fá marga leiki og spilað þetta á sama kjarna. Nú sjáum við hvort hann stenst álagið og skarar fram úr,“ sagði þjálfarinn. Margrét Lára Viðarsdóttir er ein þeirra sem eru klárar í slaginn í dag. Hún hefur átt við meiðsli að stríða: „En ég er öll að koma til. Ég var í mjög erfiðum meiðslum og í kjölfarið lenti ég í veseni með nár- ann og öðrum lærameiðslum. Ólukkan hefur því aðeins verið að elta mig en ég er vonandi að kom- ast á gott skrið núna,“ segir Mar- grét, sem leggur áherslu á að liðið haldi þolinmæðinni í dag. „Við þurfum að vera þolinmóðar og vakandi. Við höfum verið að leggja áherslu á uppspilið og við reiknum með því að vera meira með boltann. Við eigum að vera mikið í sókn og því höfum við skoðað hana gaumgæfilega. Það væri best að skora fljótlega og ég reikna með því að hápressa á þær og gefa þeim engan tíma.“ Markmaðurinn Þóra B. Helga- dóttir segir að eftirvænting sé í hópnum. „Við brenndum okkur úti gegn þeim og það var bara klúður. Við munum nota það til að móti- vera okkur fyrir þennan leik. Leik- urinn á morgun er skref númer tvö af fjórum. Það góða við þetta er að við höfum að einhverju að keppa í hverjum einasta leik. Hver leikur er úrslitaleikur hjá okkur,“ sagði Þóra. hjalti@frettabladid.is Þrjú stór skref eftir að draumnum Ísland mætir Slóveníu á Laugardalsvellinum í dag en fyrri leikurinn ytra tapaðist. „Það var klúður og við notum það með okkur núna.“ Liðið er í dauðafæri á því að komast upp úr sínum riðli í úrslitakeppni EM. LÍNURNAR LAGÐAR Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson leggur hér línurnar fyrir stelpurnar sínar á æfingu liðsins í vikunni. Hann hvetur alla til að fylkja liði í Laugardalinn í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL GOLF Þriðja mót Kaupþingsmóta- raðarinnar fer fram á Garðavelli á Akranesi um helgina. Ólafur Björn Loftssson úr NK og Ásta Birna Magnúsdóttir úr GK eru með forystu eftir tvö mót en bæði hafa þau unnið annað upphafs- mótanna. Ólafur Björn vann fyrsta mótið á Hellu og varð síðan í 9. sæti á öðru mótinu á Hólmsvelli í Leiru. Ólafur hefur gott forskot á Davíð Má Vilhjálmsson úr GKJ (42 stig) sem kemur næstur en Ólafur Hreinn Jóhannesson úr GS, sem vann síðasta mót, er fimmti á eftir þeim Hlyni Geir Hjartarsyni úr GK og Pétri Óskari Sigurðs- syni úr GR. Ásta Birna hefur naumt forskot á Ragnhildi Sigurðardóttur úr GR hjá konum en Ásta vann mótið í Leirunni. Ragnhildur hefur hins vegar orðið í 2. og 3. sæti á fyrstu mótum ársins. Þriðja er síðan Ingunn Gunnarsdóttir úr GKG sem vann fyrsta mót sumarsins. - óój Kaupþingsmótaröðin: Ólafur og Ásta eru á toppnum MEÐ GOTT FORSKOT Ólafur Björn Lofts- son úr NK. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SUND Sigrún Brá Sverrisdóttir úr Fjölni setti í gær glæsilegt Íslandsmet í 400 metra skriðsundi á aldursflokkameistaramóti Íslands sem fram fer í Vatna- veröldinni í Reykjanesbæ. Sigrún bætti sitt eigið met frá 2007 um 1,28 sekúndur þegar hún synti þessa 400 metra á 4:17,35 mínútum. Sigrún Brá er í frábæru formi þessa daganna en hún er nýkomin heim þar sem hún synti sig inn á Ólympíuleik- ana í Peking með því að tvíbæta Íslandsmetið í 200 metra skrið- sundi. - óój Aldursflokkamótið í sundi: Sigrún Brá með Íslandsmet ÞRJÚ MET Á STUTTUM TÍMA Sigrún Brá Sverrisdóttir er í frábæru formi þessa daganna. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Bikarævintýri Breiðholtsliðsins er með hrein- um ólíkindum en þetta rúmlega eins árs gamla félag féll úr keppni í 32 liða úrslitum VISA-bikarsins á nauman hátt, 1-0, gegn KR vestur í bæ. Markvörður KB-liðsins, Ragnar Daði Jóhannsson, vakti sérstaka athygli fyrir vaska frammistöðu í leiknum sem og í leikn- um gegn Njarðvík sem KB vann, 2-0. „Það var helvíti gaman að spila á KR- vellinum. Ég bjóst aldrei við þessum frábæra leik hjá okkur. Hefði verið sáttur ef mér hefði tekist að halda KR-liðinu undir fimm mörkum. Það var takmarkið og því er óhætt að segja að ég sé frekar sáttur,“ sagði Ragnar Daði léttur í spjalli við Fréttablaðið í gær en hann var geysilega sáttur við eigin frammi- stöðu. „Loksins náði maður að stíga almenni- lega upp og sýna hvað maður getur. Ég svaf varla af stressi fyrir leikinn og var með hnút í maganum. Ég hef verið svolítið meiddur en ég tel mig vera helvíti góðan þegar ég er heill heilsu.“ Ragnar Daði er 24 ára gamall og er úr Grindavík. Hann var um tíma á mála hjá Grindavíkurliðinu en gekk síðan í raðir GG og lék með því. Hann hafði þó ekki spilað fótbolta í heilt ár þegar hann ákvað að ganga í raðir KB. „Ég sá auglýsingu á fót- bolti.net frá KB um að þá vantaði markvörð og þar sem ég bý í Breiðholtinu með kærustunni minni ákvað ég að slá til. Það var vel tekið í það og mér hent í markið um leið. Það gekk ekkert sérstaklega vel til að byrja með enda hafði ég ekki sparkað í bolta né gripið í háa herrans tíð. Svo var formið á mér ekki heldur gott. Var orðinn allt of þungur. Ég er búinn að missa einhver 10-15 kíló síðan ég byrjaði að æfa aftur en er samt enn í þriggja stafa tölu. Stefnan er tekin á að komast í svona 95 kíló. Þá er ég flottur,“ sagði Ragnar Daði, sem leikur í gamalli treyju með Sinalco-auglýsingu en talsvert er síðan hætt var að framleiða þann ágæta drykk hér á landi. Ragnari hafði verið lofað nýrri treyju eftir leikinn en hann vill ekki skipta. „Þetta er klárlega happa- treyja. Ég fæ bara nýja næsta sumar þegar við erum komnir í 2. deild,“ sagði Ragnar brattur. RAGNAR DAÐI JÓHANNSSON: MARKVÖRÐUR KB HEFUR VAKIÐ ATHYGLI Í BIKARNUM FYRIR VASKA FRAMMISTÖÐU Sá auglýsingu á netinu og varð markvörður KB FÓTBOLTI Guðrún Sóley Gunnars- dóttir leikur sinn 50. landsleik fyrir Ísland í dag gegn Slóveníu. Hún er níunda konan sem nær þeim áfanga. Edda Garðarsdóttir leikur sinn 60. landsleik í dag en Katrín Jónsdóttir bætir metið með hverjum leiknum sem hún spilar. Allir leikmenn Íslands sem spilað hafa 50 leiki eða fleiri eru í byrjunarliði Íslands í dag. - hþh Merkur áfangi hjá Íslandi: Guðrún Sóley í 50 landsleiki LANDSLEIKJAMET Katrín Jónsdóttir 73 leikir Ásthildur Helgadóttir* 69 leikir Edda Garðarsdóttir 59 leikir Þóra B. Helgadóttir 57 leikir Guðlaug Jónsdóttir* 56 leikir Erla Hendriksdóttir* 55 leikir Olga Færseth* 54 leikir Margrét R. Ólafsdóttir* 51 leikir Guðún Sóley Gunnarsdóttir 49 leikir *HÆTT MEÐ LANDSLIÐINU FÓTBOLTI HK-ingum tókst á mið- vikudagskvöldið í annað sinn á fjórum árum að slá Skagamenn út úr 32 liða úrslitum bikarsins og líkt og 2004 unnu þeir 1-0 á Kópa- vogsvelli þar sem sigurmarkið kom í lok leiks. Skagamenn mega örugglega ekki heyra á nafnið Hörður Magnús son minnst því tveir nafnar úr Kópavogi hafa endað bikardrauma liðsins strax í fyrstu umferð á síðustu fjórum árum. Hörður Már Magnússon tryggði HK 1-0 sigur á ÍA 12. júní 2004 með skoti af þrjátíu metra færi þegar aðeins tvær mínútur voru til leiksloka. Í fyrrakvöld var það næstum því alnafni hans, Hörður Magnússon, sem lék þetta eftir þegar hann skoraði sigurmarkið tíu sekúndum fyrir leikslok eftir að hafa komið inn á sem varamað- ur fjórtán mínútum áður. Hin nýja hetja HK-inga er 22 ára sóknarmaður og er fimmtán árum yngri en Hörður Már, sem lék einnig með í þessum leik. Þegar HK sló ÍA út síðast fór liðið alla leið í undanúrslit keppn- innar og nú er að sjá hvað gerist í sumar. - óój HK-ingar slógu ÍA út úr bikarnum í annað sinn á fjórum árum: Hörður Magnússon er ekki vinsælasta nafnið á Skaganum RÉTTA NAFNIÐ Hörður Magnússon í leik með HK. Hann og nafni hans hafa báðir valdið Skagamönnum höfuðverk í bikarkeppninni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL > Hörður Axel í Keflavík Íslandsmeistarar Keflavík áttu í gær mótleik við bakvarða- missi sínum en þeir Magnús Þór Gunnarsson (í Njarðvík) og Arnar Freyr Jónsson (í Grindavík) hafa yfirgefið liðið. Keflavík er búið að semja við hinn tvítuga Hörð Axel Vilhjálmsson, sem vildi ekki endurnýja samning sinn við Njarðvík. Hörður Axel mun því spila áfram með Sverri Þór Sverrissyni, sem er einnig kominn til Keflavíkur, en þeir félagar deildu leikstjórnandastöðunni hjá Njarðvík síðasta vetur. Keflavíkur liðið er um leið komið með þrjá af efnilegustu leikmönnum landsins því fyrir hjá liðinu eru miðherjinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson og framherjinn Þröstur Leó Jóhannsson. BYRJUNARLIÐIÐ Í DAG - 4-5-1: Markvörður: Þóra B. Helgadóttir Hægri bakvörður: Ásta Árnadóttir Vinstri bakvörður: Ólína G. Viðarsd. Miðverðir: Katrín Jónsdóttir fyrirliði og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir Tengiliðir: Edda Garðarsdóttir og Katrín Ómarsdóttir Sóknartengiliður: Sara Björk Gunn- arsdóttir Hægri kantur: Dóra María Lárusd. Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsd. Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.