Fréttablaðið - 21.06.2008, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 21.06.2008, Blaðsíða 78
50 21. júní 2008 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. eyja í asíu, 6. líka, 8. málmur, 9. hækkar, 11. til dæmis, 12. botnfall, 14. þátttakandi, 16. frá, 17. rakspaði, 18. þakbrún, 20. fyrir hönd, 21. krot. LÓÐRÉTT 1. plan, 3. bardagi, 4. hrörnun, 5. á móti, 7. Afríkudýr, 10. kvabb, 13. fjallaskarð, 15. sjá eftir, 16. eyrir, 19. vörumerki. LAUSN LÁRÉTT: 2. java, 6. og, 8. tin, 9. rís, 11. td, 12. grugg, 14. aðili, 16. af, 17. löð, 18. ufs, 20. pr, 21. riss. LÓÐRÉTT: 1. torg, 3. at, 4. vitglöp, 5. and, 7. gíraffi, 10. suð, 13. gil, 15. iðra, 16. aur, 19. ss. Burlesque-danshópur, sem stofnað- ur var fyrr á árinu, hefur hafið sýn- ingar fyrir landann. Dansstíllinn, sem telst nokkuð djarfur, hefur verið í sókn á erlendri grund að undan förnu og er stjarnan Dita Von Teese helsta andlit hans. „Við erum svona að byrja að sýna. Við erum komnar með rútínur við eitt, tvö lög,“ segir Þórey Heiðars- dóttir, sem stofnaði hópinn í janúar ásamt vinkonu sinni, Sylvíu Lind Stefánsdóttur. Áheyrnarprufur voru haldnar í apríl, en þangað lögðu leið sína um fjörutíu stelpur. „Það kom okkur svolítið á óvart hvað það voru margar sem höfðu áhuga. En þetta hljómar svo spennandi, ég hefði örugglega farið sjálf ef ég hefði séð þetta auglýst,“ segir Þórey og hlær við. Hópinn skipa átta dansarar, sem Þórey segir hafa mismunandi bak- grunn í dansi. „Við vildum hafa þetta fjölbreyttan hóp, og hann er það svo sannarlega,“ segir hún. Burlesque-hópurinn sýndi fyrst í útgáfupartíi tímaritsins HFH, og nú í vikunni hefur hópurinn sýnt dans- inn á Frönskum dögum á Óliver. Síð- asta sýningin þar er í kvöld, en stúlkurnar stefna á að setja upp sýn- ingu í fullri lengd í lok sumars. Þórey segir hópinn ekki hafa sér- stakar fyrirmyndir í dansstíl eða rútínum. „Við reynum bara að gera þetta að okkar og nota okkar eigin hugmyndir þegar við semjum,“ segir hún. Það virðist falla í kramið. „Já, við höfum eiginlega fengið fáránlega góðar viðtökur. Það skemmta sér allir mjög vel yfir þessu og hlakka til að sjá meira,“ segir Þórey. Hún segir það ekki heldur vandkvæðum bundið að verða sér úti um búninga þó að þeir fáist vissulega ekki á hverju götu- horni. „Kiss hjálpar okkur í því. Eitthvað af þessu er til þar, og annað er bara keypt inn fyrir okkur,“ útskýrir hún. - sun Burlesque-sýningar hafnar hérlendis Það er lítið fyrir stjörnustælunum að fara hjá Paul Simon ef litið er til þess sem hann óskar að hafa við höndina baksviðs. Hógværðin er í fyrirrúmi allt frá því að Simon stígur út úr einkaþotunni sem flytur hann og hljómsveitina frá New York. Í bílnum á leiðinni á hótelið biður hann einungis um eina flösku af drykkjarvatni. Í bakherbergi tónleikanna vill Simon fá heitt vatn til að hita te og kaffi, nýmalað kaffi og kaffipoka. Einnig fer hann fram á að karfa með lífrænt ræktuðum ávöxtum sé á svæðinu. Þar með eru kröfur Pauls Simon upptaldar. Hvað tæknimál varðar er hins vegar blásið til stórsóknar og á ljósasjóið ekki að gefa því sem var á tónleik- um Whitesnake á dögunum tommu eftir. Að sögn Guðbjarts Finnbjörns- sonar tónleikahaldara, sem flytur Simon inn, hefur miðasalan tekið góðan kipp og senn verður uppselt í stúku. Hann segir að búast megi við hörkutónleikum frá Paul og félögum þar sem ekkert verði til sparað. Öllum tækjakosti verður stillt upp deginum fyrir tónleik- ana svo ekkert fari nú úrskeiðis. - shs Simon vill bara vatn, kaffi og ávexti PAUL SIMON Hinn smái Paul Simon biður ekki um mikið. Þóra Karítas Árnadóttir Aldur: Kornung. Starf: Leikkona. Fjölskylda: Sjálfstæð. Foreldrar: Árni Blandon, kennari við Fjölbrautaskólann á Selfossi, og Guðbjörg Þórisdóttir skólastjóri. Búseta: Bý nálægt höfninni í Vesturbæ Reykjavíkur. Stjörnumerki: Er á mörkum sporðdreka og vogar. Þóra Karítas er við æfingar á einleiknum Ég heiti Rachel Curry og einnig öðru verki sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu í október. Þau undur og stórmerki gerðust á Stokkseyri 16. júní klukkan 16.16 að þar fæddist alspora íslenskur fjár- hundur. Þetta er afar fátítt en hvolp- urinn hefur hlotið nafnið Stefsstells Vígi villingur. „Þetta hefur ekki gerst í ár og öld,“ segir Þorfinnur Guðnason, kvikmyndagerðarmaður og stoltur afi. Á Stokkseyri fæddist 16. þessa mánaðar alspora hvolpur. Það þýðir að hann hefur tvær úlfaklær á öllum löppum. Þetta er athyglisvert því oftast er það svo að íslenski hundurinn er með tvær úlfaklær á afturlöppum en eina á framfótum. Þetta er náttúruval sem hefur horfið með breyttum háttum. „Menn hafa markvisst verið að leita eftir þessari blóðlínu. Þetta sýnir hversu íslenski hundurinn er í raun hreinn og villtur. Úlfaklærnar hafa hjálpað honum í snjó og mýrum þegar hann hefur verið að stugga úr túninu þessi ellefu hundruð ár,“ segir Þorfinnur. En það er undan hundi hans Kolgrími, eða Kolla, sem hvolpurinn er. Kolli er farinn að reskjast, að verða tólf ára, en undan honum er fjöldi verðlauna- hunda. Kolli er þekktur kvikmynda- hundur og hefur birst í myndum á borð við Lalla Johns og Húsamús- ina eftir Þorfinn auk þess sem hann mun birtast í Draumalandinu sem væntanleg er í haust. Móðirin, eða tíkin, er Stefsstells Aska, sjö ára gömul, og eigandi hennar er hundaræktandinn Stef- anía Sigurðardóttir. Hún er að vonum ánægð. Hvolpurinn hefur hlotið nafnið Stefsstells Vígi villing- ur og er úr fimm hvolpa goti. Hann kom síðastur og Stefanía segir fæð- ingartímann athyglisverðan: Klukk- an 16.16 16.06 2008 og 360 grömm upp á nál og gramm. „Það er oft með svona snillinga,“ segir Stefanía – og vísar til þessara tákna stjarnanna. Ekki hefur fæðst á Íslandi lengi alspora hundur af þessari gráðu. Hún segir að Kolli og Aska séu skyld og eigi ættir að rekja til Þorvaldsstaða í Breiðdal fyrir austan. „Þau eiga ættir að rekja til gamalla höfðingja frá Þor- valdsstöðum, sömu fjölskyldulínu og þeirrar sjaldgæfustu,“ segir Stefanía. Nafnið Vígi villingur er þannig til komið að hvolpurinn er óvenju öflugur. Það tók hann einn og hálfan tíma að þorna eftir got því hann er svo feldmikill. Hundaræktendur eru mjög spenntir vegna þessara tíðinda og margir í startholum með að fara til Stokkseyrar og sjá þennan merka hvolp sem Stefanía bindur miklar vonir við í tengslum við frekari ræktun þessa upprunalega eigin- leika íslenska hunds- ins. jakob@frettabladid.is STEFANÍA STEFÁNSDÓTTIR: VAR LENGI AÐ FINNA BLÓÐLÍNUNA Bíóhundur eignast alspora son í fimm hvolpa goti STOLTUR AFI Þorfinnur Guðnason hefur aldrei efast um ágæti hunds síns og þarna er ánægjuleg viðbót á afrekaskrá hans. STEFANÍA OG ASKA Hundaræktandinn fann loks bóðlínuna sem lá austur til Þorvaldsstaða. VÍGI MEÐ BRÓÐUR SÍNUM Ekki hefur gerst í ár og öld að alspora hvolpur af íslensku fjárhundakyni hafi litið dagsins ljós en Vígi liggur þarna ofan á bróður sínum – þriggja daga gamlir á þessari mynd. Bjartmar Guðlaugs- son lífskúnstner og tónlistarmaður sem búsettur er fyrir austan er nú að undirbúa nýja plötu. Þar munu ýmsir snillingar koma við sögu og er um það rætt að gullbarkinn Daníel Ágúst muni jafn- vel leggja til rödd sína í bakraddirnar. Auk þessa leggur Bjartmar drög að ferð til Jamaíku. Þangað fór hann fyrir skömmu ásamt Rúnari Júlíus- syni og kunni líka svona ljómandi vel við sig og nú er stefnt að því að fara aftur. Skessuhorn greinir frá því að 17 umsækjend- ur séu um starf sveitar- stjóra í Dalabyggð og verður ráðið í starfið í næstu viku. Meðal umsækjenda er Grímur Atlason, fáfarandi bæjar- stjóri í Bolungarvík, en Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að hann hafi átt í viðræðum við sveitarstjórnarmenn þar um nokkurt skeið. Ýmis forvitnileg nöfn eru meðal þeirra sem sækja um en Gunnólfur Lárusson, fráfarandi sveitarstjóri, gerir tilkall til starfsins. Auk þeirra Gríms eru nöfn á borð við Birgi Guðmundsson og Tryggva Harðarson á lista yfir umsækjendur. Nú líður senn að sumarleyfum hjá sjónvarpsmönnum rétt eins og öðru vinnandi fólki. Kastljóssgengið er þar engin undantekning og því þarf Þórhallur Gunnarsson að finna fólk í sumarafleysingar. Samkvæmt heimildum mun hann hafa tryggt sér krafta leikkonunnar Ísgerðar Elfu Gunnars- dóttur í sumar. Hún er þá að færa sig upp um tvo markhópa í það minnsta en undanfarin ár hefur hún stjórnað Stundinni okkar. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 The Godfather. 2 Forseti Hæstaréttar og formað- ur Dómarafélagsins, fyrir hönd dómara. 3 Lið Þýskalands. Auglýsingasími – Mest lesið BURLESQUE Á ÓLIVER Burlesque-hópurinn íslenski, sem enn er nafnlaus, sýnir á Frönskum dögum á Óliver í kvöld, eins og tvö undanfarin kvöld. Á myndina vantar einn meðlim hans, sem er frá vegna meiðsla. MYND/SVEINBI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.