Fréttablaðið - 21.06.2008, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 21.06.2008, Blaðsíða 60
32 21. júní 2008 LAUGARDAGUR Lausn krossgátunnar, ásamt eldri gátum og lausnum, er birt á vefnum, www.this.is/krossgatur 99 k r. sm si ð Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón: Þá sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JON Leystukrossgátuna! ÞÚ GÆTIR UNNIÐ PRISON BREAK SEASON 3 Á DVD Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐ á númerið 1900! Góð vika fyrir … … Óla Tynes. Meðan efnahagshremmingar ganga yfir þjóð hans er hann í vellystingum í svörtustu Afríku við veiðar á vörtusvín- um og antílópum – sem eru það besta sem hann hefur lagt sér til munns. Þó svo að hann fái ekki greitt til samræmis við hæfileika, sem þýðir að hann hefur ekki einu sinni ráð á því að fella fíl með boga á raðgreiðslum, er ekki ónýtt að ná fallegum springbok á um 250 metra færi með Sako .243 – með einu skoti að sjálfsögðu. … Megas. Helstu poppsérfræðingar landsins sverja og sárt við leggja að þeir hafi aldrei kallað Megas „sellát“ þrátt fyrir að hann hafi nú lagt lag sitt við auglýsingamenn og vakið athygli á ágæti Toyota-bíla. Og í það fer þrasið, misskilning- inn, meðan Megas smælar framan í heiminn fyrir milljón fyrir gamalt lag. Og er eitthvað að því? … Gunnar Hansson, leikara og vespusala. Hann virðist hafa hitt naglann á höfuðið mitt í orkuokrinu. Nú er skömm að aka eyðslufrekum jeppa og Gunnar er með svarið við því: Hann mokar út vespum sem eyða litlu. Jafnvel sjálfur ritstjóri Mannlífs, Sigurjón M. Egilsson, sem er eins og fæddur til að aka voldugum bíl, hefur gefist upp og er kominn á vespu. Slæm vika fyrir … … Þórunni Sveinbjarnardóttur eða kannski öllu heldur dýrateg- undina ísbirni. Íshellan við Grænland er að hverfa. Og ísbirnir eiga hvergi höfði að halla. Síst hér á Íslandi. Síðasti ísbjörninn sem reyndi að smygla sér inn í landið (með því að kaupa sér beint flug frá Kúlúsúk, sat aftast í vélinni og villti á sér heimildir með því að vera með stráhatt og fá sér martíní-glas) fékk, þrátt fyrir þá ágætu viðleitni, það óþvegið þegar norður á land var komið. Og lítil sem engin huggun var í því að Þórunn Svein- bjarnar dóttir skyldi hafa komið sér á staðinn með þotu til að fylgjast með aftökunni. … Geir Haarde. Nú standa á þessum góðlátlega og velviljaða manni öll spjót. Hann, þessi norskættaði hagfræðingur, þarf að sitja undir dylgjum þess efnis að hann ráði ekki við eitt né neitt. Efnahagsástandið sé honum ofviða. Jafnvel Sindri Sindrason, sem ekki er þekktur fyrir dólg, er farinn að leggja Geir í einelti. Ekki góð tíðindi fyrir Geir, sem hlýtur að velta því fyrir sér hvort gósenlandið Noregur sé nokkuð svo langt í burtu þegar allt kemur til alls? … Hannes Hólmstein Gissurarson. Eitt er að láta Sverri Storm- sker bulla í sér í útvarps- viðtali, og skilgreina það sem absúrdisma, hitt er að fá gamlan fjanda í hausinn með öllu sem hann á. Svanur Kristjánsson prófess- or, sem hefur látið að því liggja um áratugaskeið að Hannes hafi ekki verið ráðinn við Háskólann vegna akademískra hæfileika sinna (ha?), er nú kominn út úr skápnum með að Sjálfstæðisflokkurinn hafi látið Birgi Ísleif vinna skítverkin með því að fótum troða virðingu æðstu menntastofnunar landsins og ráða þar inn Hannes vegna þess eins að skoðanir hans eru réttar. GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA HELGARKROSSGÁTAN KLEMENS ÓLAFUR ÞRASTARSON KÍKIR Í ERLEND BLÖÐ Barack Hussein Obama er skárri kostur sem forseti Bandaríkjanna en John McCain. Um þetta eru margir sammála. Obama virkaði líka í upphafi kosningabaráttu sinnar eins og ein- hver Logi Geimgengill og Jesús Kristur í einum minni- hlutamanni. Meira að segja Bob Dylan lýsti yfir stuðn- ingi við hann. Það var bara einstaka trú- leysingi sem efaðist. Obama þóttist meira að segja ætla að gefa sér tíma til að opna skjalasafn FBI til að fletta ofan af nóbels-njósnum Íslendinga! En nú hefur komið á dag- inn að frambjóðandinn, sem varð svo tíðrætt um prinsipp og nýja stjórnarhætti og samræður við óvinina og svo framvegis, er ekki svo vitlaus að hann ætli að tapa bar- áttunni út af einhverjum grund- vallar atriðum. Um leið og hann var búinn að sigra frú Clinton hét hann voldug- asta þrýstihópi heims að hann ætl- aði nú ekki að breyta neinu sem skiptir máli í utanríkisstefnu lands- ins. Hér áður fyrr taldi hann Íran, Venesúela og Kúbu til lítilla ríkja, sem ógnuðu öryggi Bandaríkjanna ekki hið minnsta. Nú eru Íranar stórhættulegir. Eitt sinn talaði hann um þjáningar Palestínumanna, nú talar hann um öryggi Ísraels. Gamli Obama var á móti Nafta- fríverslunarsamningnum („big mistake“). Enda hefði Nafta sett margan almúgamanninn á hausinn. „Ég var í uppnámi þegar ég sagði þetta,“ segir hann nú. Í gær var svo greint frá því að Obama hefði ákveðið að þiggja ekki almannafé til að fjármagna kosningabar- áttu sína og verður hann fyrsti fram- bjóðandinn sem gerir það ekki, allar götur síðan í Water- gate. Þá var kerf- inu komið á af illri nauðsyn. Barack hefur hingað til verið einn helsti stuðningsmaður þessa kerfis, því það vinni gegn spillingu og fjáraustri, sem grafi undan lýðræðinu. En kerfinu fylgir sú kvöð að ekki má eyða endalausum aur. Obama er vinsæll og á nóg af peningum. Bless, prinsipp. Hann er ekki búinn að ná kjöri, en hann er löngu byrjaður að svíkja kosningaloforð. Lofar ekki góðu. En stjórnmála- menn gera, jú, hvað sem er fyrir kosningar. Og Obama þarf að ná til margra kolvitlausra manna. Hann er samt sem áður ólíklegri en McCain til að sprengja lönd í tætlur. Annars er það bara Nader 2012. Bless, prinsipp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.