Fréttablaðið - 21.06.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 21.06.2008, Blaðsíða 38
● heimili&hönnun „Útsýnið er mjög gott og í raun keypti ég íbúðina, sem er á fjórðu hæð, vegna þess. Gluggarnir eru stórir og hleypa mikilli birtu inn. Ég er þess vegna með „screener“-rúllugardínur með rafmótor svo auðvelt er að dempa birtuna, sem hentar sérstaklega vel þegar sólin skín,“ segir Hannes Sverrisson, sem býr í nýuppgerðri íbúð í miðbænum. Hannes keypti íbúðina fyrir ári og fékk innanhússarkitektinn Kristínu Guðmundsdóttur í lið með sér við að gera hana upp. „Ég hafði þá hugmynd að hafa íbúðina mínimalíska, módern en á sama tíma hlýlega og tímalausa,“ út- skýrir hann. Eitt stærsta verkið var að opna milli eldhússins og stofunnar. „Svæðið er nú hjarta íbúðarinnar og birtan flæðir betur á milli. Innréttingin, sem er frá Brúnási, er hvít og eyjan úr svartbæs- aðri eik og virðist því minni. Fyrir ofan hana var loftið tekið niður og óbeinni lýsingu komið fyrir, sem lýsir upp loftið. Yfir eyjuna voru svo sett fimm halógen-ljós, sem lýsa beint niður á hvítan steininn á borðplötunni. Rýmið virðist því stærra og vinnubirtan er góð,“ segir Hannes. „Hugmyndin að ljósahönnuninni kom frá Eiríki í Lúmex. Steinninn er frá Granítsmiðjunni og í honum spegl- ast ljósið, sem lífgar upp á steininn. Við þann enda eyjunnar sem snýr inn í stofu eru tveir Liebherr-vínkælar, sem skiptast í fjögur hitastýrð hólf. Þannig er hægt að raða víninu niður eftir teg- undum og kjörhita. Einnig er rakastýr- ing í þeim og titringsvörn og glerið kemur í veg fyrir að birtan eyðileggi vínið,“ segir hann. Vaskborðið er í eldhúsinu miðju, við hlið eyjunnar, og klætt með stáli. Stór og djúpur vaskur er í því miðju en hann er soðinn við stálplötuna, sem gerir rýmið þægilegt til að vinna í og halda hreinu að sögn Hannesar. „Ofnarnir eru svo frá Siemens. Sá efri er blásturs- og gufuofn en sá neðri blástursofn. Spanhella er á eyjunni og yfir henni vifta frá Eirvík. Hinum megin við vaskborðið er tvöfald- ur Siemens-ísskápur og stór kústaskáp- ur fyrir þvottavél og þurrkara. Rýminu má loka af svo ekkert heyrist meðan vélin er að þvo. Tekið var mið af hljóð- hönnun svo hávaði frá tækjunum trufl- aði íbúana sem minnst.“ Hannes er að vonum ánægður með breytingarnar, enda íbúðin glæsileg í alla staði. - mmr Mínimalískt og hlýlegt ● Hannes Sverrison býr í fallegri íbúð í miðbænum sem hefur verið gerbreytt. Polder-sófi, úr Saltfélaginu, sem er ágætt mótvægi við hvítt og svart umhverfið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tveir Liebherr-kælar eru á þeim enda eyjunnar sem snýr inn í stofu. Hannes lætur fara vel um sig í hinum þekkta Barcelona-stól. Þessa blómaskreytingu fékk Hannes að gjöf frá Josous Balcansias. Ljósið í borðstofunni heitir Big Bang og er frá Lumex. Opnað var milli eldhúss og stofu. 21. JÚNÍ 2008 LAUGARDAGUR6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.