Fréttablaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 12
12 22. júní 2008 SUNNUDAGUR timamot@frettabladid.is Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður og afa, Baldurs Ingimarssonar Bjarmastíg 10, Akureyri. Þakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu Hlíð og Sjúkrahúsi Akureyrar fyrir góða umönnun. Helga Baldursdóttir Jay Nelson Guðrún Baldursdóttir Guðmundur Þór Jónsson Aðalsteinn Baldursson Ingibjörg Baldursdóttir Guðmundur Guðmundsson Bergljót Rafnsdóttir Björn Einarsson og öll börnin. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Ingibjörg Þ. Guðbjörnsdóttir Norðurbrún 1, Reykjavík, lést þann 12. júní á LHS Fossvogi. Útförin verður gerð frá Áskirkju þann 23. júní kl. 15.00. Fyrir hönd annarra vandamanna, Guðbjörn Sigvaldason Jónína M. Árnadóttir Kristján Jóhann Sigvaldason Silja Hlín Guðbjörnsdóttir Gísli Freyr Guðbjörnsson. Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langa- langömmu, Ragnheiðar Einarsdóttur (Ransý) Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunar- heimilinu Eir fyrir frábæra umhyggju og umönnun. Ragnar Tómasson Dagný Gísladóttir Gunnar Tómasson Guðrún Ólafía Jónsdóttir Ragnheiður Tómasdóttir Jón Pétursson Guðríður Tómasdóttir Guðni Pálsson Einar Sverrisson Guðrún Bjarnadóttir ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Jón Ólafsson Fjallalind 59, Kópavogi, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut hinn 19. júní. Útför auglýst síðar. Ingigerður Eggertsdóttir Lára Guðrún Jónsdóttir Guðmundur Ingi Skúlason Ásta Sigríður Jónsdóttir Pétur Marinó Jónsson Helga María Guðmundsdóttir Jón Skúli Guðmundsson Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýju og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Olgeirs Kristins Axelssonar kennara og prentara, Fannborg 8, Kópavogi, sem lést á líknardeild Landakotsspítala mánudaginn 9. júní sl. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á líknardeild Landakotsspítala fyrir auðsýnda alúð og umönnun. Ester Vilhjámsdóttir Valgerður K. Olgeirsdóttir Unnar Már Sumarliðason Kolbrún Olgeirsdóttir Ingvar Ólafsson Edda Olgeirsdóttir Sigríður Olgeirsdóttir Sigurjón Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Hjartanlegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur hlýhug, samúð og vináttu í veikindum og við fráfall móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Guðrúnar Ágústsdóttur frá Æðey. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynningar, Líknardeildar LSH í Kópavogi og á Landakoti fyrir hlýju og frábæra umönnun. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Nína Heide Sævar Kristmundsson Birgitte Heide Pétur Einarsson Reynir Heide Elísabet Gunnlaugsdóttir barnabörn og langömmubarn. Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík • 566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali FRED ASTAIRE LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1987. „Því hærra upp í loft sem maður fer, því fleiri mistök eru leyfileg. Ef maður gerir bara nógu mörg efst uppi verða þau álitin hluti af manns persónulega stíl.“ Fred Astaire var söngvari og dansari á gullárum dans- og söngvamyndanna í Hollywood. Hann dansaði og söng með leikkonum á borð við Ginger Rogers og Judy Garland. Verðandi Englandsdrottning, Elísabet II, hitti mannsefni sitt, Filippus prins, þennan dag fyrir sextíu og níu árum. Þau giftu sig átta árum síðar, 20. nóvember 1947. Elísabet og Filippus eru þremenningar, bæði komin af Kristjáni IX Danakonungi. Hjónabandið var umdeilt og segir sagan að drottningarmóðirin hafi verið sérstak- lega á móti ráðahagnum. Filippus prins hafði ekki digra sjóði fjár á bak við sig og systur hans voru giftar stuðnings- mönnum nasista. Athöfnin fór þó fram og voru systur Elísabetar brúðarmeyjar meðal annarra. Fyrir hjónavígsluna var Filippus gerður að hertoga af Edinborg. Fyrsta barn þeirra hjóna, Karl, kom svo í heiminn árið 1948 en alls eignuðust þau fjögur börn. Árið 1953 var Elísabet krýnd drottning eftir að faðir hennar lést úr lungna- krabbameini. Elísabet og Filippus fluttu þá í Windsor-kastala og vörðu næsta hálfa ári í opinberar heim- sóknir um allan heim. Þau hafa verið saman í gegnum súrt og sætt þó að þau sýni ekki ást sína opinberlega. Fjölskyldulífið í Windsor-kastala hefur þó oft verið stormasamt en Filippus á til dæmis að hafa haft horn í síðu Díönu tengdadóttur sinnar. Hann neitar því þó. Í nóvember á síðasta ári fögn- uðu þau hjónin demantsbrúð- kaupi eftir sextíu ára hjónaband. Elísabet minnkaði þá við sig í skyldum þjóðhöfðingja enda orðin 81 árs að aldri. ÞETTA GERÐIST 22. JÚNÍ 1939 Elísabet hittir Filippus prins Styrktarfélagið Göngum saman opnaði nýja heimasíðu á degi kvenna 19. júní síðastliðinn. Dagsetningin var vel við hæfi en félagið hefur það að markmiði að styrkja grunnrannsóknir á brjósta- krabbameini. Fjáröflunin felst í göngu en félagið var stofnað í september á síðasta ári í kringum ferð nokkurra kvenna til New York. Þangað fóru þær til að taka þátt í Avon-göngunni sem gengin er til fjáröflunar á rannsóknum og með- ferðum á brjóstakrabbameini. Í fram- haldinu setti hópurinn sér það mark- mið að styrkja íslenska rannsóknar- aðila. Gunnhildur Óskardóttir, dósent við Kennaraháskóla Íslands, er for- maður félagsins og stofnandi. Hún opnaði heimasíðuna á fimmtudaginn í húsnæði Ráðgjafarþjónustu Krabba- meinsfélagsins í Skógarhlíð. „Upphafið var að við ákváðum tvær vinkonur að taka þátt í Avon-göng- unni,“ segir Gunnhildur. „Svo bætt- ust fleiri í hópinn og við enduðum tut- tugu og tvær. Fjáröflunin fyrir New York-gönguna gekk vel svo við vildum leggja eitthvað af mörkum hér heima líka og veita árlega styrki til rann- sókna á brjóstakrabbameini,“ segir Gunnhildur en félagið veitti þriggja milljóna króna styrk í október í fyrra á degi helguðum brjóstakrabbameini. Hún segir félagið Göngum saman eiga erindi við alla og að það sé opið bæði körlum og konum. Hún hvetur fólk til að skrá sig í hópinn á heimasíðunni. „Nú höfum við gert félagið aðgengi- legt með síðunni og þar getur fólk skráð sig gegn þrjú þúsund króna ár- gjaldi. þetta er málefni sem snertir alla og þarna fá til dæmis karlar líka tækifæri til að leggja sitt af mörkum því þeir eiga konur, mæður og dætur.“ Hópurinn gengur reglulega á mánu- dagskvöldum klukkan átta. Á morg- un verður gengið frá Skautahöll- inni í Laugardal en einnig er gengið í Kjarnaskógi á Akureyri á þriðjudags- kvöldum um hálfáttaleytið. Aðalfjár- öflunarganga félagsins verður geng- in 7. september, bæði í Elliðaárdal í Reykjavík og í Kjarnaskógi á Akur- eyri. Undirbúningur hennar er þegar hafinn og verður hægt að fylgjast með og skrá sig á heimasíðu félagsins. „Við höfum strax fengið viðbrögð við síðunni og fólk er að skrá sig,“ segir Gunnhildur. „Mér finnst skipta máli að við erum að styrkja grunn- rannsóknir því það verða engar fram- farir í vísindum nema stundaðar séu rannsóknir. Við eigum mikið af frá- bæru vísindafólki hér heima sem er að gera stórkostlega hluti og það finnst okkur mikilvægt að styðja.“ Slóðin á heimasíðu Göngum saman er www.gongumsaman.is en einnig verður hægt að styðja félagið í Reykja- víkurmaraþoni Glitnis hinn 23. ágúst. heida@frettabladid.is STYRKTARFÉLAGIÐ GÖNGUM SAMAN: OPNAR NÝJA HEIMASÍÐU Ganga til styrktar rannsóknum FÉLAGIÐ Á ERINDI VIÐ ALLA Gunnhildur Óskarsdóttir naut aðstoðar barna félaga Göngum saman við að opna nýja heimasíðu félagsins FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MERKISATBURÐIR 1851 Hluti borgarinnar San Francisco eyðileggst í eldsvoða. 1906 Hákon VII er krýndur kon- ungur Noregs. 1939 Mesti hiti á Íslandi mælist á Teigarhorni í Berufirði. 30,5 stig á celsíus. 1940 Hluti Frakklands fellur í hendur nasistum. 1941 Eistar hefja vopnaða and- spyrnu gegn sovéskum yfirráðum. 1977 Hópferðabíll veltur með 46 farþega í Biskups- tungum. Enginn meiðist alvarlega. 1991 Hjónum bjargað úr sprungu á Snæfellsjökli. 1991 Eldfjall gýs neðansjávar við Filippseyjar. 2002 Minnst 260 manns farast í jarðskjálfta í Vestur-Íran.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.