Fréttablaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 70
30 22. júní 2008 SUNNUDAGUR „Það er ekki hægt að fá lög mín í auglýsingar og ef þau eru tekin ófrjálsri hendi er því svarað með lögfræðingum,“ sagði Bjartmar Guðlaugsson tónlistarmaður. Bjartmar hefur verið kallaður „síðasta vígið“ eftir að lag Megasar, Ef þú smælar framan í heiminn, var notað í auglýsingu Toyota. „Eins og staðan er í dag, og hefur verið, þá myndi ég aldrei gera þetta og hef aldrei gert þetta. Þetta er ekki minn vettvangur.“ Bjartmari hefur oft verið boðið að selja lög sín. „Tilboð um svona í gegnum tíðina, þú getur rétt ímyndað þér. Maður á það mörg hittlög. Það hefur komið fyrir tvisvar, þrisvar sinnum að menn hafa tekið bút úr einhverju sem ég hef gert og ætlað sér að nota það. Ég hef látið stoppa það og hef þri- svar á ferlinum þurft að stoppa hugmyndir um svona lagað í fæð- ingu. Ég ver minn höfundarrétt afskaplega vel.“ Það er ekki þar með sagt að hann hneykslist á þeim sem selja lög sín, þvert á móti. „Það er hverj- um og einum listamanni frjálst að gera það sem honum býr í brjósti og það sem hann vill gera við sitt efni. Ég hef ekkert á móti auglýs- ingum, hef meira að segja mjög gaman af mörgum þeirra. Og ég er alls ekki hneykslaður á Megasi. Hann er ekki með neinn starfs- lokasamning frekar en aðrir popp- arar.“ Það lítur því út fyrir að „síð- asta vígið“ ætli að halda. - kbs Bjartmar Guðlaugs selur sig ekki HNEYKSLAST EKKI Á MEGASI Bjartmar Guðlaugsson vill ekki selja lög sín. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Fréttablaðið greindi frá því í vik- unni að víngerð heima við hefði færst í aukana með versnandi ástandi á fjármálum heimilanna. Þó að fyrirtæki á borð við Ámuna, sem selja efni og tæki til víngerð- ar, hafi öll tilskilin leyfi til starf- ans, lítur þó út fyrir að víngerð í heimahúsi sé ólögleg og refsiverð. „Mér sýnist það klárt að þetta sé allt óheimilt samkvæmt áfengis- lögum,“ segir Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson lögmaður. „Þegar maður les þriðju grein áfengislaga gæti maður ályktað að það væri heimilt að framleiða áfengi til einkaneyslu. Þar segir að til að stunda í atvinnu- skyni innflutning, heildsölu, smá- sölu eða framleiðslu áfengis þurfi leyfi, en ekki er minnst á fram- leiðslu til einkaneyslu,“ útskýrir Vilhjálmur. Í fjórðu grein laganna kemur fram að séu tilskilin leyfi ekki fyrir hendi varði það refsingu. „Þar er svo tekið fram að það varði refsingu að framleiða áfengi til einkaneyslu eða sölu, þó ekki sé í atvinnuskyni,“ bendir Vilhjálmur á. „Þar er einkaneyslan tekin fram klárt og kvitt,“ segir hann. Sækja má um leyfi til framleiðslu áfengis í atvinnuskyni, en ekki er hægt að fá leyfi fyrir einkaframleiðslu. Lögin segja því til um að víngerð í heimahúsi sé ólögleg, þó að lítið heyrist af því að lögregla hafi mikil afskipti af slíku. „Ef þeir eru að fara í hús í öðrum tilgangi, eru með heimildir til slíks og tæki og tól sem að gera fólki kleift að brugga áfengi verða á vegi þeirra kippa þeir því eflaust með,“ segir Vil- hjálmur, en heimilt er að gera öll slík tæki upptæk. „Ég held ekki að þeir séu almennt séð að leita að einni og einni rauðvín sem fólk framleiðir heima. Samkvæmt lögum er það samt ólöglegt,“ segir hann. - sun Heimavíngerð til einkaneyslu ólögleg FRAMLEIÐSLA ÓLÖGLEG Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður segir það ljóst að framleiðsla á áfengi, þó að til einkaneyslu sé, sé ólögleg og refsiverð samkvæmt áfengislögum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Þetta er tákn sjöunda áratugar- ins. Eiginlega er þetta bara eitt af þessum kúltúr-táknum, á alveg tvímælalaust heima í ikon-sög- unni með Fendernum, Elvis og Coca-Cola flöskunni,“ segir Björgvin Halldórsson en hann er búinn að festa kaup á Piaggio- vespu af flottari taginu sem leik- arinn Gunnar Hansson flytur inn og selur. Hjólin hafa slegið í gegn hér á landi og þegar eru yfir þrjátíu farartæki af þessari gerð komin á götur borgarinnar. „Þessi hönnun er náttúrlega alveg mögnuð. Ítalarnir kunna sitt fag þegar kemur að hönnun og stíl,“ bætir Björgvin við. Vespan sem Björgvin hyggst nota í ferðir sínar um höfuðborgar- svæðið er alveg sérstök, kallast Vespa GTV 250 og er framleidd í tilefni af sextíu ára afmæli hjóls- ins. Hún er með öllum aukabún- aði sem hægt er að hugsa sér. „Heiðrar hinar klassísku línur sem gerðu hjólið að einu þekkt- asta vörumerki í heimi,“ svo vitnað sé í heimasíðu hjólsins. „Við hjónin kynntumst þessum léttu hjólum á Ítalíu og leigjum okkur oft svona þegar við erum þar. Þetta eru alveg æðisleg hjól, falleg og glæsileg en gæðin eru líka mikil,“ útskýrir Björgvin. „Mér finnst verst að geta ekki notað þau yfir vetrartímann en þau eru ekkert sérstaklega hent- ug í hálku og snjó. Á sumrin eru þau hins vegar frábær og það er yndislegt að fá vindinn í fangið.“ Björgvin hefur reyndar sögu hjólanna alveg á hreinu, bendir meðal annars á að þau hafi verið fyrirferðarmikil í rómantísku kvikmyndinni Roman Holiday þar sem Gregory Peck og Audrey Hepburn felldu hugi saman undir ljúfum og seiðandi niði frá vespunum í Róm. „Myndin fang- aði einhvern veginn þennan anda sem kemur yfir mann þegar maður situr á vespunni,“ segir Björgvin og hlær. Björgvin er þó ekki að nema ný lönd með þessum vespukaup- um því hann á eina gamla fyrir. „En núna var bara ákveðið að skipta henni út og fá sér alvöru hjól. Það er að verða til svolítil vespu-menning hér á landi og það er ekkert smá gaman að þeysast á milli húsa eða skjótast á kaffihús á svona faratæki,“ segir Björgvin, sem þarf þó eflaust að hafa mikið fyrir því að fá að hafa vespuna því eiginkonan Ragnheiður er engu síðri vespu- aðdáandi en hann. „Hún hlakkar alveg jafn mikið til og ég að fá hjólið í hús.“ - fgg BJÖRGVIN HALLDÓRSSON: BÚINN AÐ KAUPA SÉR TÍSKUTÁKN Bó glæsilegur á nýrri vespu GÓÐ SAMAN Björgvin á vafalítið eftir að líta vel út á þessari glæsilegu vespu sem hann festi nýverið kaup á. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HVAÐ SEGIR MAMMA „Mér finnst þetta flott hjá þeim. Ragnar er algjör engill núna miðað við þegar hann var fimm ára. Þegar hann byrjaði í skóla héldu allir að hann væri villing- ur af því að hann var í Kiss- jakka og rifnum gallabuxum. Hann fermdist með blátt hár. Það er ekkert hægt að segja við þessu, þeir eru bara svona.“ Friðgerður Guðmundsdóttir um syni sína Ragnar Sólberg og Egil Örn Rafnssyni, en hljómsveit þeirra, Sign, spilaði á hinni virtu rokkhátíð Download síðustu helgi. Hvað er að frétta? Skínandi gott bara. Platan mín, Our Map to the Monster Olympics, er að koma út á næstu dögum, hérna heima og í Japan. Ég slæ upp rokna útgáfutónleikum í Iðnó á fimmtudagskvöldið af því tilefni. Augnlitur: Grænn. Starf: Listamaður. Fjölskylduhagir: Huggulegir. Hvaðan ertu? Úr Unaðsdal í Ísafjarðardjúpi. Ertu hjátrúarfull? Í aðra röndina. Ég fæ ekki slag ef ég sé svartan kisa en það eru ýmis teikn sem boða hiklaust gæfu og ég horfi í þau. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Twin Peaks eru bestu sjónvarpsþættir allra tíma. Ég hef verið á þeirri skoðun síðan ég var 13 ára. Uppáhaldsmatur: Rabarbari. Fallegasti staðurinn: Mount Shasta í Kaliforníu, Minni-Vogar og Ísafjörður. iPod eða geislaspilari: Langar einhvern að vita svarið við þessu? Hvað er skemmtilegast? Spariskapið. Hvað er leiðinlegast? Það er mjög leiðinlegt að ráða ekki við hjartsláttinn og missa málið. En líka ákaflega leiðinlegt að taka bensín. Helsti veikleiki: Ég er helvíti svag fyrir uppá- tækjasömu fólki og góðu púrtvíni. Helsti kostur: Ætli það sé ekki gamla góða hvatvísin, þó hún hafi nokkrum sinnum kostað mig kúlið, brot úr augnabliki. Helsta afrek: Ég veiddi einu sinni stelpu upp úr hafsjó af skít undir fjósinu í sveitinni. Annars hefði hún kannski drukknað í drullu. Mestu vonbrigðin: Það er langbest að snúa vörn í sókn um leið og syrtir í álinn, að stoppa helst aldrei lengur en brot úr augnabliki við eitt- hvað eins og vonbrigði – áfram með smjörið! Hver er draumurinn? Ást og list að eilífu. Hver er fyndnastur/fyndnust? Eggert Þorleifsson. Ég hef líka verið á þeirri skoðun síðan ég var 13 ára og sé ekki fram á að neinn skáki honum. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Ringlaðir menn og undirförlar konur. Hvað er mikilvægast? Hug- rekki, heilindi, góður félags- skapur, andagift, ímyndunar- afl, limbó og libídó, gáski, drifkraftur, áræðni, ást og það að heiðra sérviskur sínar, að vita hvað mann langar í og þora að fá sér það. HIN HLIÐIN KRISTÍN BJÖRK KRISTJÁNSDÓTTIR TÓNLISTARKONA Svag fyrir uppátækjasömu fólki og púrtvíni 21.12 .1977 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Brian Cowen. 2 Semih. 3 Stefsstells Vígi Villingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.