Fréttablaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 54
N A N N A R Ö G N V A L D A R D Ó T T I R S K R I F A R M A T A R H U G L E I Ð I N G A R 14 matur Það er engin skylda að bjóða upp á grill-mat þegar fjölskyldan eða vinirnir koma í mat á sumrin þótt stundum mætti halda það. Í staðinn fyrir að fá fólk í kvöldmat í garðinum eða á svölunum, standa sveittur við grillið og keppast við að ljúka máltíðinni á meðan síðustu sólargeislanna nýtur – hvernig væri þá að bjóða þess í stað upp á langan og letilegan helgarhádegis- verð eða „brunch“ þar sem hægt er að útbúa flesta réttina með fyrirvara og bera fram þegar hentar? Nýta sólina þegar hún er hæst á lofti og njóta góða veðursins í ró og næði yfir góðum mat með skemmtilegu fólki. Þá er heldur engin þörf á að breyta klukkunni til að geta baðað sig í sólinni við matarborðið … Í svona boði er hægt að hafa ótrúlega fjöl- breytta rétti og í sjálfu sér eru matseðlinum lítil takmörk sett þótt ákveðnir réttir séu „brunch-legri“ en aðrir. Markmiðið ætti ætíð að vera að allt sé sem einfaldast og best; að ekki þurfi mikið fyrir matnum að hafa og sem allra fæst þurfi að gera á síð- ustu stundu, svo að gestgjafinn geti notið máltíðarinnar með gestunum og þurfi ekki að vera á sífelldum þönum. Best er að setja allt á borðið í einu og hvetja gestina til að taka sér langan tíma við borðið og teygja úr þeirri ánægjustund sem góð máltíð á að vera. Sumir „brunch“-réttir eru frekar þungir og mjög orkuríkir en það þarf alls ekki svo að vera og létt, litrík og frískleg salöt eru til dæmis tilvalin í sumarboðið. Auk þess er um að gera að hafa grænt salat með og einn- ig nóg af góðu brauði. Hér koma tillögur að nokkrum sumarleg- um réttum sem eiga vel við í svona boði. Auðvitað er líka hægt að hafa þá alla á kvöldverðarborðinu (og bökuna á kaffiborð- inu), þeir eiga ekkert síður við þar; þeir eru heldur ekkert of sparilegir og henta vel fyrir alla fjölskylduna. Þannig eiga góðir „brunch“-réttir einmitt að vera. Allar uppskriftir eru ætlaðar fyrir 6. BÖKUÐ EGG MEÐ SKINKU OG TÓMÖTUM Flottur en einfaldur réttur. Hægt er að hafa formin tilbúin í ísskápnum með tómatmauk- inu og skinkunni, þá er ekkert eftir nema að brjóta eggin yfir og baka. Þó þarf líklega að lengja tímann svolítið ef allt er ískalt. 1 lítill laukur 1 hvítlauksgeiri 1 msk. olía 1 dós saxaðir tómatar nýmalaður pipar salt 100 g skinkustrimlar 10-12 basilíkublöð, söxuð 6 egg smjör til að smyrja formin Hitaðu ofninn í 200° C og smyrðu 6 lítil soufflé-form vel. Saxaðu laukinn og hvítlaukinn smátt og láttu krauma í olíunni þar til laukurinn er mjúkur. Helltu þá tómötunum út í, kryddaðu með pipar og salti og láttu malla áfram í 8 til 10 mínútur, eða þar til mestallur vökvinn er gufaður upp. Skiptu blönd- unni þá í formin. Blandaðu saman skinku og basilíku og settu ofan á – formin ættu að vera næstum full en þó ekki alveg. Brjóttu eitt egg ofan á hvert form, raðaðu þeim á plötu og bakaðu í ofni í um 12 mínútur, eða þar til eggin hafa stífnað. Berðu þau fram heit eða volg með góðu brauði. KARTÖFLUGRATÍN MEÐ HRÁSKINKU OG VORLAUK Sérlega gómsætt kartöflu- gratín sem vel er hægt að útbúa kvöldið áður og geyma í kæli; svo er það bara sett í ofninn og bakað þar til það er gullinbrúnt og heitt í gegn. Hráskinkunni má sleppa en krydda gratínið þá ef til vill ögn meira. 750 g bökunarkartöflur 80-100 g hráskinka 3-4 msk. ferskt óreganó, saxað nýmalaður pipar örlítið salt 250 g mascarpone-ostur, mjúkur 100 ml léttmjólk eða nýmjólk 1 knippi vorlaukur smjör eða olía til að smyrja formið Hitaðu ofninn í 200° C. Flysjaðu kartöflurnar og skerðu þær í bita. Sjóddu kartöflubitana í saltvatni í 8 til 10 mínútur og helltu þeim svo í sigti og láttu renna af þeim. Rífðu hrá- skinkuna í bita og blandaðu saman við, ásamt óreganói, pipar og salti. Helltu öllu saman í smurt form. Hrærðu saman mascarpone-ost og mjólk og dreifðu yfir. Snyrtu vorlaukana, skerðu hvern um sig í tvennt eftir endilöngu og raðaðu þeim ofan á. Bakaðu gratínið í 20 til 25 mínútur, eða þar til það er farið að taka góðan lit. Gratínið er borið fram heitt eða volgt en það er reyndar líka gott kalt. NICOISE-BLEIKJUSALAT Hefðbundið nicoise-salat er með túnfiski og kartöflum en það er sumarlegra að nota nýveidda bleikju og pastað er skemmtileg tilbreyting. Hægt er að útbúa allt sem á að fara í salatið með fyrirvara og blanda því svo saman um hálftíma áður en það er borið fram. 300 g bleikjuflök (eða lax), roðflett og beinhreinsuð pipar salt 1 msk. olía 3-4 egg, harðsoðin 150 g makkarónur eða annað pasta 100 g strengjabaunir (frosnar) 12-16 ólífur, steinlausar, skornar í tvennt ½ rauð paprika, skorin í bita 3 tómatar, vel þroskaðir, skornir í báta væn lófafylli af salatblöðum, til dæmis klettasalat SALATSÓSA 4 msk. ólífuolía safi úr ½ sítrónu 1 tsk. dijon-sinnep, helst grófkorna 1 tsk. hrásykur eða hunang pipar salt Skerðu flökin í hæfilega bita, kryddaðu þau með pipar og salti og steiktu þau í olíunni í um 2 mínútur á hvorri hlið (lengur ef flökin eru þykk). Láttu þau kólna og losaðu þau svo sundur í smærri bita. Skerðu eggin í báta. Sjóddu pastað þar til það er rétt meyrt og baunirnar í um 5 mínútur, eða eftir leiðbeiningum á umbúðum. Láttu allt kólna. Blandaðu pasta, baunum, ólívum, papriku, tómötum og salati saman í skál. Hristu salatsósuna saman, helltu henni yfir salatið og bland- aðu vel. Blandaðu að lokum eggjabátum og bleikju gætilega saman við. FERSKJU- OG JARÐARBERJABAKA Sætar og ósætar bökur eru alltaf vinsælar og þessi hér er mjög einföld, ekki síst ef notað er bökudeig sem keypt er tilbúið og útflatt (fæst því miður bara stundum). Hveitið í fyllingunni er til að binda safann sem rennur úr ávöxtunum þegar þeir bakast. bökudeig (keypt tilbúið eða gert úr 250 g af hveiti, 100 g af köldu smjöri, ¼ tsk. af salti, 1 litlu eggi og köldu vatni eftir þörfum) 4 ferskjur 150 g jarðarber (mega vera frosin) 25 g pekan- eða valhnetukjarnar, grófmuldir 2 msk. hveiti 3 msk. hrásykur 2 msk. smjör Byrjaðu á að búa til deigið ef ekki er notað tilbúið deig: Myldu smjörið saman við hveitið (einfaldast að nota matvinnsluvél) og bættu við eggi og salti. Bættu svo við köldu vatni smátt og smátt, ½ til 1 matskeið í einu, þar til hægt er að hnoða deigið saman. Mótaðu það í kúlu, kældu hana í að minnsta kosti hálftíma og flettu deigið svo út á milli tveggja bökunar- pappírsarka í hring, nokkru stærri en mótið sem nota á. Hitaðu ofninn í 180° C. Skerðu ferskjurnar í báta og blandaðu þeim saman við jarðarber og pekanhnetur. Blandaðu saman hveiti og strásykri og hrærðu saman við ávextina. Leggðu deigið yfir formið og snyrtu kantana ef þarf, dreifðu ávöxtunum í formið og brjóttu deigið ögn inn yfir þá. Skerðu smjörið í bita og dreifðu þeim yfir ávextina. Settu bökuna í ofninn og bakaðu í um 20 mínútur. Berðu hana fram volga, til dæmis með mascarpone-osti, ís eða rjóma. Það þarf ekkert að grilla Best er að setja allt á borðið í einu og hvetja gestina til að taka sér langan tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.