Fréttablaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 58
18 22. júní 2008 SUNNUDAGUR auðs. Velmegunin sem því fylgdi beindi sjónum mínum að öfgum fátæktarinnar þar sem betlarar sátu á götuhornum og áttu hvorki til hnífs né skeiðar. Mér fannst að við Íslend- ingar gætum byggt upp þjóðfélag í miklu meira jafnvægi. Nýtt okkur kraft einstaklinganna en einnig vel- ferðarkerfi Norðurlandanna.“ Steingrímur varð formaður Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík skömmu eftir komuna úr námi í raf- magnsverkfræði í Chicago. „Seinna var þrýst á mig frá Vestfjörðum um að fara í framboð og ég komst þá að því að verkfræðinámið gagnaðist mér vel í stjórnmálum, öfugt við það sem ég hafði haldið. Ég tók hvert verkefni mjög kerfisbundið fyrir. Í byrjun heimsótti ég alla bæi á Vest- fjörðum, að kalla má. Ég hafði mjög gott af því og hélt þaðan með mikinn fróðleik. Það eimdi af þessu alla tíð því allan minn tíma sem stjórnmála- maður naut ég þess mest að kynnast fólkinu í landinu.“ Steingrímur settist á þing árið 1971, þar sem hann sat sleitulaust til ársins 1994. „Það var töluverð upplif- un fyrir mig. Ég hafði strax mikið að gera, öfugt við marga unga þingmenn í dag, sem mér sýnist að leiðist stund- um. Mér leiddist ekki.“ Steingrímur þvertekur fyrir að nefna hvaða stjórnmálamenn honum eru minnis- stæðastir frá fyrstu árum sínum á þinginu. Rök hans eru skýr: „Ef ég nefni einn þarf ég að nefna marga. Þeir voru margir litríkir og góður félagsskapur fannst mér. Ég hef aldrei séð menn sem pólitíska and- stæðinga heldur félaga með sameigin- legt markmið.“ Sjö ár í forsæti Steingrímur var ráðherra í þrettán ár samfleytt og þar af forsætisráð- herra í þremur ríkisstjórnum á árun- um 1983 til 1991. Hann brosir góðlát- lega þegar blaðamaður biður hann að rifja upp þennan tíma og minnir á að hann sé á leiðinni í sund. „Ég get sagt þér að ánægjulegasta stjórnarsam- starfið sem ég kom að var frá 1988 til 1991 þrátt fyrir að fjórir flokkar kæmu að því lengst af. Þar var aðal- verkefnið að byggja brýr á milli manna og flokka, sem tókst. Sam- starfið var með ágætum af því að menn settust niður og töluðu saman. Menn ruku ekki upp og deildu um alla skapaða hluti. Við fjölluðum um erfið mál en þau leystust öll. Mér varð ljósara þá en nokkru sinni fyrr að mínar skoðanir eða annarra voru ekki einhlítar og alltaf hægt að bæta þær. Það sem hjálpaði mér mest á mínum starfsferli var að ég lærði snemma að hlusta og mat alltaf mikils að fá góða, uppbyggilega gagnrýni.“ Steingrímur segir að vinnulagi stjórnarinnar hafi verið þannig farið að vinatengsl mynduðust á milli allra sem hana skipuðu. Það hafi verið for- senda árangurs sem átti ekki síst við þegar þjóðarsáttin var gerð árið 1990, en Steingrímur lítur á hana sem stærsta og mikilvægasta málið sem hann glímdi við á sínum pólitíska ferli. „Þar komu mjög margir að. Einar Oddur Kristjánsson og Ásmundur Stefánsson áttu þar gríðar- lega stóran hlut sem og Guðmundur J. og margir fleiri. Þar voru byggðar brýr og talast var við í rólegheitum. Ég fylgdist með öllu sem gerðist jafn- óðum og það var metið hvað hægt væri að gera í stöðunni, án þess að það leiddi til enn meiri vandræða.“ Það liggur beint við að spyrja Stein- grím hvort hann telji sig hafa gert einhver mistök á sínum stjórnmála- ferli. „Ég hef oft verið spurður að þessu. Ef það er eitthvað sem ég sé eftir þá er það að hafa fallist á, með miklum trega, varanlegt framsal kvótans. Ég held að það hafi verið mistök. Kvótinn var óhjákvæmi legur, sóknarkerfið gekk ekki upp. LÍÚ sótti mjög fast að fá varanlegt framsal á kvótanum og Halldór var því sam- þykkur. Við deildum um þetta en ég féllst á þetta með því skilyrði að sveitarfélögin hefðu forkaupsrétt á allri kvótasölu. Ég hélt að það kæmi í veg fyrir slys en þau reyndust ekki hafa bolmagn til kvótakaupa. Já, ég held ég þurfi að viðurkenna að ég sé eftir þessu.“ Rós til forsætisráðherra „En það eru fjölmörg mál sem koma upp í hugann og sum þeirra léttvæg við fyrstu sýn. Ég hafði til dæmis alltaf viðtalstíma og naut þess að fá fólkið inn á skrifstofu til mín. Þar fékk maður ólík sjónarmið en óhætt er að segja að þversnið þjóðarinnar hafi komið og ráðfært sig við mig. Stundum gat maður gert gott.“ Steingrímur rifjar upp að til hans kom eitt sinn ung kona sem hafði F ramsóknarflokkurinn virðist ætla að ráða því eins og öðru,“ segir Stein- grímur Hermannsson þegar blaðamaður innir hann eftir því hvernig hann ætlar sér að verja afmælisdeg- inum. Þar vitnar hann til þess að Framsóknarflokkurinn, vinir og vel- unnarar standa fyrir málþingi í dag honum til heiðurs áttræðum. „Nei, að öllu gríni slepptu þá förum við fjöl- skyldan í sumarbústaðinn okkar og ætlum að njóta þess að vera saman. Við fórum þegar ég var sjötugur og viljum hvergi annars staðar vera á þessum degi. En hvað viltu vita?“ spyr Steingrímur og tekur skýrt fram að hann sé tímabundinn. „Ég er að fara í sund eftir smástund. En er ekki best að byrja á byrjuninni?“ Stokkið af svölunum Engum er það launung að lífshlaup Steingríms hefur að stórum hluta snú- ist um stjórnmál. Því var einnig svo farið töluvert áður en hann varð sjálf- ur virkur á hinu pólitíska sviði enda sonur fyrrverandi forsætisráðherra, Hermanns Jónassonar. „Ég var aldrei neitt sérstaklega áhugasamur um stjórnmál en sat oft inni á kontór hjá pabba þegar hann hélt fundi með sínum félögum og samstarfsmönnum. Ég var því við skráar gat stjórn- málanna frá unga aldri. Ég fylgdist líka með stjórnmálunum eftir að ég var kominn í Menntaskólann í Reykja- vík en mér leist ekki vel á þau, satt best að segja. Þau voru friðlaus; mér fannst alltaf verið að skammast í pabba því það var hart deilt á enda- lausum fundum. Ég sagði við hann að ég ætlaði að verða verkfræðingur því ég trúði því að þeir færu ekki í pólitík. Honum leist vel á það en þetta fór nú á annan veg, þegar upp var staðið.“ Hermann varð forsætisráðherra árið 1934 þegar Stjórn hinna vinnandi stétta var stofnuð í algleymi krepp- unnar. Fjölskyldan fluttist þá í Ráð- herrabústaðinn við Tjarnargötu þar sem Steingrímur lifði sín bernsku- og unglingsár. „Þetta voru skemmtileg ár og góður staður til að búa á,“ rifjar Stein- grímur upp. „Tjörnin var mitt leik- svæði bæði að sumri og vetri. Ég datt eitt sumarið fjórum sinnum í tjörnina sama daginn en þá lokaði mamma mig inni.“ Steingrímur segir að honum hafi ekki verið settar neinar hömlur þó að Ráðherrabústaðurinn væri æskuheimilið. „Nei, við stofnuð- um til dæmis félag sem við kölluðum Vaskir drengir. Þar voru margir ágætis menn, eins og Matthías Johannessen, ritstjóri og skáld, og Clausen-bræður en við vorum tólf alls. Við fengum að leika okkur í hús- inu af því að faðir minn sagði að þetta væri heilbrigður félagsskapur. Við nýttum okkur það og vorum til dæmis vanir að stökkva af svölunum þó að mömmu stæði ekki alltaf á sama yfir uppátækjunum.“ Steingrímur segir að félagsskapur- inn hafi ekki verið stofnaður um göf- uga hugmyndafræði heldur var um að ræða stráka úr nágrenninu sem hittust oft á túninu við Landakot og víðar. „Við vorum að keppa innbyrðis í íþróttum hvers konar og úr því spratt þessi félagsskapur. Við fórum oft í hjólaferðir út fyrir bæinn og þess háttar. Við fengum að halda fundi í stóru borðstofunni og ég var formaður félagsins. Ég notaði mér það að félagið gæti ekki haldið fundi í Ráðherrabústaðnum ef ég gegndi ekki formennsku og á það var fall- ist.“ Steingrímur segist í raun ekki hafa sótt það fast að gegna for- mennskunni né telur hann að félagið hafi markað upphaf hans sem leið- toga í stjórnmálum og félagsstarfi. Hann segir hins vegar að miðbær Reykjavíkur sé sér afar kær. Ekki aðeins var hann leiksvæði hans í bernsku heldur var ekki langt að sækja framhaldsnám í Menntaskól- ann í Reykjavík, aðeins steinsnar frá æskuheimilinu. Hann var kosinn inspector scholae og útskrifaðist sem stúdent árið 1948 og hélt síðan til náms til Bandaríkjanna. Strákurinn horfinn í hylinn Steingrímur minnist foreldra sinna með mikilli hlýju og segist hafa fengið strangt uppeldi. Móðir hans, Vigdís Oddný Steingrímsdóttir, sá um þá hlið mála en Hermann „var heilsteyptur maður og góður félagi“, eins og Steingrímur kemst að orði. „Við fórum mikið saman að veiða og í skíðaferðir og sinntum skógrækt, sem hann hafði sérstakan áhuga á. Ég get sagt þér veiðisögur.“ Steingrímur segir frá því að hann veiddi fyrsta laxinn sinn aðeins átta ára gamall í Grímsá. „Ég var að veiða þar með föður mínum við veiðistað sem heitir Lækjarfoss og ég sá lax í hylnum fyrir ofan gömlu brúna. Ég suðaði það út að fá að renna fyrir lax- inn og pabbi setti maðk á langa flugu- stöng fyrir mig. Svo setti hann mig niður á klöpp fyrir ofan og sagði að ég mætti ekki undir neinum kring- umstæðum hreyfa mig þaðan. Ég renndi í hylinn og laxinn tók eigin- lega strax. Ég kallaði á pabba en hann heyrði ekkert í mér og laxinn tók strikið niður úr. Ég þurfti að skríða af klöppinni til að elta laxinn undir brúna.“ Seinna sagði Hermann Steingrími að hann hefði verið viss um að sonur- inn hefði dottið í ána og drukknað í hylnum. Hann henti frá sér stönginni í hræðslufátinu og hljóp niður með ánni en gladdist við sjónina sem við honum blasti litlu neðar. „Þar lá ég ofan á tíu punda laxi á sandeyri og var að missa hann út í aftur. Hann kom og bjargaði mér og laxinum.“ Steingrímur hefur veitt lax í ára- tugi, ávallt á flugu, en segist hafa lagt það á hilluna fyrir nokkrum árum. „Þetta er orðið svo fáránlega dýrt og er hálfgerður gerviheimur. Áður vorum við í litlum kofum og höfðum það þægilegt sjálfir. Þetta var allt frjálslegra. Núna er þetta í þungum viðjum og er orðin hálfgerð hótelveiði. Það er horfin úr þessu fegurðin.“ Litríkir félagar En hvað varð til þess að Steingrími snerist hugur; manni sem meðvitað hafði ákveðið að halda sig frá stjórn- málum? „Ég held að námsárin í Bandaríkjunum hafi haft mikil áhrif á það. Þar sá ég annars vegar þennan mikla sköpunarmátt einstaklinganna og fyrirtækjanna í krafti vísinda og Golfið er skemmtileg vinna Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, er áttræður í dag. Eins og Svavar Hávarðsson komst að er Steingrímur höfðingi heim að sækja. Hann segir þjóðarsáttina árið 1990 standa eftir sem hans mikil- vægasta viðfangsefni sem stjórnmálamaður. Varanlegt framsal aflaheimilda telur hann hafa verið mistök sem hann sér eftir. HJÓNIN HEIMA Steingrímur og Edda hafa búið sér fallegt heimili í Arnarnesinu þar sem hver veggur ber listaverk úr ýmsum áttum. Í því efni eru hæg heimatökin því Edda málar í frístundum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þar lá ég ofan á tíu punda laxi á sandeyri og var að missa hann út í aftur. Pabbi kom og bjargaði mér og laxinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.