Fréttablaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 65
SUNNUDAGUR 22. júní 2008 25 EM 2008 Sex leikmenn á Evrópumótinu eru fæddir í Brasilíu. Landið er í Suður-Ameríku en þessir kappar hafa allir fengið annan ríkisborgararétt og eru því gjaldgengir með viðkomandi löndum. Enginn þeirra lék fyrir yngri landslið Brasilíu. Auk þess er Luiz Felipe Scolari, þjálfari Portúgals, Brasilíumaður. Pepe (Portúgal og Real Madrid) Fæddur í Maceió, Brasilíu. Fullt nafn hans er Képler Laveran Lima Ferreira en hann ólst upp hjá unglingaliði Corinthians. Fluttist sautján ára til Portúgals og komst loks í byrjunarlið Porto árið 2005. Var frábær þar. Seldur til Real Madrid fyrir um 24 milljónir punda. Fékk ríkisborgararétt í ágúst 2007. Roger Guerreiro (Pólland og Legia Varsjá) Fæddist í São Paulo í Brasilíu. Hann lék í heimalandi sínu allt til 2004; fór til Spánar og þaðan til Póllands. Leo Beenhakker, þjálfari Póllands, lof- aði honum sæti í byrjunarliðinu ef hann gerðist pólskur ríkisborgari. Það samþykkti Guerreiro og fékk hann réttindin eftir sérstaka flýtimeðferð rétt fyrir Evrópumót- ið. Marcos Senna (Spánn og Villarreal) Spilaði í heimalandi sínu í fimm ár en fór til Spánar árið 2002. Fékk ríkisborgararétt eftir fjögur ár þar og hefur leikið með landsliðinu síðan. Fæddur í São Paulo og lék með fimm félögum á jafn mörgum árum í heimalandinu fyrir Spánar- reisuna. Mehmet Aurélio (Tyrkland og Fener- bahçe) Marco Aurélio Brito dos Prazeres fæddist í Rio de Janeiro og breytti fyrsta nafninu sínu í Mehmet þegar hann fékk tyrkneskan ríkisborgararétt árið 2006. Var í sex ár í Flamengo og er þessi djúpi miðjumaður nú orðinn varafyrirliði Fenerbahçe. Kevin Kuranyi (Þýskalandi og Schalke) Fæddist í Rio árið 1982, á ungversk- franskan föður og móður frá Panama. Valdi því Þýska- land fram yfir Brasilíu, Ungverjaland og Panama. Hefur spilað í öllum löndunum nema Ungverjalandi en fyrsta landsliðsmark hans kom gegn Íslandi árið 2004. Deco (Portúgal og Barcelona) Anderson Luis de Souza fæddist í São Bernardo do Campo í Brasilíu og þótti ekki nógu góður hjá Corinthians. Hann fór því til Portúgals og flakkaði milli neðrideildarliða en fór að lokum til Porto árið 1999. Eftir sex ár í Portúgal fékk hann ríkisborgararétt árið 2002. Slæm þróun? Liðin verða kannski betri með því að fá leikmenn til að skipta um ríkisfang, eða nota leikmenn sem gera það, en sumir hafa áhyggjur. „Ef við hunsum innrásina frá Brasilíu, ekki bara í Evrópu heldur í Afríku og Asíu líka, verða næstu heimsmeistaramót árin 2014 og 2018 full af þeim. Þetta er mjög mikil hætta,“ segir áhyggjufullur Sepp Blatter, forseti FIFA. Inn í upptalninguna á leikmönnunum sex vantar einnig Eduardo da Silva, aðalsóknarmann Króata, sem er meiddur og gat því ekki tekið þátt í mótinu. Á EM nú leika þrír leikmenn í viðbót sem eru fæddir í öðru landi en þeir spila fyrir. Þetta eru Lukas Podolski og Miroslav Klose, sóknardúett Þjóðverja, sem báðir eru fæddir í nágrannalandinu Póllandi, og Mauro Camoranesi sem spilar fyrir Ítalíu en er fæddur í Argentínu. Auk þess hafa margir Brasilíumenn spilað á HM fyrir hönd annarrar þjóðar, til dæmis Alex fyrir Japan og Antonio Naelson Sinha fyrir Mexíkó. - hþh Sex leikmenn og einn þjálfari á Evrópumótinu í Sviss og Austurríki eru fæddir í Brasilíu: Brasilíumenn setja mark sitt á Evrópumótið FRÁ BRASILÍU TIL PORTÚGALS Deco og Pepe eru tveir þeirra leik- manna á HM sem fæddir eru í Brasilíu en leika nú með Evrópuþjóð- um. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP FÓTBOLTI „Þetta var frábært og mjög gaman. Við hefðum getað spilað betur, seinni hálfleikur var svolítið lengi að líða. En við skoruðum fimm og héldum hreinu og það er auðvitað bara frábært. En við megum ekki ofmetnast og ég held að við gerum það ekkert. Við erum of skynsamar til þess. “ sagði Katrín Ómarsdóttir. Hún fagnaði marki sínu með skemmtilegum dansi. „Fagnið fékk ég frá Pæjumótinu. Það var stelpa frá Selfossi sem skoraði og ég ákvað að fagna svona næst þegar ég skoraði,“ sagði hún brosmild. Fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir skoraði líka í leiknum. „Við hefðum jafnvel getað skorað fleiri mörk. Þessi sigur er mikilvægur og gefur okkur aukið sjálfstraust. Það er hátt núna og fólkið í kringum liðið hefur trú á okkur líkt og þjóðin. Það gefur okkur meðbyr og við reynum að standa undir því.“ - hþh Katrín og Katrín voru sáttar: „Þjóðin hefur trú á okkur“ VÍGREIF Í FÖGNUÐNUM Fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir fagnar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA FRJÁLSAR Ísland keppir um helgina á Evrópubikarkeppni landsliða í Tallinn í Eistlandi. Ísland er í 2. deild. Ásdís Hjálmsdóttir bætti þar sitt eigið Íslandsmet í spjótkasti og náði lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Peking í sumar. Hún kastaði 57,49 metra. Íris Anna Skúladóttir Fjölni stórbætti eigið Íslandsmet í 3.000 m hindrunarhlaupi og náði lágmarki fyrir heimsmeistaramót unglinga 19 ára og yngri. Bergur Ingi Pétursson úr FH sigraði í sleggjukasti þar sem hann kastaði 71,44 metra. Silja Úlfarsdóttir sigraði í 400 m grindahlaupi á 58,90 sek. og Þórey Edda Elísdóttir sigraði í stangarstökki með stökki upp á 4,20 metra. - hþh Ásdís Hjálmsdóttir: Komin inn á Ólympíuleikana FÓTBOLTI Fylkir vann FK Riga í fyrstu umferð Intertoto-keppn- innar ytra í dag. Leikmenn Riga pressuðu stíft en vörn Fylkis átti góðan leik líkt og Fjalar í markinu. Valur Fannar Gíslason kom Fylki yfir með skallamarki eftir hornspyrnu frá Peter Gravesen, sem skoraði svo úr víti í síðari hálfleik. FK Riga minnk- aði muninn skömmu síðar. Síðari leikurinn fer fram eftir viku á Laugardalsvelli. - hþh Fylkir vann í Intertoto: Góður útisigur Fylkis í Ríga GOLF Sigmundur Einar Másson úr GKG og Magnús Lárusson úr GKj eru í efsta sæti eftir fyrri daginn á Garðavelli á Akranesi en báðir léku þeir á pari vallarins í gær. Um helgina fer þriðja mótið í Kaupþingsmótaröðinni fram á Skaganum. Rjómablíða var á mótsstað en keppnin á toppnum er hörð. Næstu menn eru tveimur höggum á eftir. Það eru Einar Páll Long úr GR og Hafþór Ingi Valgeirsson úr GA sem léku á 74 höggum. Ottó Sigurðs son úr GR og Örn Ævar Hjartarson úr GS léku á 75 högg- um, þremur höggum yfir pari. Ólöf María Jónsdóttir úr Keili leiðir keppnina í kvennaflokki. Hún lék á 74 höggum, tveimur yfir pari og er tveimur höggum á undan Nínu Björk Geirsdóttur úr Kili. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni á Akranesi lék á 77 höggum og er í þriðja sæti ásamt Þórdísi Geirsdóttur úr Keili. Ólafur Björn Loftssson úr NK og Ásta Birna Magnúsdóttir úr GK eru með forystu á mótaröðinni. Ólafur er ekki á meðal þátttakenda á Akranesi um helgina þar sem hann er erlendis með unglinga- landsliði Íslands. Ásta Birna náði sér ekki á strik í gær en hún lék á 82 höggum og er í tíunda sæti. Keppni hefst klukkan 7.30 á sunnudagsmorgun og lýkur um kvöldmatarleytið í kvöld. - hþh Þriðja Kaupþingsmótið er á Akranesi um helgina: Hörð keppni í báðum flokkum á toppnum Í FORYSTU Sigmundur leiðir eftir fyrri daginn í karlaflokki ásamt Magnúsi Lárussyni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR EM 2008 Stórleikur Andrei Arshavin var drifkrafturinn á bak við frá- bæran sigur Rússa á Hollending- um í átta liða úrslitum EM í gær. Jafnt var eftir venjulegan leik- tíma en Arshavin tryggði sigurinn í framlengingunni. Guus Hiddink talaði um það fyrir leikinn að hann þekkti landa sína vel. Það sýndi sig því Rússar leyfðu þeim sem skapað hafa hvað mest fyrir Holland í keppninni, Rafael van der Vaart og Wesley Sneijder, ekki að gera nokkurn skapaðan hlut. Heimavinna Hidd- inks skilaði því sínu. Ruud van Nistelrooy var einangraður í framlínunni og Hollending- um gekk erfiðlega að skapa sér færi. Rússar áttu nokkur ágæt færi og þurfti Edwin van der Sar markmaður nokkrum sinnum að taka á honum stóra sínum í hollenska markinu. Það var framherjinn Roman Pavlyuchenko sem kom Rússum yfir í seinni hálfleik eftir markalaus- an fyrri hálfleik. Hann setti boltann þá laglega í netið eftir fyrirgjöf Andrei Arshavin, sem lék afar vel og er klárlega á leiðinni til stórliðs í Evr- ópu eftir keppnina. Rússar gátu skorað fleiri en eitt mark eftir það en þeir sváfu á verðin- um fjórum mínútum fyrir leikslok. Þá stangaði van Nistelrooy aukaspyrnu frá Sneijder inn og tryggði Hol- lendingum framlengingu. Þar voru Rússar mun sterkari. Arshavin skaut í slá áður en hann bjó til mark fyrir Dmitri Torbin- sky, sem dugði að pota boltanum yfir línuna eftir stórkostlegan und- irbúning miðjumannsins. Arshav- in gulltryggði svo sigurinn með þriðja marki Rússa með marki á lokamínútunum. Verðskuldaður 3- 1 sigur Rússa því staðreynd. Rússar mæta Spánverjum eða Ítölum í undanúrslitunum. - hþh Rússar rifu sig úr að ofan í Basel í gær eftir frábæran sigur á Hollendingum: Andrei Arshavin sendi Hollendinga heim á leið FORMÚLA 1 Finnski ökuþórinn Kimi Räikkönen er á ráspól fyrir franska kappaksturinn í dag. Räikkönen ók Ferrari-fák sínum hraðast í tímatökunum í gær og liðsfélagi hans Felipe Massa varð annar. Fernando Alonso ræsir svo þriðji á McLaren. Räikkönen vann franska kappaksturinn í fyrra en þetta er í 200. skipti sem Ferrari nær ráspól í Formúlu 1. - hþh Formúla 1 í Frakklandi: Räikkönen á ráspólnum RÄIKKÖNEN Náði ráspól númer 200 fyrir Ferrari. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP SUND Erla Dögg Haraldsdóttur úr ÍRB setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í 100 metra bringu- sundi á Metamóti síns eigin félags í gær. Erla Dögg synti á 1:08,58 mínútum og bætti eigið met frá því í nóvember á síðasta ári um 1,05 sekúndur. - hþh Erla Dögg Haraldsdóttir: Setti Íslandsmet ARSHAVIN Sést hér neðstur í rússnesku hrúgunni sem myndaðist eftir þriðja mark Rússa í leiknum, sem Arshavin skoraði sjálfur. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.