Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 4
4 25. júní 2008 MIÐVIKUDAGUR Litríkar þrautabækur fyrir klára krakka sem vilja læra að þekkja stafina og tölurnar. Mikki Mús og vinir hans hjálpast að við að gera lærdóminn fjörlegan og skemmtilegan. Síðumúla 28 • 108 Reykjavík • Sími 522 2000 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Límmiðar fylgja VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhofen Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 20° 20° 20° 17° 14° 24° 22° 21° 26° 25° 33° 24° 31° 28° 29° 28° 21° Á MORGUN 5-10 m/s FÖSTUDAGUR Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s 12 13 12 11 12 10 14 12 13 13 10 6 6 4 4 5 6 3 8 5 6 5 9 8 8 1013 13 6 7 8 13 HALLAR SÉR Í NORÐRIÐ Vindstraumarnir yfi r landinu eru norð- lægir næstu daga. Það þýðir að smám saman kólnar norð- an til og ennfremur má búast þar við vætu. Í dag verða það helst síðdegis- skúrir en á morgun verður einhver lítils háttar rigning. Öllu eindregnari er úrkoman á þessum slóðum á föstudag. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur VINNUMARKAÐUR Fulltrúar Bandalags háskólamanna, BHM, hitta samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í dag. Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, segir að samningamenn BHM- félaganna hafi hist í gær til að samræma aðkomu félaganna og finna snertifleti. „Þetta er komið á það stig að við þurfum að skoða allar mögulegar leiðir,“ segir Guðlaug. „Fundurinn á föstudag var langur og endaði með því að samninganefnd ríkisins sendi viðræðurnar til ríkissátta- semjara. Þar voru viðraðar ýmsar hugmyndir og því þarf að skil- greina hvaða afstöðu félögin hafa til þessara hugmynda.“ - ghs Formaður BHM: Aðkoma félag- anna samræmd GOLF „Þetta er mitt helsta tóm- stundagaman,“ segir Önundur Björnsson, sóknarprestur á Breiða- bólsstað í Fljótshlíð og sigurveg- ari golfmótsins Gröfin Open. „Þetta er bæði góð útivist, hreyf- ing og nákvæmni. Ekki skemmir þessi góði félagsskapur fyrir held- ur,“ bætir Önundur við. Á mánudaginn var fór hið árlega golfmót Gröfin Open fram á Ham- arsvelli í Borgarnesi. Golfmótið er árleg keppni sem haldin er af prestum og útfararstjórum. Vegleg verðlaun voru veitt að lokinni keppni að sögn Önundar en hann sigraði bæði í höggleiknum og punktakeppninni. „Ég fékk veglegan farandbikar og annan bikar til eigu, flotta peysu frá Herrafataverslun Birg- is og gistingu á Hótel Glymi með öllu tilheyrandi,“ segir Önundur. Meðal keppenda mátti sjá nokk- ur þekkt andlit. Þar voru til dæmis Pálmi Matthíasson, prestur í Bústaðakirkju, sem sigraði á mót- inu í fyrra, og Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur. Haft var á orði á vellinum að högg prestanna hefðu borið hátt við himin en högg útfararstjór- anna llegið meira með jörðinni í grafarhæð. Mótið var haldið í annað sinn og mun vera árlegur viðburður upp frá þessu að sögn aðstandenda. - vsp Golfmót presta og útfararstjóra var haldið í gær á Hamarsvelli í Borgarnesi: Önundur sigraði Gröfin Open GRÖFIN OPEN Hér sjást frá vinstri prestarnir Hans Guðberg Alfreðsson, Jón Helgi Þórarinsson og Pálmi Matthíasson sem skartaði fullum golfskrúða. MYND/SKESSUHORN DÓMSMÁL Tveir menn um tvítugt hafa verið dæmdir í fimm mánaða fangelsi hvor fyrir fjölda brota. Ákæran á hendur mönnun- um var í átta liðum og játuðu þeir allar sakir. Flest brotin voru fíkniefna- og þjófnaðarbrot. Á sameiginlegu heimili mannanna fannst í eitt skipti mikið magn af þýfi, meðal annars tvær tölvur, heimabíó, kvikmyndatökuvél, tvær ljós- myndavélar, sjónauki og stjörnu- sjónauki. Þá fundust í eitt skipti 35 skammtar af LSD í fórum mannanna. Mennirnir hafa báðir margsinn- is komist í kast við lögin. - sh Tveir dæmdir fyrir fjölda brota: Með sýru og stjörnusjónauka LÖGREGLUMÁL Þrír voru fluttir á slysadeild eftir tveggja bíla árekstur við Grindavíkurafleggj- ara síðdegis í gær. Enginn þeirra var alvarlega slasaður að sögn lögreglu. Slysið varð með þeim hætti að annar bíllinn var að taka fram úr hinum með kerru í eftirdragi, þeir rákust saman og höfnuðu báðir utan vegar. Bílarnir voru báðir óökufærir og kalla þurfti á dráttarbíl til að fjarlægja þá. - sh Framúrakstur endaði illa: Þrír á slysadeild eftir árekstur Á VETTVANGI Fjöldi slökkviliðs- og lögreglumanna var kallaður til vegna slyssins. MYND / VÍKUFRÉTTIR VERKFALL Kalína Klopova tapar um tíu þúsund krónum vegna fyr- irhugaðs verkfalls flugumferðar- stjóra á föstudag. Hún þarf að breyta flugi til Noregs og tengi- flugi og greiða að auki kostnað vegna hótels sem hún ekki kemst til í tæka tíð. Kalína átti bókað flug með Flugleiðum til Óslóar á föstudags- morgun ásamt börnum sínum tveimur, og þaðan tengiflug til Kristiansand þar sem hún átti að bóka hótel. Hún vaknaði upp við vondan draum um að hún mundi missa af fluginu ef til verkfalls kæmi. „Ég hringdi fyrst í Félag flug- umferðarstjóra og var sagt að það yrði verkfall og ég þyrfti því að ræða við mitt flugfélag. Hjá Flugleiðum fékk ég þau svör að ekkert yrði gert fyrir þá sem misstu af fluginu vegna verkfalls. Ég yrði því að láta breyta miðan- um á eigin kostnað,“ segir Kal- ína. Það kostar hana um 43 þúsund krónur að breyta miðunum fyrir sig og börnin hjá Flugleiðum. Hjá norska flugfélaginu getur hún hins vegar ekki breytt miðunum og þarf því að kaupa nýja. Þeir kosta um 49 þúsund krónur. „Ég átti síðan bókað hótel í Kristiansand aðfaranótt laugar- dags en næ ekki þangað fyrr en á sunnudaginn. Það mun kosta mig eitthvað, enda er aðalferðamanna- tíminn nú og trauðla hægt að afpanta með svo skömmum fyrir- vara.“ Kalína leitaði til tryggingafé- lags síns en þar fær hún enga fyrirgreiðslu. Hún segist vel skilja að menn fari í verkfall og hafa samúð með þeim sem vilja betri laun. „Það er hins vegar umhugsunarefni þegar þetta bitn- ar svona á einstaklingunum. Hundrað þúsund krónur skipta okkur miklu máli.“ Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðar- stjóra, segir félagið lítið geta gert í svona aðstæðum og bendir fólki á að snúa sér til flugfélaganna. Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Flugleiða, segir fyrir- tækið ekki aðila að deilunni og því lítið geta gert. „Deilan er okkur óviðkomandi en kemur okkur og viðskiptavinum okkar afar illa. Við treystum því að deilan leysist áður en til verkfalls komi og menn verða bara að einhenda sér í það verkefni,“ segir Guðjón. Ekki náðist í fulltrúa Flugstoða við vinnslu fréttarinnar. Næsti samningafundur deiluaðila verð- ur ekki fyrr en á fimmtudags- kvöld hjá ríkissáttasemjara. kolbeinn@frettabladid.is Verkfallið kostar fjöl- skyldu tugi þúsunda Kona með tvö börn á leið til Kristiansand í Noregi þarf að greiða ríflega 92 þús- und krónur til að breyta flugi. Verkfall flugumferðarstjóra orsakavaldurinn. TAPA STÓRFÉ Kalína verður fyrir miklum fjárútlátum vegna verkfalls flugumferðar- stjóra. Hér er hún ásamt Guðbirni Hreinssyni, manni sínum, og þeim Katrínu Jönu og Daníel Sverri sem fara með henni út. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LOFTUR JÓHANNSSON GUÐJÓN ARNGRÍMSSON UMHVERFISMÁL Tveir dauðir ernir fundust nýlega á Vesturlandi og var þeim skilað til Náttúrustofu Vesturlands. Ernirnir voru báðir merktir en endurheimtur merktra fugla eru mikilvægar til að auka þekkingu á arnarstofnin- um. Ernirnir tveir verða sendir til Náttúrufræðistofnunar til frekari rannsókna, meðal annars á mögulegri dánarorsök. Annar fuglinn sem fannst var merktur sem ungi árið 1994 við Hvammsfjörð. Hræið fannst við Kolgrafarfjörð á Snæfellsnesi og telst vera þriðji elsti örn sem vitað er um á Íslandi, en hinir tveir voru 16 og 18 ára gamlir. Nú eru 65 arnarpör á Íslandi og urpu 43 þeirra í vor, sem er nokkuð hærra hlutfall en undanfarin ár. - shá Tveir ernir finnast dauðir: Dánarorsök verður könnuð SJÁVARÚTVEGUR Landhelgisgæslan mun herða eftirlit með fiskiskip- um á eftirlitssvæði Norðaustur- Atlantshafsfiskveiðiráðsins (NEAFC) við Ísland. NEAFC hefur hert reglur um veiðar, þar á meðal karfaveiðar á Reykjanes- hrygg, bæði hvað varðar afla- magn, veiðisvæði og tímabil veiðanna á mismunandi svæðum. Á undanförnum vikum hefur Landhelgisgæslan sent fjölda tilkynninga til aðildarríkja fiskveiðiráðsins þar sem gerðar eru athugasemdir vegna skorts á upplýsingum. Nokkrar aðildar- þjóðir hafa komið þessum málum í lag í kjölfarið en aðrar ekki. Ekkert hefur sést til svokall- aðra sjóræningjaskipa á Reykja- neshrygg og ráðstafanir fisk- veiðistjórnunarráða gagnvart þeim líta út fyrir að hafa skilað tilætluðum árangri. - shá Landhelgisgæslan: Hert eftirlit á Íslandsmiðum GENGIÐ 24.06.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 168,8934 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 84,25 84,65 165,51 166,31 131,07 131,81 17,569 17,671 16,43 16,526 13,939 14,021 0,7799 0,7845 136,23 137,05 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.