Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 22
[ ] Fyrsti gönguhópur sumarsins var að stíga á land í Reykjar- firði nyrðri á Ströndum þegar slegið var á þráðinn til Elínar Ragnarsdóttur sem þar sinnir ferðaþjónustu. „Hér er allt að fara í gang,“ segir Elín sem er grunnskólakennari í Bolungarvík en er nú í fæðingar- orlofi svo hún er komin í fjörðinn sinn að hjálpa til. Foreldrar hennar, Ragnar Jakobsson og Sjöfn Guð- mundsdóttir, reka svefnpokagist- ingu í Reykjarfirði í gömlu íbúðar- húsi með 22 svefnstæðum þar sem allt er til alls og tvö lítil gestahús hafa verið reist til viðbótar. Tjald- stæði er á staðnum, snyrting, sund- laug, grill og borð. Meira að segja flugvöllur fyrir litlar rellur. Reykjarfjörður fór í eyði á fyrri hluta 7. áratugarins. Þar bjuggu afi Elínar og amma og synir þeirra þrír byggðu sér hús þar úr rekaviði og fjölskyldur þeirra njóta þess að vera þar á sumrin. „Hér hefur alltaf verið sumar- byggð,“ segir Elín. Bræðurnir unnu hér rekavið á sumrin og svo þegar því var hætt tók ferðaþjónustan við. Mamma og pabbi eru alltaf hér á sumrin og við erum sextán í heim- ili hér núna. Svo er fólk á næstu bæjum og það hjálpast allir að eftir þörfum.“ Gestirnir í Reykjarfirði eru einkum göngufólk að sögn Elínar. Ýmsir koma í Reykjarfjörðinn þrammandi eftir þriggja daga göngu, annaðhvort úr Hornvík eða Ófeigsfirði og þykir gott að staldra við. „Hér er nóg af heitu vatni og ekkert eins gott þegar komið er úr göngu og að komast í heita laug og pott og slappa af,“ segir Elín. „Svo hefur færst í vöxt síðustu ár að fólk taki bátinn hingað annað hvort frá Horni eða Norðurfirði, hafi hér bækistöð í nokkrar nætur og fari í dagsgöngur upp á Geirólfsgnúp, inn að Drangajökli, kringum Þara- látursnes eða aðrar leiðir sem fólk finnur. Sumir koma aftur og aftur til að takast á við ný fjöll og nýja tinda,“ segir hún. gun@frettabladid.is Alltaf verið sumarbyggð Tvö lítil gestahús hafa verið reist í Reykjarfirði þar sem hægt er að fá gistingu. Þeir sem vilja geta komist í sundlaug og heitan pott. Elín hjálpar foreldrum sínum með ferða- þjónustuna í fæðingarorlofinu sínu. Sjúkratösku er gott að taka með sér þegar haldið er af stað í ferðalög innanlands. Ekki fer mikið fyrir henni og í henni er það allra nauðsynlegasta sem þarf til þess að búa um sár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.