Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 21
[ ] Margrét Kristjánsdóttir hjúkr- unarfræðingur kann vel við sig innan um mold og gróður og skemmtilegast þykir henni að skipuleggja garða. „Ég er alin upp við að vera alltaf úti í góða veðrinu og nú horfir þetta til vandræða því ég kemst aldrei inn til að gera neitt að gagni. En það er svo sem nóg að gera úti við,“ segir Margrét hlæjandi þegar hún er heimsótt í eigin garð í Mosfells- bænum sem hún tók við í vetur og nýtir sumarfríið til að setja hann í stand. „Hér var bara gras og rætur af níu trjám sem höfðu verið felld í fyrra. Ég fékk það verkefni að grafa upp ræturnar og það var góð líkamsrækt. Nú er ég líka langt komin með að rífa upp grasið,“ segir hún og lýsir tilhöguninni nánar. „Mér finnst best að byrja á mann- virkjum og er búin að setja upp gróðurhús og arinn, búa mér til matjurtagarð og safnkassa og byrj- uð að planta. Ég ætla að vera með eitthvað grannvaxið og fínlegt, eins og klifurrós, klifurhortensíu og humal sem fara upp með girðing- um og veggjum og ekkert sem verð- ur hærra en þrír metrar. Mér finnst gaman að spila saman grófu og fínu, tilklipptu og öðru sem vex frjálst og blanda saman lauflitum. Það er orðið margt sem lifir og dafnar hér á landi.“ Greinilegt er að Margrét er vön svona vinnu enda kveðst hún hafa alist upp við garð og ræktað eigin garða í bráðum þrjátíu ár. „Ég hef átt skemmtilegt úrval af görðum. Einn var flag sem ég þurfti að vinna frá grunni, annar gamall og úr sér vaxinn og honum umturnaði ég.“ Auk eigin garða kveðst hún hafa skipulagt garða fyrir ættingja og aðra sem hafi spurt hana ráða. „Ég hef eignast skemmtilega vini út á þetta áhugamál,“ segir hún bros- andi. En hvaða heilræði á hún handa þeim sem eru að koma sér upp nýjum görðum? „Mér finnst mikil- vægt að meta hvað passar garðin- um sjálfum og legg áherslu á að velja ekki plöntur sem þurfa mikla fyrirhöfn, vinnu og dekur. Garðar eiga bara að vera til ánægju.“ Eiga að vera til ánægju Hænurnar hafa það gott í hænsnagerðinu hjá Margréti. Blómapottar undir blómin eru nauðsynlegir. Fallegir blóma- pottar lífga upp á og setja annan svip á heimilið. Gaman að kaupa sumarpotta með flottu mynstri og setja falleg sumar- blóm í. Ragmagns nuddpottur (49 stútar) 4you.is • Eddufelli 2 • 111 Reykjavík • Sími 564-2030 690-2020 Acryl pottur 6 manna m/legubekk Trappa og lok fylgir Einangraður fyrir íslenskar aðstæður Vínkælir Útvarp Kemur með Fossi 49 stútar Tvær 3 ha. dælur Ein hringrásadæla Sjálfvirkt “Ozonizer” hreinsikerfi LED ljós 5.5 kW hitari Þyngd: 300 kg Stærð: 228x228 Hæð: 92 Code: 082363-SKT338L Allir þeir sem staðfesta pöntun fyrir mánaðarmót fá pottana á gamala genginu 495.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.