Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 11börn ● fréttablaðið ● 3 Á Akureyri búa tíu ára tví- burabræður sem hafa getið sér gott orð fyrir listir sínar á hjólabretti. Alexander og Sólon eru tíu ára tvíburar sem hafa þrátt fyrir ungan aldur rennt sér á hjóla- bretti í fimm ár. Þeir hafa unnið til verðlauna í hjólabretta- og snjóbrettakeppnum og verið meðal yngstu keppenda þar sem oft er keppt í einum flokki sem nær allt upp í sextán ára. Að sögn foreldra drengjanna knáu, Aðal- bjargar Steinarsdóttur og Kristj- áns Edelstein, hafa litlu guttarn- ir alltaf haft mikla þörf fyrir að hreyfa sig. „Erfiðast er að gera trikkin, en við bara æfum okkur og æfum. Stundum förum við á netið og skoðum hvað aðrir gera,“ útskýr- ir Sólon en þegar þeir bræður fylgjast með fyrirmyndum á net- inu er það helst til að sjá hvern- ig hjólabrettabrögð eru fram- kvæmd. Bræðurnir eru þó í raun sjálfir orðnir að fyrirmyndum þar sem þeir eru mjög duglegir að útbúa myndbönd af sér að leika listir sínar á hjólabrettunum. „Við setj- um myndbönd á Youtube en pabbi hefur hjálpað okkur að vinna þau. Nú kunnum við samt að klippa þau sjálfir og svoleiðis,“ segir Alexander og bætir við: „Okkur langaði að gera svona myndbönd og þá hjálpaði mamma okkur að taka þau upp.“ Foreldrar drengjanna hafa verið duglegir að hvetja þá til dáða. Aðalbjörg segist þó vera ánægð með að athyglin virð- ist ekki hafa stigið þeim til höf- uðs. Drengirnir eru enda mjög hógværir, eins og sjá má á svari Alexanders þegar hann er spurð- ur hvort ekki sé gaman að fá alla þessa athygli: „Jú, jú, en mér er eiginlega alveg sama. Sumum finnst þetta flott.“ En að hverju þarf að huga þegar byrjað er að renna sér á hjólabretti? „Það er langbest að vera í hjólabrettaskóm en maður fær þá í hjólabrettabúðum eins og Fargo á Akureyri og Brim og Smash í Reykjavík,“ segir Sólon ákveðinn. Helsta ráðið sem þeir bræður gefa krökkum sem lang- ar að læra á hjólabretti er að vera duglegir að æfa sig, en í hjóla- brettaiðkun líkt og öðru gildir sú regla að æfingin skapar meistar- ann. Bræðurnir renna sér þó ekki einungis á hjólabrettum held- ur æfa þeir líka ýmsar aðrar íþróttir. „Ég er núna í handbolta og fótbolta og hef líka æft golf einu sinni. Mér finnst handbolt- inn eiginlega skemmtilegast- ur af þessum íþróttum en samt eru hjólabrettin skemmtilegust,“ segir Sólon ánægður og Alexand- er samsinnir því. Spurðir út í framtíðina segj- ast þeir bræður stefna á atvinnu- mennsku í hjólabretta- eða snjó- brettaiðkun. Hægt er að sjá tvíburana leika listir sínar á youtube.com með því að slá nöfn þeirra inn sem leitarorð. - hs Hógværir snillingar Tvíburarnir Sólon og Alexander hafa þrátt fyrir ungan aldur leikið sér á hjólabrettum í fimm ár og eru orðnir eldklárir. Hægt er að skoða myndbönd með þeim á netinu. MYND/HEIDA.IS Alexander og Sólon skoða oft myndbönd á netinu til að fá hugmyndir að nýjum brögðum eða trikkum eins og þeir orða það. Þeir gera til dæmis ollí, sem þýðir að hoppa á brettunum. Þrátt fyrir að Alexander og Sólon hafi vakið mikla athygli fyrir listir sínar eru þeir hógværir og láta athyglina ekki stíga sér til höfuðs. Þeir vilja einfaldlega leika sér á brettum og verða betri. Börn nota góða veðrið á sumr- in til að leika sér og eru mikið á ferðinni yfir umferðargötur, oft á hjólum og línuskautum. Nauð- synlegt er að brýna umferðar- reglurnar fyrir eldri börnun- um, hvernig eigi að passa sig á bílum og nota réttan öryggisbún- að svo sem hjálm og hlífar. Vak- andi auga þarf að hafa með þeim yngri og velja jafnvel lokuð leik- svæði. Upplýsingar um börn og um- ferðina og leiðbeiningar um hvernig má kenna þeim umferðar- reglurnar er að finna á vefsíðu Umferðarstofu. Þar kemur meðal annars fram að mikilvægt er að líta ekki á barn sem lítinn fullorðinn einstakling, en fólki hættir til að ofmeta getu barna til að meta aðstæður í um- ferðinni. Börn eru til dæmis smá- vaxin og sjónarhorn þeirra ligg- ur lægra en fullorðinna. Þau hafa því ekki sömu yfirsýn yfir um- ferðina. Börn eiga líka erfiðara með að meta fjarlægð ökutækja og sjá ekki fyrir þær hættur sem geta skapast. Þau eru lengur en fullorðnir að taka ákvarðanir og hættir til að missa athyglina. Börn yngri en sjö ára mega ekki samkvæmt umferðarlög- um hjóla á akbraut nema í fylgd með fullorðnum og hjólreiða- menn sem ekki hafa náð fimmtán ára aldri eiga að hjóla með hjálm. Hinir fullorðnu eru börnunum fyrirmynd og nauðsynlegt er að leggja strax grunn að ábyrgum umferðarvenjum. Kenna þarf krökkunum að fara yfir götu á gangbraut og hvernig nota á handvirk gangbrautarljós. Slóðin á heimasíðu umferðar- stofu er www.us.is. -rat Börnin í umferðinni Krakkarnir flykkjast út að leika sér í góða veðrinu. Brýna þarf fyrir þeim aðgát í umferðinni. FRÉTTALBAÐIÐ/HEIÐA Fyrirtækið Pro Golf býður upp á námskeið í golfi fyrir börn á aldr- inum 6 til 12 ára. Á námskeiðun- um læra börnin grunntækni í golfi í formi leikja og fá á sama tíma að vera í góðum félagsskap. Hverj- um hópi er skipt niður í smærri hópa eftir kunnáttu og aldri og er hver undirhópur með eigin kenn- ara. Allir fá því kennslu við sitt hæfi. Námskeiðinu lýkur með pitsuveislu og þrautum ásamt óvæntum glaðningi. Kennslan fer fram á Korpúlfs- staðavelli hjá Golfklúbbi Reykja- víkur. Í boði er fjöldi námskeiða, en hvert námskeið stendur yfir í fimm daga, fjórar klukkustund- ir á dag. Hægt er að velja um að vera annaðhvort fyrir eða eftir há- degi, frá klukkan 8 til 12 eða 13 til 17. Þeim sem lokið hafa vikunám- skeiði stendur til boða að fara á framhaldsnámskeið. Námskeið- in eru í gangi í allt sumar, næsta námskeið byrjar 30. júní en síð- asta námskeiði lýkur 15. ágúst. Enn fremur er boðið upp á viku- námskeið fyrir unglinga á aldr- inum 13 til 16 ára í byrjun ágúst. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni www.progolf.is. -mþþ Golfkennsla fyrir börn Á golfnámskeiðinu læra börnin grunntækni í golfi í formi leikja. MYND/ÓLAFUR MÁR SIGURÐSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.