Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 48
28 25. júní 2008 MIÐVIKUDAGUR Ólympíuleikar trúbadora hófust í gær. Ástralinn Pet- er Uhlenbruch samdi plötu um upplifun sína af Íslandi. „Þetta var í raun allt hálfgert slys. Ég hitti Mike Pollock á myspace og spurði hann: Getur þú reddað mér giggi á Íslandi? Það var laust kvöld á Rósenberg og hann sá um tónleika fyrir okkur báða. Eftir þá tónleika kom Svavar til mín og sagði að sér lík- aði tónlistin mín. Hann keypti handa mér bjór og kaffi, sem ég geri alltaf heima. Við urðum strax vinir. Ég meina, hversu margir drekka kaffi með bjór? Hann bauð mér að koma aftur til landsins og þá kom Torben líka og við störtuðum þessu,“ sagði ástralinn Peter Uhlenbruch, einn fjögurra sem standa fyrir svo- kölluðum Ólympíuleikum trúba- dora, sem hófust í gær. Hin eru Svavar Knútur, Sam Burke, frá Ástralíu og Torben Stock frá Þýskalandi. Trúbador- arnir spila á nítján tónleikum á tuttugu og fimm dögum, víða um landið, ásamt gestum. Peter segir sig hafa dreymt um að koma til Íslands. „Heima hafði ég heyrt í Sigur Rós, Björk og múm. Mig langaði til að sjá úr hvaða menningu þau væru sprott- in. Landið er svo ótrúlega ólíkt Ástralíu en samt hef ég einhverja undarlega tengingu við það. Eins og þegar ég kom fyrst, þá sá ég Mike Pollock niðri við tjörn ekki tíu mínútum eftir að ég steig út úr rútunni. Og eftir það hitti ég einhvern á hverjum degi sem var mér eins og gamall vinur.“ Hann samdi plötu um upplifun sína. „Ég gat ekki hætt að hugsa um Ísland. Platan kom bara af sjálfu sér. Allt hér virðist mjög satt, raunverulegt og hrátt.“ Ný með þeim félögunum er Sam Burke. „Ég er hið „ó svo nauðsynlega“ kvenlega blóð í þessum túr, sem annars hefur karlmenn í fyrirrúmi.“ Hún þekk- ir Svavar og Torben í raun ekk- ert, en efast ekki um að bíltúr- arnir um landið ráði bót á því, mjög snögglega. Þegar hafa þau fjögur, sem og fleiri, myndað tengslanet sem hjálpar þeim að spila víðar en áður. „Okkar ólympíueldur er tónlistin, sem við látum ganga milli tónlistarmanna og til áhorf- enda,“ sagði Peter. Fjórmenningarnir ætla að bera þennan eld til 18. júlí, en hægt er að fylgjast með ferðalagi þeirra á myspace síðu The International Troubadour Conspiracy. kolbruns@frettabladid.is “UNNIN AF NATNI, TÓNLISTIN FRÁBÆR OG UNDIRSTRIKAR FIRRINGUNA, OFSÓKNARÆÐIÐ OG ÓTTANN VIÐ ÞAÐ ÓÞEKKTA” - S.V., MBL NÝTT Í BÍÓ! NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 7 7 12 16 10 THE HAPPENING kl. 8 - 10 THE INCREDIBLE HULK kl. 8 - 10.15 ZOHAN kl. 5.40 SEX AND THE CITY kl. 5.20 16 12 10 14 CRONICLES OF NARNIA 2 kl. 4 D - 7 D - 10 D CRONICLES OF NARNIA 2 LÚXUS kl. 4 D - 7 D - 10 D THE INCREDIBLE HULK DIGITAL kl. 5.30 D - 8 D - 10.30 D THE HAPPENING kl. 5.50 - 8 - 10.10 ZOHAN kl. 5.30 - 8 - 10.30 HORTON kl. 4 ÍSLENSKT TAL 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á 7 16 10 14 12 MEET BILL kl. 5.50 - 8 -10.10 THE HAPPENING kl. 8 - 10 KJÖTBORG kl. 6 - 7 ENSKUR TEXTI ZOHAN kl. 5.30 - 8 - 10.30 SEX AND THE CITY kl. 8 - 11 INDIANA JONES kl. 5.30 5% SÍMI 551 9000 7 10 14 12 7 MEET BILL kl. 5.50 - 8 -10.10 FLAWLESS kl. 8 ZOHAN kl. 5.30 - 8 - 10.30 SEX AND THE CITY kl. 7 - 10 INDIANA JONES 4 kl. 10.20 BRÚÐGUMINN kl. 6 ENSKUR TEXTI SÍMI 530 1919 SÍÐUSTU SÝNINGAR “FULLT HÚS STIGA” - Ó.H.T., RÁS 2 “Kjötborgarkaupmennirnir á horninu klikka ekki” - 24 Stundir ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI SELFOSS NARNIA 2 kl. 8 - 10:50 7 INCREDIBLE HULK kl. 10:20 12 ZOHAN kl. 8 10 Hörkuspennandi mynd byggð á sannsögulegu bankaráni þar sem breski húmorinn er ávallt nærri. CHRONICLES OF NARNIA 2 kl. 5D - 8D - 11 7 CHRONICLES OF NARNIA 2 kl. 5 - 8 VIP THE BANK JOB kl. 5:30 - 8 - 10:30 16 INCREDIBLE HULK kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 INDIANA JONES 4 kl. 5:30 - 8 12 SPEED RACER kl. 5 L FORBIDDEN KINGDOM kl. 8 SÍÐ. SÝN. 12 CHRONICLES OF NARNIA 2 kl. 3D - 6D - 9D 7 THE BANK JOB kl. 6 - 9 16 SEX AND THE CITY kl. 3 - 6 - 9 14 SPEED RACER kl. 3D L KEFLAVÍK CHRONICLES OF NARNIA 2 kl. 6 - 9 7 SPEED RACER kl. 5:40 L PROM NIGHT kl. 8 - 10 16 CHRONICLES OF NARNIA 2 kl. 8 7 HAROLD & KUMAR kl. 8 L NEVER BACK DOWN kl. 10:10 14 “ÆVINTÝRAMYND SUMARSINS„ -LEONARD MALTIN, ET “BESTA SPENNUMYND ÁRSINS„ TED BAEHR, MOVIEGUIDE - bara lúxus Sími: 553 2075 NARNIA 2 - DIGITAL kl. 5 og 8 7 THE INCREDIBLE HULK - POWER kl. 5, 8 og 10.45(P) 12 SEX AND THE CITY kl. 6, 9 og 10.30 14 - K.H., DV.- 24 STUNDIR POWER SÝNING KL 10. 45 DIGITA L MYND OG HLJ ÓÐ - V.J.V., Topp5.is / FBL 1/2 - VIGGÓ., 24 STUNDIR M Y N D O G H L J Ó Ð Hvanndalsbræður eru ein af lands- byggðar-grínpönksveitunum. Þeir bræður, sem Rögnvaldur „gáfaði“ Hvanndal fer fyrir, gera út frá Akureyri og hafa verið starfandi í nokkur ár. Knúsumstumstund er þeirra fjórða plata, en í fyrra kom út safnplatan Skást of sem innihélt úrval laga af fyrstu þremur plötun- um, Út úr kú (2003), Hrútleiðinlegir (2004) og Ríða feitum hesti (2006). Tónlist Hvanndalsbræðra er létt- leikandi skemmtipönk en hefur þró- ast nokkuð á ferlinum, sérstaklega með tilkomu tveggja nýrra með- lima, rafgítar og mandólínleikarans Péturs Hvanndal og Valmars Hvanndal sem spilar jöfnum hönd- um á fiðlu, harmonikku, selló og lágfiðlu. Tónlistin verður þjóðlaga- skotnari og fjölbreyttari fyrir vikið. Þeir hafa samt ekkert sagt skilið við pönkið, á plötunni eru mörg einföld og melódísk pönklög, en sveitin bregður fyrir sig fleiri stílum en áður og nikkan og fiðlan gefa sumum lögunum aukna fyllingu. Textarnir eru sem fyrr mátulega ósmekklegt piss, kúk og typpagrín. Og dreifbýlisómaginn er þeim ofar- lega í huga. Laganöfn eins og Sveskjuhaus, Heimilisofbeldi, Greddan og Öryrkinn segja eitt- hvað um stemninguna og svo fjallar lagið Reykjavík að sjálfsögðu um hættur og úrkynjun stórborgarinn- ar. Á heildina litið er þetta ágæt plata. Það er greinilega hugur í Hvanndalsbræðrum og maður heyrir vel á plötunni að þeim leiðist ekki. Hljómur og vinnsla eru til fyr- irmyndar og mörg ágæt lög. Trausti Júlíusson Sveskjuhausar í fínu formi TÓNLIST Knúsumstumstund Hvanndalsbræður ★★★ Hvanndalsbræðrum hefur borist góður liðsauki á þessari fjórðu plötu sveitarinnar. Pönkið er enn á sínum stað, en mandólín, harmonikku- og fiðluleikur setur sterkan svip á útkomuna. Biblía indie- lúðanna, vefritið Pitchforkmed- ia, hefur kveðið upp sinn dóm um nýja plötu Sigur Rósar: Platan fær 7,5 af 10 mögu- legum. Gagnrýnandinn fagnar því að hljómsveitin skuli brydda upp á tímabærum nýjungum í lögum eins og „Gobbledigook“ og „Inní mér syngur vitleysingur“, vonbrigðin eru hins vegar þau að breytingarnar eru ekki nógu miklar. Lagið „Ára bátar“, sem Sigur Rós fékk drengjakór og sinfóníettuna í London til að hjálpa sér með, er sérstaklega tekið út og sagt svo „skoplega ofhlaðið að sjálfum Andrew Lloyd Webber fyndist það einum of“. Vefritið klikkir út með því að spyrja: „Hvernig segir maður „less is more“ á vonlensku?“ Ofhlaðin Sigur Rós ÓLYMPÍUSVEIT TRÚBADORA Peter Ühlenbruch, Torben Stock, Svavar Knútur og Sam Burke. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég er að vinna efnið og stefni á upptökur í haust,“ segir Böðvar Rafn Reynisson, betur þekktur sem Böddi í Dalton. Böddi vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu sem mun vera gjörólík því sem landsmenn þekkja af Bödda í Dalton. „Þetta er bara allt annað „concept“, Dalton gengur út á grín og fjör og að skemmta landanum. Þetta gengur frekar út á að draga fólk niður,“ segir Böddi og hlær. Platan er að sögn Bödda allt að því óraf- mögnuð. Notast er við kassa - gítara og kontrabassa svo eitthvað sé nefnt. Öll lögin og textarnir eru eftir Bödda sjálfan en allt efnið er flutt á ensku. „Ég hef aðeins verið að semja á ensku í gegnum árin. Inntakið í textunum er pólitísk- ur áróður, ástamál, barnið mitt, partí og stríð til dæmis,“ segir Böddi. Böddi semur allt efni hljómsveitarinnar Dalton sem er gríntengt. Hann segir það auðvelt að skipta um gír og semja alvarlegar tónsmíðar á ensku. „Það er ekkert mál. Ég þarf á hvoru tveggja að halda.“ Þegar platan er tilbúin stefnir Böddi að því að ferðast um Bandaríkin og spila efnið af henni og er þegar farinn að bóka sig á hinum ýmsu stöðum. Einnig er von á nýrri plötu frá Dalton og segir Böddi hana ganga fyrir áður en landsmenn fá að sjá hina hliðina á Bödda. „Þetta er ein hliðin á mér, ég á mér enn fleiri.“ -shs Böddi gerir sólóplötu BÖDDI Í DALTON Vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu. FRÉTTABLAÐIÐ/PÉTUR EKKI NÓGU BREYTTIR? Sigur Rós: 7.5. Undarleg tenging við Ísland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.