Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 24
25. JÚNÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR
Undanúrslit EM hefjast í kvöld
þar sem allt er lagt undir.
Spánverjar mæta Rússum og
Þjóðverjar taka á Tyrkjum. Sæti
í sjálfum úrslitaleiknum í Vín er
í húfi. Meiðslum hrjáðir Tyrkir
eiga vart í lið fyrir leikinn gegn
Þjóðverjum í kvöld. Tyrkirnir
hafa sýnt hreint fáránlega
baráttu og hvað sem bönnum
og meiðslum líður er ljóst að
Þjóðverjar labba ekki til Vínar í
úrslitaleikinn.
Tyrkinn Hamit Altintop spil-
ar með Bayern München og er
fæddur í Þýskalandi. „Auðvit-
að eru Þjóðverjar sigurstrang-
legri en það er ekki til ein ein-
asta ástæða fyrir því að við
getum ekki unnið þá. Ég hef ná-
kvæmlega engar áhyggjur, okkar
styrkur felst í liðsandanum. Ég
er viss um að við getum komist
áfram,“ sagði Altintop.
Að minnsta kosti sex leikmenn
verða ekki með Tyrkjum og fleiri
gætu bæst í þann hóp. „Auðvit-
að er erfitt að vera með marga
menn meidda, nú er það þeirra
sem koma í staðinn að sýna hvað
í þeim býr,“ sagði framherj-
inn Semih Senturk, sem jafnaði
fyrir Tyrki gegn Króötum á ögur-
stundu í 8 liða úrslitunum.
Fjórir leikmenn verða í banni,
markmaðurinn Volkan Demirel,
varnarmaðurinn Emre Asik og
miðjumennirnir Tuncay Sanli og
Arda Turan. Nihat Kahveci og
Emre Gungor eru farnir heim
vegna meiðsla og þrír leikmenn
til viðbótar eru mjög tæpir. Það
eru Servet Catin, Tumer Metin
og fyrirliðinn Emre Belozoglu.
Torsten Frings er leikfær hjá
Þjóðverjum sem eru með sitt
sterkasta lið.
Lykilatriði hjá Þjóðverjum er
að vanmeta ekki Tyrkina. „Hugs-
unarháttur þeirra er líkur okkar.
Þeir munu ekki hafa neinu að
tapa þar sem það er þegar frá-
bær árangur hjá þeim að komast
í undanúrslitin. Þeir hafa sýnt
mikla trú á sjálfum sér,“ sagði
Michael Ballack.
RÚSSNESKI BJÖRNINN ER ERFIÐUR
Luis Aragones og lærisveinar hans
í spænska landsliðinu eru ekki í
öfundsverðu hlutverki á morgun.
Þá mæta þeir rússneska birnin-
um sem hefur svo sannarlega sýnt
klærnar á mótinu. Aragones hrífst
af fljótandi leik þar sem
hæfileikar og hugsunar-
háttur leikmanna skína í
gegn í staðinn fyrir leik-
kerfi og útfærslur á
hugmyndum.
Undir stjórn
Aragones hefur
spænska liðið unnið
37 leiki og aðeins
tapað fjórum í 52
leikjum. Tveir í viðbót
og Aragones verð-
ur þjóðhetja. Hann
ætlar sér að hætta
með liðið eftir mótið.
Spánverjar leika
í gulum búningum á
morgun en það er tal-
inn vera óhappalitur í
landinu. „Ég hef engar
áhyggjur af því, ég
er vanur því að spila
í gulu,“ sagði Marcos
Senna sem leikur með Villar-
real. Xavi tók í sama streng
og biður menn að gleyma
4-1 sigrinum á Rússum í
riðlakeppninni.
„4-1 tapið var áfall
fyrir þá, en þeim
hefur vaxið ásmeg-
in síðan og spil-
að betur og betur.
Þeir hafa mikið
sjálfstraust
og eru nánast
orðnir líklegastir til að
vinna mótið,“ sagði Xavi,
lúmskur að reyna að koma
pressunni yfir á litla liðið.
Guus Hiddink, þjálfari
Rússa, segir sínum mönnum bara
að hafa gaman af mótinu á þessu
stigi. Hann viðurkennir að liðið
sitt hafi komið honum sjálfum á
óvart „Það er
stórkostlegt
að hafa kom-
ist hing-
að. Það eru
þessi sjaldgæfu
augnablik í íþróttum
sem maður verður
bara að njóta. Þegar
maður getur notið
þess leikur maður
yfirleitt best. Við
viljum ekki setja
pressu á okkur, við
viljum bara spila fót-
bolta,“ sagði Hidd-
ink.
Hverjir stíga Vínarvals?
Kóngurinn á miðjunni.
Þjóðverjar treysta á
Michael Ballack til að
stjórna miðjuspili sínu.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
David Villa - lykilmaður í
sóknarleik Spánverja sem er
markahæstur á mótinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP