Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 40
20 25. júní 2008 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is Alþjóðadagur flóttamanna var haldinn hátíðlegur síðastliðinn föstudag, 20. júní, á Akranesi. Á þeim degi er vakin sérstök at- hygli á aðstæðum flóttafólks um heim allan. Rauði krossinn stóð fyrir dagskrá í Skrúð- garðinum þar sem gestum gafst færi á að kynna sér ferlið sem flóttafólk þarf að ganga í gegnum áður en það fær hæli í öðru landi. „Ákveðið var að þessi dagur yrði hald- inn hátíðlegur á Akranesi þar sem Akra- nes tekur á móti hópi flóttafólks frá Palest- ínu í haust. Rauði krossinn stóð fyrir þessu og fyrst var komið saman í höfuðstöðv- um Rauða krossins á Akranesi og heiðurs- gestir voru Thomas Straub sem er fulltrúi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og kólumbískir flóttamenn sem komu til Reykjavíkur í fyrra,“ útskýrir Gísli S. Ein- arsson, bæjarstjóri á Akranesi. Sett var upp tjald við veitingahúsið Skrúðgarðinn í miðjum bænum og var það eftirlíking af dæmigerðu flóttamannatjaldi. „Reynt var að vera með sýnishorn af mat og þeim kosti sem flóttafólk býr við í flótta- mannabúðum og gátu gestir og gangandi komið og kynnt sér aðstæður. Straub flutti ræðu ásamt undirrituðum þar sem við fjöll- uðum um þá flóttamenn sem hingað eru að koma,“ segir Gísli áhugasamur. Straub gat þess í ræðu sinni að þeir flótta- menn sem von er á til Akraness komi frá svæði þar sem aðstæður eru hvað erfiðast- ar og í raun þær verstu sem Flóttamanna- stofnun Sameinuðu þjóðanna þekkir. „Hann var afar þakklátur Akurnesingum og ís- lenskum stjórnvöldum fyrir hvernig tekið er á málum. Nauðsynlegt er að reyna að setja sig í spor þessa fólks til að geta tekið á móti þeim á réttan máta. Eftir að hafa kynnt mér þetta þykir mér nánast ólýsan- legt og óskiljanlegt að fólk skuli vera látið búa við þær aðstæður sem þarna eru,“ segir Gísli alvörugefinn og bætir við: „Þarna er alla veðra von og fólk býr við mjög frum- stæðar og í raun ómannúðlegar aðstæður þar sem hreinlæti og vatn er af mjög skorn- um skammti.“ Gísli leggur áherslu á að mik- ilvægt sé að skilja hvað aðstæður flótta- manna eru ólíkar því sem við búum við í dag. „Gefa þarf fólkinu tíma til að aðlagast okkar samfélagi smám saman. Nú erum við að gera ráðstafanir til að fá íbúðir og stuðn- ingsfjölskyldur og gengur það vel en við erum enn að fá upplýsingar um samsetn- ingu þeirra fjölskyldna sem koma og vitum í raun ekki nákvæmlega hvenær von er á þeim.“ Á næstu dögum verður ráðinn verkefna- stjóri til að undirbúa og sinna móttöku flóttamannanna. Þó langt sé síðan flótta- menn komu síðast til Akraness þá er þetta ekki í fyrsta skiptið. „Árið 1956 komu hing- að flóttamenn frá Ungverjalandi sem eru margir enn íbúar hér eins og hverjir aðrir Íslendingar og við höfum ekkert nema gott af þeim að segja. Þeir hafa spjarað sig af- skaplega vel í íslensku samfélagi. Ann- ars eru um fjögur hundruð útlendingar á Akranesi af átján þjóðernum og við höfum átt mjög góð samskipti við það fólk,“ segir Gísli ákveðinn. hrefna@frettabladid.is GÍSLI S. EINARSSON: ALÞJÓÐADAGUR FLÓTTAMANNA Að setja sig í spor flóttafólks í einn dag FLÓTTAMENN VELKOMNIR Gísli segir að þótt menn geri sér grein fyrir að það sé mikill vandi að taka á móti flóttamönnum þá ætli íbúar Akraness sér að gera það eins vel og hægt er. MYND/SKESSUHORN MM Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ólafur Bergsson Laugalæk 46, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 26. júní kl. 15.00. Blóm afþökkuð en vinsamlegast látið Heimahlynningu KÍ (Sími 5401990) njóta þess. Þóra Stefánsdóttir Þóra Andrea Ólafsdóttir Haraldur Haraldsson Stefán Ólafsson Ingunn Magnúsdóttir Kolbrún Ólafsdóttir Magnús Sigurðsson Sigrún Ólafsdóttir Fjalar Kristjánsson Sólrún Ólafsdóttir Gunnar Sigmundsson afabörn og langafabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför stjúpmóður, móður, tengda- móður, ömmu og langömmu okkar, Kristveigar Jónsdóttur Hólmgarði 15, áður Bakka á Kópaskeri. Sérstakar þakkir fær starfsfólk líknardeildar Landakots L-5 og Gunnar Guðmundsson lungnalæknir. Árni Hrafn Árnasaon Hlín P. Wium Gunnar Árnason Sólveig Jóhannesdóttir Ástfríður Árnadóttir Þorsteinn Helgason Einar Árnason Ragnheiður Friðgeirsdóttir Jón Árnason Metta Helgadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, bróðir og mágur, Tómas Vilhelm Óskarsson áður til heimilis að Ránargötu 45, Reykjavík, sem lést að hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, sunnudaginn 22. júní, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. júní. kl 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent á hjúkrun- arheimilið Sunnuhlíð. Ísleifur Tómasson Guðrún Ásta Kristjánsdóttir Karitas Jóna Tómasdóttir Tómas Haukur Tómasson Hrafnhildur Karlsdóttir Vilhelmína Svava Guðnadóttir Stefán Hólm Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Sýningin Útilegumenn í Ódáðahrauni − goðsögn eða veruleiki, opnaði á þjóð- hátíðardaginn að Kiðagili í Bárðardal. Sýningin er liður í samstarfsverkefni Bárðdælinga, Reykjavík- urAkademíunnar og fleiri fræðistofnana um stofnun fræðaseturs í Svartárkoti í Bárðardal. Svartárkot stendur við Ódáðahraun en þar segir sagan að útilegumenn hafi hafst við fyrr á öldum. Einn frægasti íslenski útilegu- maðurinn var Fjalla-Ey- vindur en hann og kona hans Halla eru talin hafa átt skjól við Hvannalindir í Ódáða- hrauni í kringum árið 1767. Hönnun sýningarinnar var í höndum Sögumiðlunar ehf. og á henni má sjá yfir- lit yfir líf íslenskra útilegu- manna. Opið er í Kiðagili til 31. ágúst en þar er hægt að fá veitingar og gistingu. Útilegumenn í Ódáðahrauni CARLY SIMON, SÖNGKONA OG LAGAHÖFUNDUR, ER 63 ÁRA „Sterk kona sættir sig við stríðið sem hún hefur háð og er göfguð af örum sínum.“ Carly Simon hefur unnið til Golden Globe og Grammy verðlaunanna fyrir starf sitt og var vígð í Songwriters Hall of Fame, eða Frægðarhöll laga- höfunda, árið 1994. MERKISATBURÐIR 1930 Dönsku konungshjón- in koma til Reykjavík- ur vegna Alþingishátíð- arinnar. 1950 Heiðmörk er lýst friðland Reykvíkinga. 1955 Stórhlaup kemur í Múla- kvísl og Skálm úr Kötlugjá og tekur brýr af báðum ánum. 1985 Reynir Pétur Ingvarsson, vistmaður á Sólheimum í Grímsnesi, lýkur göngu sinni hringinn í kringum landið. 1990 Elísabet Englandsdrottn- ing og Filippus maður hennar koma í þriggja daga opinbera heimsókn til Íslands. Þennan dag fyrir tuttugu árum var Vigdís Finnboga- dóttir endurkosin forseti Ís- lands. Hún hlaut níutíu og fimm prósent atkvæða en Sigrún Þorsteinsdóttir, mót- frambjóðandi hennar, hlaut fimm prósent atkvæða. Vigdís var fyrsta kona heims sem var kosin þjóð- höfðingi í lýðræðislegum kosningum en hún var fyrst kosin 29. júní árið 1980 og var þá fimmtug að aldri og gegndi stöðu leikhússtjóra Leikfélags Reykjavíkur. Þá hlaut hún þrjátíu og fjögur prósent atkvæða. Hún var endurkjörin án atkvæða- greiðslu árið 1984, endurkjörin í kosningum 1988 og aftur endurkjörin án at- kvæðagreiðslu árið 1992. Hún lét af embætti árið 1996. Vig- dís var fjórði forseti íslenska lýðveldisins. Vigdís er heiðursdoktor og heiðursprófessor við háskóla og stofnanir víða um heim og er velgjörðarsendiherra Sam- einuðu þjóðanna í tungumál- um. Hún hefur löngum verið fyrirmynd ungra stúlkna á öllum aldri og skilaboð henn- ar eru að menntun skipti máli, að konur séu jafningjar karla og að draumar geti ræst. Síðan Vigdís lét af embætti forseta hefur hún ekki setið auðum höndum og hefur veitt ýmsum málefnum lið. ÞETTA GERÐIST: 25. JÚNÍ 1988 Vigdís Finnbogadóttir endurkjörin Fjalla-Eyvindur hefur oft orðið mönnum að yrkisefni og var leikrit Jóhanns Sigurjónssonar eitt fyrsta íslenska leikritið sem sló í gegn erlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.