Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 50
Vodafonevöllurinn, áhorf.: 1774
Valur FH
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 7–7 (2–4)
Varin skot Kjartan 3 – Daði 2
Horn 9–2
Aukaspyrnur fengnar 13–15
Rangstöður 3–1
FH 4–3–3
Daði Lárusson 6
Guðmundur Sævarss. 6
*Tommy Nielsen 7
Freyr Bjarnason 7
Hjörtur Logi Valgarðs. 6
Dennis Siim 3
Davíð Þór Viðarsson 4
Bjarki Gunnlaugsson 4
(63. Jónas Grani 4)
Atli Guðnason 2
(63. Matthías Guðm. 4)
Atli Viðar Björnsson 2
Tryggvi Guðmundss. 3
(84. Arnar Gunnlaugss. -)
*Maður leiksins
VALUR 4–4–2
Kjartan Sturluson 6
Birkir Már Sævarsson 6
Atli Sveinn Þórarinss. 6
Barry Smith 6
Rene Carlsen 5
Rasmus Hansen 4
(72. Sigurbjörn Hreið. -)
Bjarni Ólafur Eiríkss. 5
Pálmi Rafn Pálmason 6
Hafþór Ægir Vilhjál. 2
(82. Guðmundur Ben. -)
Albert Ingason 3
(72. Guðm. Hafsteins. -)
Helgi Sigurðsson 5
0-1 Arnar Gunnlaugsson, víti (90.+2)
0-1
Kristinn Jakobsson (9)
30 25. júní 2008 MIÐVIKUDAGUR
sport@frettabladid.is
Pétur Hafliði Marteinsson hefur spilað 254 mínútur fyrir KR í sumar. Í
þeim hefur KR skorað átta mörk án þess að fá á sig mark. Í þær 466
mínútum sem Pétur hefur ekki spilað hefur KR skorað sjö mörk, fengið
á sig ellefu og tapað fjórum leikjum af fimm.
Pétur hefur spilað mun betur í sumar en á síðasta ári. „Það var logn-
molla yfir liðinu og mér sjálfum. Við komumst aldrei á skrið og þá líta
varnarmenn ekki vel út. Það var líka meiri munur á því að koma heim
úr atvinnumennsku í íslenska boltann en ég gerði mér grein fyrir og
síðasta tímabil var mjög erfitt, ég viðurkenni það,“ segir Pétur.
Hann segir að gott gengi sitt í sumar sé ekki síst að þakka
varnarvinnu alls liðsins. „Ég er í fáránlega lélegu
formi. Ég æfi sáralítið á milli leikja og hef verið
meira og minna meiddur heillengi. Strákarnir í
liðinu sem margir hverjir hafa ekki skilað mikilli varnar-
skyldu áður eru að standa sig frábærlega. Það þýðir að mitt verk er
auðveldara.“
KR-ingar einbeittu sér mikið að líkamlegum styrk eftir síðasta
sumar, á kostnað fótboltans. Það er að borga sig núna. „Við bjugg-
umst við því að tapa mögulega stigum í upphafi móts þar sem við
værum eftir á í fótboltanum. Þetta er að skila sér núna,“ sagði varnar-
maðurinn sem er ekki sáttur með gagnrýnisraddir sem beinst hafa að
Gunnlaugi Jónssyni undanfarið.
„Það hefur verið ósanngjörn gagnrýni á fyrirliða okkar. Hann hefur
verið meiddur á hné frá því fyrir mót en samt sem áður spilað og
lagt sig allan fram fyrir KR. Á móti Fjölni og FH var hann með
betri mönnum á vellinum að mínu mati. Ég vona að Gulli nái
sér sem allra fyrst og hann verður mikilvægur hlekkur fyrir
okkur í sumar.“
Pétur er verkefnastjóri hjá KR og á íbúafundi í gær
kynnti hann framtíðarsýn félagsins. Hún er að búa til
allsherjar þjónustu- og verslunarmiðstöð á KR-
svæðinu, eitt hús í kringum nýjan völl þar
sem verslanir, heilsugæsla, skrifstofur
og ýmislegt fleira kæmist fyrir.
Stúkan í kringum völlinn á að ná
hringinn og taka 5.000 manns í
sæti. „Þetta eru háleitar hugmyndir,“ sagði Pétur sem von-
ast til að koma hugmyndunum inn í skipulag sem fyrst.
PÉTUR HAFLIÐI MARTEINSSON: STÓRHUGA VERKEFNASTJÓRI HEFUR HALDIÐ HREINU Í 254 MÍNÚTUR
Heldur hreinu í fáránlega lélegu formi
> Copy/paste hjá kvennalandsliðinu
Íslenska kvennalandsliðið mætir því gríska á morgun. Liðið
fékk frí á sunnudag eftir stórsigurinn gegn Slóvenum en
æfði í gær. Dóra Stefánsdóttir æfði þar og lítur út fyrir að
hún verði með á morgun. Margrét Lára Viðarsdóttir og
Hólmfríður Magnúsdóttir fengu frí. „Þær þurfa þennan eina
dag aukalega í hvíld eftir að hafa fengið spörk á laugar-
daginn,“ sagði landsliðsþjálfarinn Sigurður
Ragnar Eyjólfsson. Undirbúningur fyrir
þennan leik verður nákvæmlega sá sami
og síðast. Liðið fer til Keflavíkur í kvöld
og síðan er frjálst hvað hver gerir. „Síð-
ast skiptist þetta í þrennt, sumar
fóru í bíó, aðrar voru í meðferð
og hinar horfðu á EM,“ sagði
Sigurður sem á von á hörkuleik
á morgun.
FÓTBOLTI Þróttarar fá til sín
danska framherjann Jesper
Sneholm þegar félagaskipta-
glugginn opnast þann 15. júlí.
„Hann er fljótur og góður
framherji. Ég hef séð hann spila
en hann hefur aldrei verið hjá
okkur og ekki komið á æfingu,“
sagði Gunnar Oddsson, þjálfari
Þróttar, og bætti við að þessu
fylgdi engin áhætta. Sneholm
kemur að láni út tímabilið.
Brasilíumennirnir tveir, Ismael
Silva Francisco og Carlos Bernal
hafa ekki sýnt neina sambatakta í
Þrótti og raunar alls ekki náð að
festa sig í sessi. „Ismael komst
bara ekki í hópinn gegn ÍA í gær
en Bernal hefur verið meiddur,“
sagði Gunnar. Hann viðurkenndi
jafnframt að það væri dýrt að
vera með útlendinga í liðinu hjá
sér sem væru ekkert að spila.
Telja verður líklegt að Brasilíu-
mennirnir yfirgefi Þróttara í
verðbólgunni í júlí. - hþh
Þróttur fær framherja í júlí:
Slegið á alla
sambatakta?
SLAKIR Á ÞVÍ Biro, til vinstri, hefur spilað
í 111 mínútur í deildinni í sumar og
Ismael í 154. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÓTBOLTI Prince Rajcomar var í
gær dæmdur í tveggja leikja
bann fyrir að gefa Auðunni
Helgasyni olbogaskot í leik
Breiðabliks og Fram á mánudag.
Prince fékk strax rautt spjald en
Auðunn sat eftir með myndarlegt
glóðarauga. - hþh
Dómur fellur yfir Prince:
Frá í tvo leiki
FÓTBOLTI Framarar hafa slegið í
gegn undir stjórn Þorvaldar
Örlygssonar en eftir átta leiki er
Safamýrarliðið í 3. sæti með aðeins
fimm mörk fengin á sig.
Líkt og fyrr leggur Þorvaldur
upp úr góðum varnarleik og skyn-
samlegum sóknarleik og það er að
skila árangri. Þorvaldur náði einn-
ig frábærum árangri með lið
Fjarðabyggðar í fyrra en liðið fékk
þá á sig fæst mörk allra í deildinni
og endaði í 5. sæti.
Þegar tölfræði liðs Fram í sumar
og Fjarðabyggðar í fyrra er borin
saman kemur vel í ljós hversu
fyrsta markið er mikilvægt fyrir
liðin hans Þorvaldar. Fram hefur
komist fimm sinnum í 1-0 í sumar
og allir þeir leikir hafa unnist með
markatölunni 9-1. Fram hefur
aftur á móti lent þrisvar sinnum 0-
1 undir og allir þeir leikir hafa tap-
ast. Þetta er ekkert
nýtt því sömu sögu er
að segja frá gengi
Fjarðabyggðarliðsins í
fyrra. Fjarðabyggð
komst þá 17 sinn-
um 1-0 yfir, vann
16 þeirra leikja,
gerði 1 jafntefli
og var með
markatöluna
23-4 í þeim.
Fjarðabyggð
tapaði hinsveg-
ar öllum sjö
leikjunum þar
sem liðið lenti 0-
1 undir.
Undanfarin
tvö sumur eru lið
Þorvaldar Örlygssonar bæði stiga-
laus og markalaus í þeim tíu leikj-
um sem þau hafa lent 0-1 undir og
markatalan er hálf ótrúleg eða 0-
17 þeim í óhag. -óój
LIÐ ÞORVALDAR
2007-08:
Komast 1-0 yfir í leikjum
sínum
Leikir 17
Sigrar-Jafntefli-töp 16-1-0
Markatala 32-5 (+27)
Stig (hlutfall) 49 (96%)
Lenda 0-1 undir í leikjum
sínum
Leikir 10
Sigrar-Jafntefli-töp 0-0-10
Markatala 0-17 (-17)
Stig (hlutfall) 0 (0%)
* 3 leikir enduðu með marka-
lausu jafntefli.
Lið þjálfarans Þorvaldar Örlygssonar síðustu tvö sumur eiga eitt sameiginlegt:
Fyrsta markið skiptir öllu máli
GÓÐUR ÞJÁLFARI
Þorvaldur Örlygsson.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
FÓTBOLTI FH er komið með níu stiga
forskot á Val í Íslandsmótinu eftir
sigur á Íslandsmeisturunum, 0-1, í
gær. Valsmenn voru talsvert sterk-
ari aðilinn í leiknum en sköpuðu
lítið og nýttu ekki þau færi sem
þeir þó sköpuðu. Það nýttu gestirn-
ir sér til fullnustu í lokin og stungu
af með öll stigin í rassvasanum.
Fyrri hálfleik verður aðeins lýst
á einn hátt – ævintýralega leiðin-
legur. Það gerðist nánast ekkert í
hálfleiknum og þá meina ég ekk-
ert. Á fyrstu 29 mínútum leiksins
kom eitt skot í heildina. Það lenti í
varnarmanni metra fyrir framan
og komst því aldrei nálægt mark-
inu. Það var álíka áhugavert að
fylgjast með leik liðanna og að
horfa á grasið vaxa á vellinum.
Bæði lið voru varkár í sínum
leik og sóknarleikurinn ekki til
útflutnings. Liðin spiluðu oft hægt
á þröngu svæði og sendingar af
köntunum voru ítrekað
afspyrnuslakar.
Mesta lífið í hálfleiknum var
þegar tveir stuðningsmenn FH-
inga fóru yfir á Valssvæðið og
ögruðu þar stuðningsmönnum
Vals. Sá fíflaskapur hefði
getað endað með hávaða-
slagsmálum en endaði
með léttum átökum
tveggja manna sem
stóðu stutt yfir. Þessi
framkoma var þó þess-
um stuðningsmönnum
FH til háborinnar
skammar.
Síðari hálfleikur var
skömminni skárri og þá
helst hjá Valsmönnum.
FH-ingar lágu frekar
aftarlega, augljóslega
sáttir við eitt stig en
sóttu síðan hratt í von
um að stela sigrinum.
Albert Ingason fékk dauða-
færi á 52. mínútu og það var
fyrsta færi leiksins takk fyrir.
Slakur skalli hans fór beint á
Daða Lárusson.
Birkir Már sótti meira upp
kantinn í síðari hálfleik og við
það kom meira líf í sóknarleik
heimamanna. Valsmenn voru
líklegri allan hálfleikinn en
gekk illa að skapa sér færi því
miðverðirnir Freyr Bjarnason
og Tommy Nielsen voru fastir
fyrir.
Það var flest sem benti til
þess að leiknum myndi lykta með
hundleiðinlegu, markalausu jafn-
tefli þegar boltinn fór í hönd
Barrys Smith og víti réttilega
dæmt á Val. Þarna var komið fram
í uppbótartíma. Varamaðurinn
Arnar Gunnlaugsson skoraði af
öryggi úr vítinu og tryggði gestun-
um öll stigin á Vodafonevellinum.
„Það var mjög ljúft að klára
þetta,“ sagði brosmildur Arnar
Gunnlaugsson eftir leikinn. „Vals-
menn voru gríðarlega sterkir og
seinni hálfleikurinn var sérstak-
lega erfiður. Það fellur ekkert með
Valsmönnum þessa dagana. Fyrir-
fram hefðum við sætt okkur við
eitt stig en það var ljúft að stela
þessu í lokin.“
Willum Þór Þórsson, þjálfari
Vals, var ekki í sama sólskinsskap-
inu og Arnar. „Það er alltaf vont að
tapa en ég er samt ofboðslega
stoltur af liðinu mínu. Það er sárt
að hafa nánast yfirspilað andstæð-
inginn, eiga urmul af færum en ná
ekki að nýta þau. Þegar slíkt gerist
er alltaf hætta að maður fái mark í
andlitið,” sagði Willum en var
þetta víti að hans mati?
„Ég kalla eftir því að þið fjöl-
miðlamenn sinnið ykkar hlutverki
og farið faglega yfir það hvernig
dómarar eru að standa sig. Það er
ekki mitt hluverk,” sagði Willum
Þór en það verður einmitt ekki
skilið við þennan leik án þess að
minnast á klassaframmistöðu
Kristins Jakobssonar sem dæmdi
frábærlega. Virðist engu skipta þó
hann hafi lítið annað gert en að
lyfta skiltum síðustu vikur.
- hbg / - hþh
Meistararnir að missa af lestinni
Arnar Gunnlaugsson tryggði FH sætan sigur á Íslandsmeisturum Vals á Vodafonevellinum í gær. Hann
skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu í uppbótartíma leiksins sem var hrútleiðinlegur.
ÖRUGGT VÍTI Arnar
Gunnlaugsson tryggði
FH þrjú stig.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
BARÁTTA Valsmað-
urinn Atli Sveinn
Þórarinsson hefur
hér betur í baráttu
við FH-inginn Atla
Viðar Björnsson.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR