Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 46
26 25. júní 2008 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is > LÉK Á LJÓSMYNDARA Jamie Lynn Spears lék á ljósmynd- ara þegar hún yfirgaf spítalann með nýfædda dóttur sína á laugardag. Hún borgaði stúlku á sínum aldri, sem er því sem næst tvífari henn- ar, fyrir að fara út í bíl í fylgd for- eldra Spears og kærasta, Casey Aldridge. Á meðan ljósmyndarar smelltu myndum af tvífaranum, laumaðist Jamie út bakdyra- megin með barnið, Maddie Briann, og lék þannig á hópinn. Svo virðist sem Cameron Diaz og breska fyrirsætan Paul Sculfor séu nýjasta parið í Hollywood. En Sculfor þessi er fyrrverandi kærasti Jennifer Aniston. Til parsins sást þar sem þau snæddu hádegisverð saman og leiddust um bæinn. Parið gerði reglulega hlé á göngu sinni til þess að kyssast og faðmast og virtust þau vera hin ástföngnustu. Diaz, sem er 35 ára, og Sculfor, sem er 37 ára, byrjuðu að stinga saman nefjum fyrr í mánuðinum og sást fyrst til þeirra saman þegar þau eyddu rómantískri kvöldstund á veitingastað í Santa Monica. Komin með nýjan mann Sambandsslit Siennu Miller við Rhys Ifans hafa verið á allra vörum síðustu vikur. Fyrir stuttu sást Ryhs brotna niður fyrir utan skemmtistað eftir strangt skemmtanahald með vinum sínum. Sienna aftur á móti virðist hingað til hafa plumað sig betur en hennar fyrrverandi og daðraði stíft við samleikara sinn, Matt- hew Rhys, á frumsýningu myndar þeirra í Edinborg. Í gær var annað uppi á teningnum því það sást til Siennu á flugvelli í London þar sem hún talaði í farsímann sinn og virtist leikkonan vera mjög miður sín. Hvort það hafi verið Rhys Ifans sem hún ræddi við er ekki vitað en það þykir ekki ólíklegt. Grátbólgin á flugvelli Blúsakademían, þeir Sigurður Sigurðsson, Tryggvi Hubner, Pjetur Stefánsson, Jón Borgar Loftsson og Páll Pálson spila á Organ í kvöld. Sérstakur gestur með þeim er Jón Ólafsson, úr Pelican og fleiri sveitum. Tryggvi segir sveitina spila frumsamið efni sem og gömul lög sem ekki heyrast lengur eftir „eldgamla blúskalla,“ sem þeir útsetja sjálfir. Annars segist hann aðeins nemandi í akademíunni, hjá meisturum eins og Sigurði. „Þetta er svona saumaklúbbur hjá okkur strákunum.“ Blúsaðdáendur ættu ekki að láta tónleikana framhjá sér fara, en þeir hefjast klukkan tíu og kostar 1000 krónur inn.-kbs Blús á Organ Nú ganga þær sögusagnir sem hæst að Madonna og Guy Ritchie, eiginmaður hennar til sjö ára, séu að íhuga skilnað. Hjónaband- ið hefur ekki alltaf gengið vand- ræðalaust fyrir sig og á að hafa einkennst af mikilli togstreitu milli þeirra tveggja. Myndir náð- ust af parinu á Cannes hátíðinni í ár þar sem þau virðast bæði óánægð og fjarlæg hvort öðru. Í nýlegu viðtali við MTV sjón- varpsstöðina á Madonna að hafa sagst hafa gift sig á röngum for- sendum. „Eiginmaður minn reyndist ekki vera allt sem mig dreymdi um ... mig langaði að slíta sambandinu,“ segir hún jafnframt í sama viðtali. Vinur hjónanna segir þau haga sér meira eins og systkini en hjón og að best væri ef þau slitu samvist- um. Hjónin eiga saman soninn Rocco og ættleiddu nýlega annan son, David, fyrir átti Madonna dótturina Lourdes. Madonna sögð ætla að skilja ÍHUGA AÐ SKILJA Madonna og Guy Ritchie þegar allt lék í lyndi. Þau íhuga nú að slíta samvistir. Fjölmörg atriði er varða söngkonuna færeysku – Sølvu Ford – sem hreif Ólaf F. Magnússon borgarstjóra svo að hann bauð henni á menningarnótt – eru á huldu: Hvað atriði hennar kostar, hver borgar, hvar og hvenær hún kemur fram … og jafnvel er tónlistarferill hennar gáta. Greint var frá því í færeyskum fjölmiðlum, og þaðan bárust þau tíðindi til Íslands, að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hefði setið hátíðarkvöldverð í boði borg- arstjórans í Þórhöfn í sinni opinberu heimsókn til Fær- eyja nú um miðjan mánuðinn þar sem hann hreifst svo mjög af söngkonunni Sølvu Ford að hann bauð henni að koma fram á menningarnótt sem hún og þáði. „Eftir framførsluna var íslendski borgarstjórin, Ólafur F. Magnússon, so mikið væl nøgdur við hennara sang, at hann bjóðaði henni at koma at spæla á íslendsku ment- anarnáttini, sum verður í Reykjavík 18. august,“ segir í Dimmalætting. „Hann kom persónliga yvir og bjóð- aði mær við, saman við gittarleikaranum hjá mær, Rúna Eysturlíð,“ segur Sølva Ford við sama tækifæri. Hver er hún söngkonan sem hreif borgarstjóra svo mjög? Fréttablaðið leitaði til Jens Guð sem er sérfróð- ur um færeyska tónlist. Hann þekkti hvorki haus né sporð á söngkonunni góðu, sem kom nokkuð á óvart, en Jens fór á stúfana og skoðaði málið: „Ég hringdi í færeyska konu og spurði um Sølvu Ford. Hún sagði sig ráma í að Sølva hafi fyrir mörgum árum tekið þátt í söngvarakeppni. Hana minnti að það hefði verið í Danmörku en ekki Færeyjum. Næst hringdi ég í færeyskan rokkara. Hann sagði að Sølva hefði sigrað í söngvara- keppni í Færeyj- um 2000, „Árs- ins söngrödd“. Það er söngvarakeppni sem vegur ekki þungt. Síðan hefur Sølva bara sungið með lítið þekktum dansiballa- hljómsveitum. Hún er ekkert nafn í Færeyjum. Þannig lagað. Hefur hvergi skorað á neinum listum. Til sam- anburðar er þetta kannski svipað því þegar einhver sigrar í hæfileikakeppni á Bifröst eða Blönduósi á Íslandi. Fín söngkona sem fer létt með að afgreiða „cover“-lög en ekkert meir.“ Svo mörg voru þau orð. Fréttablaðinu tókst ekki að hafa uppi á Sølvu í Færeyjum og þegar grennslast var fyrir um hvers konar vinnulag er notað þegar fengin eru atriði fyrir menningarnótt kom í ljós að engar ákveðnar verklagsreglur eru í þeim efnum – enda koma margir að málum. Reykjavíkurborg leggur til um tíu milljónir til næturinnar sem fara að mestu í kynningu og verklegar framkvæmdir. Ekkert liggur fyrir um kostnað sem fylgir komu færeysku söng- konunnar, né heldur hver borgar þann reikning. Ekki liggur heldur fyrir hvar og hvenær Sølva Ford kemur fram. Bæði Svanhildur Kon- ráðsdóttir, sviðsstjóri menningar- og ferða- málasviðs, og Sif Gunnarsdóttir, forstöðu- maður höfuðborgarstofu, fögnuðu framtaki borgarstjórans og töldu besta mál að hann kæmi að málum. En þær töluðu báðar um þetta sem hugmynd eða ábendingu sem tekin verður fyrir á fundi verkefna- stjórnar menningarnætur í dag. jakob@frettabladid.is Dularfull söngkona borg- arstjórans í Reykjavík ÓLAFUR F. MAGNÚSSON Hreifst af færeysku söngkonunni Sølvu Ford en þeir sem vasast í menningarnótt af hálfu borgarinnar vita ekki hver borgar fyrir komu hennar né hvar og hvenær hún kemur fram. SØLVA FORD Þekktist boð hrifnæms borgarstjórans um að koma til Íslands og syngja á menningarnótt. JENS GUÐ Sérfróður um færeyska tónlist en þekkir hvorki haus né sporð á Sølvu Ford. Andri Freyr Viðarsson, einna best þekktur sem útvarpsmaður- inn Freysi, er einn þeirra sem troða upp á neðanvatnstónleik- um á Hróarskeldu í næstu viku. Að baki tónleikunum standa meðal annars Íslendingarnir Haukur Þórðarson og hjón- in Tinna Ottesen og Janus Bragi Jakobsson, en þar mun tónlistarfólk stíga á stokk á sviði sem er eftir- líking Akraborgarinnar og gleðja eyru aðdáenda sem stinga sér til sunds í Badsøen. „Ég er nú ekki að fara að setjast niður með kassagítar og spila músík, enda myndi það örugglega hljóma enn verr í kafi,“ segir Andri. Hann mun í staðinn velja lög ofan í áheyrendur, en fram- koman verður hans fyrsta á Hróarskeldu. „Ég hef bara haft gaman af hátíðinni hingað til, ekki spilað þar. Þetta er náttúrulega mik- ill heiður og lúkkar vel á ferilsskrá, hvað heldurðu,“ segir hann kíminn. „Þetta er reyndar ekki á opinberu hátíðinni, heldur hluti af upphitun fyrir hana. Það er hins vegar fullt af liði komið á svæðið á þessum tíma. Í fyrra voru það held ég þrjátíu þús- und manns sem biðu í röð þegar tjaldstæðin opnuðu. Það er bara gaman að koma og keyra upp stemninguna,“ segir Andri. Þar sem að tónleikagestir mara í hálfu kafi til að hlusta segir Andri dálítið snúið að velja hvaða tónlist hann býður upp á. „Maður þarf aðeins að spá í hvaða hljóð skila sér í kafi. Það er svolítið furðulegt að spá í þetta. Það er ekki eins og maður geti æft sig. Hvað á ég að gera? Stinga hausnum ofan í baðkar og setja hátalara ofan í? Ég held ekki,“ segir hann. Dagskráin við Badsøen hefst á sunnudag klukkan 14 og stendur til miðvikudags, þegar Andri þeytir skífum fyrir baðgesti. Frekari upp- lýsingar má fá á myspace.com/under- waterconcert. - sun Andri Freyr spilar á Hróarskeldu FÍNT Á FERILSSKRÁNA Útvarpsmaðurinn Andri Freyr Við- arsson getur nú bætt því á ferilskrána að hafa spilað á tónleikum á Hróarskeldu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.