Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 26
 25. JÚNÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR8 ● fréttablaðið ● hverjir vinna EM 2008? Þúsund andlit stuðningsmanna Hundruð þúsunda knattspyrnuunnenda hafa ferðast milli Sviss og Austurríkis til að fylgjast með Evrópumótinu. Svipbrigði þeirra eru æði misjöfn, bæði gleði og tár hafa sést á mótinu. Hér eru nokkur dæmi. 4 Tyrkir hafa lent í mótlæti af öllum stærðum og gerðum á EM en hefur samt tekist að skilja Tékka og Króata eftir á leið sinni í undanúrslitin. Merkilegasta tölfræði Tyrkja á mót- inu er sú að þeir hafa aðeins verið yfir í samtals 9 mínútur (undir í 110 mínútur) í þessum fjórum leikjum sínum á EM 2008. Tyrkir hafa lent undir í þremur leikjum en náð sér á strik og hafa um leið jafnað met Tékka frá 2004 sem lentu í því sama. Evrópumótið í ár byrjaði ekki vel hjá Tyrkjum sem réðu lítið við Portúgala í fyrsta leiknum sem þeir töpuðu 0-2 en hefðu getað tapað með meiri mun. Útlitið varð síðan enn svartara þegar liðið var undir í fyrri hálfleik á móti heimamönnum í Sviss. Semih Sentürk jafnaði leik- inn og það var síðan Arda Turan sem tryggði Tyrkjum þrjú dýrmæt stig með marki þegar tvær mín- útur voru liðnar af uppbótar- tíma. Staðan var enn verri í loka- leik riðilsins, í úrslitaleik við Tékka um sæti í átta liða úrslitun- um. Staðan var 2-0 Tékkum í vil þegar aðeins fimmt- án mínútur voru eftir af leiknum. Nú var það Arda Turan sem minnk- aði muninn og fyrirliðinn, Nihat Ka- hveci, tryggði síðan Tyrkjum sigur- inn með tveimur mörkum á 87. og 89. mínútu. Hafi Tyrkir verið komn- ir hálfa leið út úr keppninni í þessum leik þá fóru þeir enn nær brúninni í þeim næsta. Stórsókn Króata bar ekki árangur fyrr en á 119. mínútu framlengingar og það virtist enginn tími vera til að svara fyrir sig. Tyrkjum tókst á ótrú- legan hátt að tryggja sér vítaspyrnu- keppni með marki þegar tvær mín- útur voru komnar fram í uppbótar- tíma í framlengingu. Króatar voru enn að fagna og voru síðan engan veginn í andlegu ástandi til þess að fara í vítakeppnina sem Tyrkir unnu 3-1 þrátt fyrir að Króatarn- ir hefðu tekið fyrstu spyrnuna. Æsingur Tyrkja inni á vellinum hefur vissulega kostað þá leikbönn og meiðsli en gerir jafnframt að verkum að það er eitt skemmtilegasta liðið að horfa á í mótinu. Baráttugleðin og leik- gleðin hefur komið þeim svona langt og um leið vita Þjóðverjar að þeir geta ekki bókað sigur í leiknum í kvöld fyrr en að lokaflautið gellur. Tyrkir hafa aðeins verið yfir í samtals 9 mínútur Tyrkirnir fagna sigri í vítakeppni en Króatar eru úr leik. N O RD IC PH O TO S/ A FP Tyrkirnir gefast aldrei upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.