Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 14
 25. júní 2008 MIÐVIKUDAGUR ÚTIVIST Yfir fimm hundruð börn tóku þátt í Hafnar- fjarðarmeistaramóti í dorgveiði sem fram fór í gær. „Þátttakan er með ólíkindum. Það er ánægjulegt að sjá keppendum fjölga ár frá ári,“ sagði Geir Bjarnason, forvarnafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, sem hefur skipulagt hátíðina frá upphafi. Keppnin fór vel fram fyrir utan það að einn strákur datt í sjóinn en starfsmenn sýndu skjót viðbrögð og náðu honum upp. Drenginn sakaði ekki. Styrmir Jónasson veiddi flesta fiska í ár en hann náði að krækja í tíu stykki. Auðunn Húnfjörð veiddi krabba sem var útnefndur Furðufiskur ársins. Það var svo Ingibjörg Anna Hjartardóttir sem veiddi stærsta fiskinn að þessu sinni, en hann vó 459 grömm. Ekki voru allir sáttir við úrslitin. „Ég veiddi stærsta fiskinn. Ég er best í að veiða,“ sagði Guðný Björt Garðarsdóttir, þátttakandi. „Ég veiddi einn sem var átta hundruð grömm, en hann var reyndar dauður fyrir. Svo veiddi ég tvo pínulitla og einn skrýtinn sem var eins og skötuselur.“ Þegar vinkonur Guðnýjar bættu því við að sá hefði verið ljótur svaraði hún reiðilega. „Nei! Hann var fallegur! Hann er sonur minn. En litli fiskurinn var svo skítugur að ég þurfti að setja hann í bað.“ - ges Metþátttaka í dorg- veiðikeppninni í ár Dorgveiðikeppni Hafnarfjarðar fór fram í blíðskaparveðri á Flensborgarbryggju í gær. Einn datt í sjóinn en sakaði ekki. Aflakóngurinn í ár krækti í tíu fiska. SVEKKT YFIR ÚRSKURÐI DÓMARANS Guðný Björt dró stærsta fiskinn úr sjónum í ár. Sá var reyndar þegar dauður svo hún varð af verðlaununum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VÍSINDALEGAR MÆLINGAR Andri vigtar krossfisk sem Sandra vinkona hans veiddi. DÓMSMÁL Fyrrverandi tollvörður hefur verið sakfelldur fyrir brot í opinberu starfi og að hylma yfir með þjófnaði. Refsingu yfir honum var frestað í tvö ár, haldi hann skilorð. Félagi hans var sýknaður af ákæru um brot í opinberu starfi og gripdeild. Mönnunum var gefið að sök að hafa framvísað tollvarðarskilríkj- um á dansgólfi skemmtistaðarins Hressingarskálans og í krafti embættis síns þuklað á tveimur stúlkum. Öðrum þeirra var síðan gefið að sök að hafa gripið veski annarrar stúlkunnar og hlaupið með það á brott. Þetta gerðist í janúar síðastliðnum. Sá sem ákærður var fyrir grip- deild neitaði alfarið sök. Hann við- urkenndi að hafa verið á staðnum en sagðist ekki hafa komið nálægt stúlkunum tveimur. Hinn maður- inn játaði, sagðist ekkert muna eftir kvöldinu sökum ölvunar og lagði trúnað á orð stúlknanna þess efnis að hann hefði brotið gegn þeim. Hann sagði tollvarðarstarfi sínu lausu eftir þrýsting frá toll- stjóra. Sá sem neitaði sök var sýknaður eins og áður segir. Segir í dómnum að ekkert tengi hann við atburðinn annað en að hann var á staðnum umrædda nótt. Hinn var sakfelld- ur, en refsingu frestað. - sh Héraðsdómur hefur dæmt í máli tollvarða sem leituðu á stúlkur á skemmtistað: Fyrrverandi tollvörður fundinn sekur HRESSINGARSKÁLINN Dómurinn segir ekkert tengja annan sakborninganna við málið annað en að hann var á staðnum umrædda nótt. FRÉTTABLAÐIÐ / HARI DORGAÐ Í HAFNARFIRÐI Sífellt fleiri mæta á Hafnarfjarðarmeist- aramótið í dorgveiði og í gær tóku yfir fimm hundruð börn þátt. GÓÐ FRAMMISTAÐA Einn drengur féll í sjóinn en var bjargað fljótt upp úr aftur af starfsmönnum mótsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.