Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 54
34 25. júní 2008 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. gáski, 6. klafi, 8. atvikast, 9. gums, 11. klaki, 12. frumefni, 14. mæliein- ing, 16. nudd, 17. frjó, 18. ennþá, 20. 999, 21. betl. LÓÐRÉTT 1. íþrótt, 3. í röð, 4. baptisti, 5. prjónavarningur, 7. hænsnfugl, 10. blása, 13. heyskaparamboð, 15. losa, 16. tangi, 19. átt. LAUSN LÁRÉTT: 2. ærsl, 6. ok, 8. ske, 9. lap, 11. ís, 12. flúor, 14. karat, 16. nú, 17. fræ, 18. enn, 20. im, 21. snap. LÓÐRÉTT: 1. golf, 3. rs, 4. skírari, 5. les, 7. kalkúnn, 10. púa, 13. orf, 15. tæma, 16. nes, 19. na. „Mér sýnist líklegast að það verði norðanátt, þurrt og nokkuð bjart, en frekar svalt,“ segir Haraldur Ólafsson veðurfræðing- ur um veðurfarið í Reykjavík kvöldið sem Náttúrutónleikarnir með Björk og Sigur Rós verða haldnir í Laugar- dalnum. „Meginstefið í spá næstu viku er norðanátt með lítilsháttar skúratilbrigðum og þegar læsist í norðanátt vill það endast lengi. Veðrið á laugardaginn verður því líklegast svipað því sem það var hér í gær.“ Í kjölfar loftárása Nato á Belgrad árið 1999 sagði Haraldur í veðurfréttatíma í sjónvarpinu að það „viðraði vel til loftárása“ á þeim slóðum. Strákarnir í Sigur Rós gripu frasann á lofti og nefndu eitt lagið sitt „Viðrar vel til loftárása“ á meistaraverkinu Ágætis byrjun. „Nei, ég hef aldrei hitt þessa stráka,“ segir Haraldur, „en ég er ánægður með að svona hljómsveitargæjar hlusti á veðrið. Ég á ekki plötuna en það kann að vera að sonur minn eigi hana. Ég hef þó heyrt lagið.“ Auk Sigur Rósar og Bjarkar koma fram Ghostigital og Ólöf Arnalds. Listamennirnir vilja með tónleikunum vekja athygli á náttúru Íslands og náttúruvænum atvinnugreinum. Ókeypis verður á tónleikana en Reykjavíkur- borg styrkir þá um 4 milljónir. - glh Viðrar þokkalega til Sigur Rósar FÁ GOTT VEÐUR Drengirnir í Sigur Rós fá góða veðurspá fyrir tónleika sína í Laugardalnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Það fór bara allt í vitleysu,“ segir Halldór Þorgeirsson kvikmynda- framleiðandi sem fékk hjartaáfall í garðinum heima hjá sér föstu- daginn 13. júní. „Ég var bara að slá blettinn til að hafa hann fínan meðan við værum í Moskvu. Þá hneig ég niður.“ Halldór framleiddi myndina Veðramót en kona hans Guðný Halldórsdóttir leikstýrði mynd- inni. Hún er ásamt leikurum myndarinnar í Moskvu á kvik- myndahátíð sem Halldór ætlaði einnig að sækja. Hjartaáfallið kemur hins vegar í veg fyrir það. „Það kom ekkert annað til greina en að vera eftir heima,“ segir Hall- dór sem fer í aðgerð í næstu viku þar sem hann á að fá svokallaðan bjargráð. „Já það er nýyrði. Þetta er hátækni gangráður. Gangráður er víst bara stilltur á einn takt en þessi jafnar út hjartsláttinn eftir því hvað þú ert að gera – svo það líði nú ekki yfir þig meðan þú ert að slá.“ Myndin Veðramót hlaut gríðar- lega góðar viðtökur áhorfenda sem og gagnrýnenda. Tilurð og dreifing myndarinnar hefur þó ekki verið sársaukalaus. „Duna [Guðný Halldórsdóttir] fékk lungnabólgu í tökunum. Svo hneig dreifingaraðili myndarinnar niður á sunnudaginn og liggur nú á spít- ala í München,“ segir Halldór sem hefur verið límdur við símann á Landspítalanum að reyna að finna staðgengil dreifingaraðilans. Stúlka sem starfar hjá dreifingar- aðilanum í Þýskalandi var kölluð til úr fríi í Prag og bíður þess nú að komast til Moskvu. Halldór segir mikilvægt að framleiðandi eða dreifingaraðili sé á staðnum þegar mynd fer á hátíð sem þessa. „Menn segja það sem þeir meina við okkur, en eru kannski ragir við að segja allt við leikstjórann. Ég bind því miklar vonir við þessa þýsku dömu.“ Að öðru leyti lætur Halldór vel af dvölinni á Landspítalanum og eigin líðan. Maturinn fínn en hann hafði þó með sér 1944 lasagne til öryggis, sem hann hefur ekki þurft að grípa til. Hann viðurkenn- ir að sér hafi verið mjög brugðið. „Auðvitað er maður skíthræddur. Sem betur fer var Duna heima og læknirinn var kominn eftir sex mínútur og sjúkrabíll skömmu síðar. Annars veit maður ekki hvernig hefði farið.“ soli@frettabladid.is HALLDÓR ÞORGEIRSSON: HNÉ NIÐUR VIÐ GARÐSLÁTTINN Missir af Moskvu eftir hjartaáfall í garðinum Fótboltadeild Aspar, sem er íþróttafélag fyrir þroskahefta og fatlaða, tók þátt í Evrópuleikum Special Olympics í fótbolta í byrj- un maí. Leikarnir voru haldnir í Sviss og tóku 24 þjóðir þátt. Íslenska liðið sem var í riðli með Belgum, Svisslendingum og Finn- um bar sigur úr býtum í sínum riðli. Annar þjálfari fótboltaliðs- ins, Darri McMahon, segir að keppt hafi verið í sex mismunandi styrkleikaflokkum og keppti Ísland í styrkleikaflokki þrjú. Darri segir liðið hafa tekið mikl- um framförum síðastliðin ár. „Æfingarnar sem leikmennirnir gera eru margar erfiðar, en þeir hafa gaman af að takast á við þær. Þeir hafa náð ótrúlegum árangri með ströngum æfingum og mikilli vinnu,“ segir Darri. Liðið æfir tvisvar í viku yfir sumartímann og segir Darri að leikmennirnir séu einstaklega metnaðarfullir margir hverjir, „Þeir vilja vinna leikina og sumir geta verið mjög tapsárir. Ef þeir tapa þá getur það endað með stympingum og orða- skaki. Flestir eru þó mjög drengi- legir íþróttamenn.“ Öspin hefur verið starfrækt í 28 ár. Félagið var stofnað af foreldra- og kennarafélagi Öskjuhlíðarskóla með stuðningi frá Íþróttasam- bandi fatlaðra. „Hjá okkur æfa krakkar úr Öskjuhlíðarskóla og úr sérdeildum annara skóla á höfuð- borgarsvæðinu. Félagsmönnum okkar stendur til boða að æfa sund, borðtennis, frjálsar íþróttir og lyftingar svo fátt eitt sé nefnt,“ segir formaður Aspar, Ólafur Ólafsson, en hann hefur gegnt því starfi í 26 ár. Þeim sem vilja kynna sér starf Aspar frekar er bent á heimasíðu félagsins www.ospin.is. -sm Íslendingar Evrópumeistarar í fótbolta FENGU GULL Á EVRÓPUMÓTI Í FÓTBOLTA Vinningslið Aspar hampar hér gullinu sem það vann á Evrópuleikum fatlaðra í fótbolta í maí. KVIKMYNDAFRAMLEIÐANDI Á SJÚKRABEÐI Halldór Þorgeirsson liggur nú á Landspítalanum og bíður eftir bjargræði. Hann komst ekki til Moskvu þar sem kvikmyndin Veðramót er sýnd á stórri kvikmyndahátíð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Vanalega fæ ég mér hafra- graut með sólblómafræjum, heslihnetum, rúsínum og möndlum sem ég legg í bleyti kvöldið áður. Annars fer það eftir hvað er til í hann. Ef ekki fæ ég mér hrökkbrauð með osti eða Cheerios eða jafnvel ekki neitt. Hafragrauturinn er þegar einhver regla er á lífinu.“ Tinna Lind Gunnarsdóttir, leikkona og flugmaður. Tískufyrirtækið Zegna heldur útgáfupartý Garðars Cortes á fimmtudag í London vegna nýrrar plötu hans sem beðið er í ofvæni. Garðar er einn af sendi- herrum fyrirtækisins ásamt Michael Caine og fleiri stór- stjörnum. Allar helstu stjörnur í samkvæm- islífi stórborgarinnar eru á gestalista og er talið að veislan kosti milljónir. Er öllu til tjaldað og því kemur ekki á óvart þegar heyrist að sjálf Dorrit Moussaieff muni verða viðstödd og kynna Garðar þegar hann stígur á stokk og hefur upp raust sína. Sigga Dóra menning- arfrömuður á Vopna- firði furðar sig á því að enginn fjöl- miðill skyldi minnast aldaraf- mælis list- málarans sérstæða Stefáns frá Möðrudal sem fæddist 24. júní á Arnórsstöðum á Jökuldal. Sjálf ætlar hún að gangast fyrir dagskrá í félagsheimilinu Vopnafirði ásamt Sigmari Ó. Maríussyni gullsmiði um miðjan næsta mánuð. Þar verða sagðar sögur af Stefáni og sýnd verk hans. Stefnt er að því að fá Björn Inga Hilmarsson leikara á dagskrána en hann sigraði eftir- hermukeppni sem karlaklúbburinn í Skálkaskjóli gekkst fyrir þar sem hann hermdi eftir Stefáni. Og meira af Birni Inga Hilmarssyni leikaranum góða. Hann er nú á leið til sjós og bíður eftir plássi á togaranum Bergi frá Vestmanna- eyjum. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI ÁNÆGÐ- UR MEÐ AÐ HLJÓMSVEIT- ARGÆJAR HLUSTI Á VEÐRIÐ Haraldur Ólafsson spáir þokkalegu veðri fyrir Náttúrutónleika Sigur Rósar og Bjarkar. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Hjúkrunarfræðingar 2 Helgi Hóseasson 3 Sádiarabískur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.