Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.06.2008, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 29.06.2008, Qupperneq 8
8 29. júní 2008 SUNNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS Eftir Eddu Rós Karls- dóttur Ísland hefur um árabil verið súkkulaðikleina í samfélagi þjóðanna. Við stöndum utan stóru efnahagssambandanna en höfum samt náð undragóðum samning- um um fríverslun og aðgengi að mörkuðum Evrópu. Við ferðumst frjáls um flest lönd veraldar og við höfum mörg menntað okkur erlendis, jafnvel á kostnað þar- lendra skattgreiðenda. Þessi staða hefur verið möguleg í krafti fólksfæðar og lítils efnahagslegs mikilvægis. Viðskipti, vísindi og listir hafa blómstrað í þessu umhverfi og fært okkur mikla hagsæld. Hraður vöxtur og útrás Íslend- inga hefur smátt og smátt breytt stöðu okkar. Íslensk fyrirtæki hafa sum náð verulegri alþjóð- legri markaðshlutdeild á sínu sviði og hafa jafnvel átt þátt í að breyta skipulagi heilla atvinnu- greina. Áhrif okkar eru því ekki lengur óveruleg og möguleikar okkar til að fljóta með í krafti smæðar hafa minnkað veru- lega. Í dag keppast ríkisstjórnir og seðlabankar heims við að styðja við eigin fjármálakerfi, enda munu afdrif kerfanna ráða mjög miklu um hagvöxt og atvinnustig næstu ára. Gripið er til ýmissa aðgerða á heimamarkaði, en auk þess er víðtækt samráð og sam- vinna á milli landa. Súkkulaði- kleinur eru ekki efstar á blaði í þeirri samvinnu, nema síður sé. Íslendingum hefur enda enn ekki tekist að ná samningum við mikilvægustu seðlabanka heims. Neikvæð áhrif alþjóðlegu fjár- málakreppunnar eru því óvenju mikil hér á landi, jafnvel þótt Íslendingar hafi lítið eða jafnvel ekkert átt í þeim skuldabréfa- vafningum sem hrundu kreppunni af stað. Við munum því líklega missa hagvöxt og störf „að ósekju“. Þessi staða lýsir í hnot- skurn stöðu Íslands í breyttum heimi og er í sjálfu sér nægjan- leg rök fyrir því að skoða inn- göngu í efnahagsbandalag án tafar. Mér finnst Evrópusam- bandið hljóta að vera fyrsti kost- urinn í því sambandi, bæði í ljósi viðskiptalegra hagsmuna og skyldleika menningar. Næsta skref í alþjóðavæðingunni Meðal helstu kosta Evrópusam- bandsaðildar er að verða hluti af hópi þjóða sem hafa í sameiningu styrk og úrræði til að takast á við stórar áskoranir. Mér er efst í huga gjaldmiðlamálin og fjár- málastöðugleiki, sem skapa mik- ilvægan hluta af starfsskilyrðum fyrirtækja og þar með kjörum launafólks. Upptaka evru myndi auka mjög efnahags- legan stöðugleika, enda er tæplega 60% af vöruút- flutningi og 40% af innflutningi til evrulanda. Minni sveiflur yrðu þar með í gengi og verðbólgu, kostnaður fyrir- tækja vegna óvissu yrði minni og sam- keppnishæfni á alþjóðamörkuð- um meiri. Efnahagsleg- ur stöðugleiki er mikilvæg for- senda þess að fyr- irtæki á heimsmæli- kvarða velji að vera hér með starfsemi og að hingað streymi sérhæft fólk til náms og starfa, þar með talið fyrir heil- brigðis- og menntakerfið. Stöð- ugleiki styrkir einnig stoðir nýsköpunar. Upptaka alþjóðlegs gjaldmiðils er að mínu mati eðli- legt framhald af alþjóðavæðingu síðustu ára. Ekki gallalaust fyrirbrigði Þeir ókostir Evrópusambandsað- ilar sem ég er mest upptekin af eru þrír. Í fyrsta lagi eru það auð- lindamálin. Evrópusambandsað- ild kemur ekki til greina nema ásættanlegir samningar náist á því sviði. Í öðru lagi þær miklu kröfur sem upptaka evru setur á inn- lenda efnahagsstjórn. Sporin hræða svo sannarlega hvað þetta varðar. Þegar gjaldmiðillinn getur ekki lengur skorið okkur niður úr snörunni munum við lík- lega fá atvinnuleysi, ef stjórn- völdum tekst ekki að hemja þenslu og kostnaðarverðbólgu. Í þriðja lagi velti ég fyrir mér þeirri spennu sem virðist ríkja á milli aðildarlandanna í norðri og suðri. Staða þeirra er að mörgu leyti ólík og nú reynir svo sann- arlega á sameiginlega peninga- málastjórn. Ekki er víst að þær ákvarðanir sem teknar eru í Brussel og Frankfurt henti öllum. Mat á því þarf þó að skoða í heild- arsamhengi og ekki horfa á hverja ákvörðun einangrað. Mikilvægt að hefjast handa Það er löngu tímabært að við vinnum skipulega og fordóma- lausa úttekt á helstu kostum og göllum Evrópusambandsaðildar, tækifærum og ógnunum. Við þurfum ekki „enn eina skýrsl- una“, heldur úttekt sem gengur skrefinu lengra. Benda þarf á möguleg viðbrögð til að draga úr göllum aðildar og þá þætti sem hugsanlega gætu dregið úr kost- um aðildar og viðbrögð við þeim. Það er ekki síður mikilvægt að fara skipulega og fordómalaust yfir kosti og galla þess að standa fyrir utan sambandið. Ég stór- efast um það færi okkur „óbreytt“ ástand og því er mikilvægt að skoða hvort og þá hvaða kostir eru í stöðunni ef mönnum hugn- ast ekki aðild. Í kjölfarið er rétt að reifa hver eigi að vera markmið okkar í mögulegum aðildarviðræðum. Þá fyrst getum við tekið upp upp- lýsta umræðu um málið. Mikil- vægt er að þessari vinnu verði af lokið á sem skemstum tíma, þannig að umræðan verði sem mest og best. Súkkulaðikleinu- módelið er ekki lengur besta lausnin. Alþjóðavæðingin heldur áfram og við munum að óbreyttu sitja eftir. Höfundur er forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans. Súkkulaðikleina í samfélagi þjóðanna K reppa, skelfileg staða krónunnar og verðhækkanir hvert sem litið er. Þótt sólin skíni skært þessa dagana er þungskýjað yfir þjóðmálaumræðunni. Engar líkur eru á að birti yfir heimilisbókhaldi landsmanna á næstu miss- erum. Ástandið á bara eftir að versna. Ómögulegt er að spá um hvenær fer að birta aftur. Það eina sem hægt er að spá um með vissu er að töluverðar ham- farir eru framundan í íslensku viðskiptalífi. Stór fyrirtæki munu skipta um eigendur, önnur munu hverfa af sjónarsviðinu. Áhrif- in munu teygja sig víða. Síðasta niðursveifla hófst þegar netbólan sprakk 2001 og gekk yfir tiltölulega hratt. Afleiðingarnar voru þó varanlegar á gróin og nafntoguð fyrirtæki á borð við Tæknival, Heimilistæki og Samvinnuferðir-Landsýn. Uppskipti urðu líka í fjölmiðlageiranum. Frjáls fjölmiðlun, útgefandi DV, varð gjald- þrota og Norðurljós, móðurfélag Stöðvar 2, skipti um eigendur. Sprotafyrirtækið efnilega OZ þurrkaðist út. Það er dálítið eins og þjóðin hafi gleymt þessum þrengingum í því mikla góðærisstuði sem hefur ríkt undanfarin ár. Nú er eins og liggi mest á því að finna hverjum niðursveiflan er að kenna. Og það er vinsælt að skamma bankana. Jafnvel er látið eins og þeir beri mikla ábyrgð á vondri stöðu þjóðarbúsins og eitthvað óeðlilegt sé við hrun krónunnar. Þegar allt er komið í kaldakol er það algengt viðbragð að hefja leit að sökudólg. Þjóðin þarf þó ekki að leita langt í þetta skipt- ið. Hún finnur hann í speglinum inni á baðherbergi. Árið 2005 var sett met í halla á viðskiptum við útlönd. Hallinn var 16,5 prósent af landsframleiðslu og átti sér ekki hliðstæðu meðal OECD-ríkjanna. Okkur tókst þó að stórbæta þetta vafasama met strax árið eftir þegar viðskiptahallinn sló nálægt 26 prósentum. Það ár var ójöfn- uðurinn í vöruskiptum við útlönd 300 milljarðar. Megnið af því, eða um tveir þriðju, voru vegna neyslu íslensku eyðsluklóarinnar, ekki varanlegra fjárfestinga á borð við stóriðjuframkvæmdirnar fyrir austan. Auðvitað eiga bankarnir sinn hlut í því hvernig komið er. Inn- streymi ódýrs lánsfjár að utan í gegnum bankana magnaði sannan- lega spennuna. En það er ekki bönkunum að kenna þótt fjölmarg- ir hafi notað húsin sín eins og hraðbanka. Húsnæðislánin voru endurfjármögnuð, veðsetning hækkuð með hagstæðari lánum og mismuninum eytt í flatskjái, fellihýsi, og nýja eldhúsinnréttingu. Það hlaut að koma að skuldadögum eins og ýmsir bentu reynd- ar á með góðum fyrirvara. Einn af þeim var Þorvaldur Gylfason hagfræðingur sem skrifaði þetta í tímaritið Herðubreið fyrir ellefu mánuðum: „En vísbendingin er eigi að síður skýr: gengi krónunnar hlýtur að falla og það verulega ... Hvenær fellur gengið? Hversu mikið? Það veit enginn. Hitt er næsta víst, að skellurinn getur komið illa við suma þeirra, sem ugga ekki að sér og halda að allt sé í himnalagi.“ Þegar þessi orð birtust stóð gengisvísitalan í 114 og evran var 84 krónur. Nú er vísitalan í 165 og evran kostar 129 krónur. Því lengur sem fylleríið stendur yfir, því verri verða timbur- mennirnir. Þegar þeir berja svona fast er kjörið að velta fyrir sér hverju er um að kenna: Þeim sem við kusum til að skipuleggja partýið? Þeim sem kostuðu búsið? Eða okkur sjálfum fyrir að velja ekki aðra til að stjórna og ekki síst fyrir að drekka svona mikið? Íslenska eyðsluklóin og kreppan: Hamfarir í sjón- máli JÓN KALDAL SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Meðal helstu kosta Evrópusam- bandsaðildar er að verða hluti af hópi þjóða sem hafa í sam- einingu styrk og úrræði til að takast á við stórar áskoranir. Ef maður ber sig eftir Björgvini... Innsenda greinin „Kvótakerfið er blettur á íslensku þjóðinni“, þar sem ríkis- stjórnin fær kaldar kveðjur, vakti athygli margra lesenda laugardagsmoggans. Ekki síst fyrir þær sakir að með greininni fylgdi mynd af Björgvini Guðmundssyni, viðskiptaritstjóra blaðsins, og þannig gefið til kynna að hægrimaðurinn og fyrrverandi formaður Heimdallar væri höfundur greinarinnar. Kunnugt er að klofnings hefur gætt milli frjálshyggju- manna og hægrikrata í Heimdalli undanfarin ár. En líklega hefur mörgum þótt nóg um að klofn- ingur ætti sér stað í einum og sama manninum. Sú var þó ekki raunin, heldur var alnafni Björgins ábyrgur fyrir grein- inni. Þarna var einungis á ferð eitt skemmtilegasta dæmið um myndabrengl Morgun- blaðsins í háa herrans tíð, eða síðan plastönd var sökuð um ótrúlegustu hluti á forsíðu fyrir nokkrum vikum. Aðkallandi baráttumál Breska söngkonan Amy Winehouse söng baráttuslagarann „Free Nelson Mandela“ á afmælistónleikum frelsis- leiðtogans í gær og þótti heldur seint í rassinn gripið. Spurning er hvort Björk okkar hefði ekki átt að fara að fordæmi Amy á Náttúruverndarhljómleikunum í Laugardalnum og syngja „Allt sem við viljum er handritin heim“. Sigur Rós hefði þá getað tekið spánnýja útgáfu af slagaranum „Í landhelg- inni (12 mílur)“, sem Haukur Morthens gerði vinsælt í Þorskastríðinu. Það er fyndið að búa í Kópavogi Verktakafyrirtækið Klæðning bauð 66.666.666 krónur í gatnagerðarverk- efni í Hafnarfirði. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði þetta heiðarlega tilraun til að vera fyndinn, en margir spyrja sig í hverju grínið felist eiginlega. Fyrirtækið var áður í eigu Gunnars Birgissonar, bæjarstjóra í Kópavogi, en í fyrra ýjaði Mannlíf að því að hann ætti enn stóran hlut í fyrirtækinu. Skemmst er að minnast annars 666 gríns Kópa- vogsbúa, þegar Smáralindin var vígð 10. október 2001 klukkan 10:10. Þeir sem þekkja tvíundarkerfið áttu þá auðvelt með að reikna út hvað 1010011010 þýðir. Er Gunnar að reyna að segja okkur eitthvað? kjartan@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.