Fréttablaðið - 29.06.2008, Síða 58

Fréttablaðið - 29.06.2008, Síða 58
18 29. júní 2008 SUNNUDAGUR Svölustu barir borgarinnar Þegar sólin brosir við Reykvíkingum er ekki bara heitt á Austurvelli. Almenn djammgleði færist yfir lýðinn og dansað er á hverju götuhorni miðbæjarins (eða að minnsta kosti reykt). En hvar er best að fá sér einn kaldan og sletta úr klaufunum? Hér er leiðar- vísir Fréttablaðsins að svölustu stöðum bæjarins. English Pub Hvar? Austurstræti 12 Hverjir? Háskólakrakkar, spiladjarfir og fótbolta- áhugamenn. Stór á krana: 700 krónur. Heitt: Lukkuhjól þar sem hægt er að vinna bjór, bjór eða bjór. Pöbb sem leggur metnað í innréttingarnar. Ekki fyrir þig ef: Þú ert að leita að rífandi dans- stemningu eða langar ekkert í bjór. b5 Hvar? Bankastræti 5 Hverjir? Snyrtilegt ungt fólk á upp- leið. Og svo eldra liðið sem heldur að það sé enn snyrtilegt, ungt og á uppleið. Og konur i tígrisdressum. Stór á krana: 750 krónur. Heitt: Sjúkir kokkteilar, fönk og diskósmellir í stíl. Ekki fyrir þig ef: Þín hugmynd að diskókvöldi er svitinn á Prikinu. Organ Hvar? Hafnarstræti 1-3 Hverjir? Tónlistarnördar og tónleikagestir á öllum aldri. Stór á krana: 700 krónur. Heitt: Pop-quiz sem lyktar betur en pub-quiz á Grand Rokki og heitustu tónleikar bæjarins. Ekki fyrir þig ef: Þig langar að dansa við sumar- smelli FM957. Apótekið Hvar? Austurstræti 16. Hverjir? Jakkafatatýpur og fólk yfir þrítugu sem dreymir um að vera á útlenskum næturklúbbi. Stór á krana: 700 krónur. Heitt: Kemst mjög nærri því að uppfylla þann draum, enda risastór og nóg af fólki. Ekki fyrir þig ef: Þín hugmynd að góðu djammi inniheldur ekki teknó-popp. Óliver Hvar? Laugavegi 20. Hverjir? Fólk um þrí- tugt í bland við hnakka á öllum aldri. Stór á krana: 700 krónur. Klassískur fyrir: Dansgólf fyrir meðal- jóninn og létta stemn- ingu. Ekki fyrir þig ef: Þú vilt forðast menn í hvítum fráhnepptum skyrtum og ungmeyjar í leit að mönnum til að bjóða sér upp á drykk. Nasa Hvar? Við Austurvöll. Hverjir? Fer eftir hvað er að gerast, en almennt vel efnað fólk á besta aldri. Stór á krana: 600 krónur. Klassískur fyrir: Alls konar stórviðburði og góða blöndu af dansgólfi og spjallsvæði. Fatahengið er líka plús. Ekki fyrir þig ef: Þú ert hrædd/ur um að týna vinum þínum. Café Cultura Hvar? Hverfisgötu 18. Hverjir? Blóðheitir innflytjendur og áhuga- fólk um salsa í bland við fólk að skríða á skemmtistaðaaldurinn. Stór á krana: 700 krónur. Klassískur fyrir: Sjóðheitan dans og suðræna sveiflu. Ekki fyrir þig ef: Gypsy Kings rústa góða skapið. Ellefan Hvar? Laugavegi 11. Hverjir? Ungir rokkarar og rokkpíur. Stór á krana: 550-650 krónur Klassískur fyrir: Bjórsull og tryllt rokkdjamm fyrir þá sem vilja djamma lengur og dansa meira við indí og klassískt rokk. Ekki fyrir þig ef: Leðurjakkar og almenn strákastemning fellur ekki í kramið hjá þér. neðar í bænum Kaffibarinn Hvar? Bergstaðastræti 1 Hverjir? Allir sem eru duglegir á djamminu og vilja dúndrandi tónlist og nána stemningu. Merkilegt nokk er enn hægt að rekast á sama lið og stundaði staðinn fyrir rúmum áratug. Stór á krana: 700 krónur. Klassískur fyrir: Að halda partýinu gangandi, þrátt fyrir lítið pláss og fólk úr öllum áttum. Ekki fyrir þig ef: Þú færð auðveldlega innilokunarkennd eða átt ekki nokkur korter aflögu til að standa í röð. 1 2 3 12 11 13, 14, 15, 16 13 1514 16 2 9 1

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.